Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
K
YN
N
IN
G
Gert er ráð fyrir því að um þrjú hundruð manns frá yfir þrjátíu
löndum taki þátt í alþjóðlegri frumkvöðlaráðstefnu MIT-háskólans
í Bandaríkjunum, Háskólans í Reykjavík og
Innovit dagana 24. til 26. mars næstkom-
andi. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík
Nordica-hótelinu og hafa þekktir fyrirles-
arar boðað komu sína. Í þeim hópi er til
dæmis Robin Chase, stofnandi og fyrrver-
andi forstjóri Zipcar og GoLoco, en hún var
nýlega valin ein af 100 áhrifamestu einstakl-
ingum heims af Time Magazine. Þetta er ein
stærsta frumkvöðlaráðstefna heims. Allir eru
velkomnir.
Stökkpallur fyrir íslenska frumkvöðla
MIT heldur ráðstefnuna árlega í samstarfi við
erlendan háskóla og er ráðstefnan í Reykjavík
sú þrettánda í röðinni. Aðalsteinn Leifsson, lektor og forstöðumaður
MBA-námsins í Háskólanum í Reykjavík, segir að mikil eftirspurn
sé eftir því að fá að halda ráðstefnuna. HR hafi því verið valinn
úr hópi fjölmargra erlendra og öflugra háskóla. Meginþemað í ár
er hvernig yfirvinna megi efnahagskreppuna
með nýsköpun, frumkvöðlastarfi og end-
urnýtanlegri orku.
Nemendur í MBA-náminu í HR sjá um
að skipuleggja ráðstefnuna. „Við sáum þetta
sem mikilvægt framlag okkar í HR til þess að
efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og
stuðla að efnahagslegri endurreisn,“ útskýrir
Aðalsteinn.
„Okkar von er að ráðstefnan nýtist sem
stökkpallur fyrir íslenska frumkvöðla og að
hún blási þeim baráttu og kraft í brjóst og
gefi þeim tengslanet og þekkingu til að ná
árangri.“ Hann leggur áherslu á að ráðstefnan
snúist ekki bara um fyrirlestra frá þekktum
frumkvöðlum heldur einnig um það að gefa frumkvöðlum, fræði-
mönnum, nemendum og fjárfestum vettvang til að skiptast á skoð-
háskólinn í rEykjavík
Alþjóðleg frumkvöðlaráðstefna
haldin í Reykjavík á vegum
MIT og Háskólans í Reykjavík
– Mikilvægt framlag HR til að stuðla
að efnahagslegri endurreisn
„Í tengslum við ráðstefnuna
verður keppni í kynningum
á viðskiptahugmyndum
og haldnar margvíslegar
málstofur þar sem
fjallað verður um
frumkvöðlastarfsemi
og sjálfbærni frá
efnahagslegum, félagslegum
og umhverfislegum vinkli.“