Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 94

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 NÁM ALLA ÆVI Kennt er eftir námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Nám fyrir fullorðna einstaklinga á vinnumarkaði Grunnmenntaskólinn Er fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki og vilja styrkja stöðu sína í almennum greinum. Aftur í nám Er fyrir fólk sem á við lestrarörðugleika eða lesblindu að stríða. Öryggisvarðanám Öryggisvarðanám er fyrir starfandi öryggisverði. Fagnámskeið Eru annars vegar fyrir starfsmenn á leikskólum og hins vegar fyrir starfsmenn sem vinna við umönnun og aðhlynningu. Landnemaskólinn Er fyrir fólk af erlendum uppruna sem hefur náð nokkru valdi á íslensku. Jarðlagnatækni Er ætluð þeim sem vinna við nýlagnir, endur- bætur, viðhald og viðgerðir rafstrengja, vatns- lagna, hitalagna, fjarskiptalagna og fráveitna í jörð. Mímir-símenntun leggur áherslu á: • að námið sé sniðið að þörfum og getu fullorðinna einstaklinga • að hægt sé að stunda námið með vinnu • að námið sé hagnýtt og í takt við þarfir atvinnulífs og nemenda Nánari upplýsingar um þessar námslei›ir og fleiri eru veittar í síma 580-1800 og á heimasíðu Mímis-símenntunar, www. mimir.is Uppl‡singar í síma 580 1800 eða á heimasíðunni www.mimir.is Þjónustuliðanám Er ætlað starfsfólki sem vinnur við ræstingar eða í býtibúrum. Félagsliðabrú og Leikskólabrú Námsleiðir fyrir þá sem starfa við umönnun al- draðra, sjúklinga eða vinna á barnaheimilum. Vöruflutningaskólinn Er fyrir starfsmenn sem annast flutninga og geymslu varnings. Framhaldsnám leikskólaliða Er ætlað þeim sem lokið hafa leikskólaliðanámi og vilja fræðast meira um börn með sérþarfir. Almennar námsgreinar á framhaldsskólastigi Stærðfræði, íslenska, enska og danska. Námskrá er á framhaldsskólastigi en kennsluaðferðir og námsskrá miðast við þarfir og þroska fullorðinna einstaklinga. Færni í ferðaþjónustu Er fyrir þá sem starfa við ferðaþjónustu eða stefna að starfi í atvinnugreininni. Námið er ætlað 20 ára og eldri. Þ o r fi n n u r s ig . 4 .2 73 Margrét Kristmannsdóttir. „Það er yfirleitt töluvert liðið á fundi þegar að panelumræðum kemur og því snúast þær oft um að fá fleiri sjónarmið en hafa komið fram hjá fyrirlesurum fundanna.“ panElumræður: „Vera ekki andskotanum leiðinlegri“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, er vanur ræðumaður og þegar hún er spurð hvernig best sé að undirbúa sig fyrir panel- umræður segir hún að oftast séu viðkomandi beðnir að taka þátt í panelumræðum vegna þess að þeir hafa þekkingu á efninu sem fjallað verður um. ,,Markmið mitt er að undirbúa mig sem minnst en vera ,,spontant“ og vera ekki andskot- anum leiðinlegri. Það þarf að þekkja málefnið, hafa á því skoðun og helst að leggja eitthvað til. Það er yfirleitt töluvert liðið á fundi þegar að panelumræðum kemur og því snúast þær oft um að fá fleiri sjónarmið en hafa komið fram hjá fyr- irlesurum fundanna. Í panelumræðum á að vera létt stemning og þeir sem setjast í panel ættu því ekki að koma með eigin fyrirlestra – besta blandan er að vera stuttorður, segja eitthvað af viti og drepa ekki salinn úr leiðindum.“ ÖræfafErðir í hofsnEsi: Bretar á jökul og Hollendingar í lunda Í Hofsnesi í Öræfum hefur lítið ferða- þjónustufyrirtæki – Öræfaferðir – verið að þróast síðustu tvo áratugina. Í fyrstu fór Sigurður bóndi Bjarnason með fólk á heyvagni sínum út í Ingólfshöfða á söguslóðir landnámsmannsins – og til að skoða lunda. Á liðnu sumri fóru um 5000 manns í þessar ferðir, langmest útlendingar að sjá lundann. Aðrar ferðir á vegum fyrirtæk- isins eru til fjalla, á Hvannadalshnjúk og í göngur á skriðjökla eins og Svínafellsjökul og ísklifur þar. Það er bæði hin lifandi og dauða náttúra sem lokkar ferðamenn. „Íslenskir viðskiptavinir eru fyrst og fremst fólk sem vill leiðsögn á Hvannadalshnjúk,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson í Hofsnesi. „Útlendingarnir eru ekki svo uppteknir af því heldur fyrst of fremst af lundanum og svo ísklifri og jöklagöngu. Hollendingarnir eru hrifnastir af lundanum, Bretarnir af jöklinum.“ Einar tók við af föður sínum árið 1994 og nú vinna hann og Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, kona hans, og elsti sonurinn við ferðirnar. Frá 24. apríl til 28. ágúst er farið í Höfðann en samtímis og helst allt árið er boðið upp á fjallaferðirnar, námskeið í ísklifri og einkaleiðsögn á jökulinn. „Ég reyni að vera dýrastur af þeim sem bjóða upp á fjallaleiðsögnina,“ segir Einar, sem tekur mest fimm til átta í hverja ferð en oft færri. Þegar við ræddum við Einar var hann einmitt að koma úr ísklifri með tvo Hollendinga. „Það væri hægt að auka umsvifin,“ segir Einar. „Við viljum hins vegar ekki þenja fyrirtækið of mikið út um háannatímann og viljum heldur bjóða upp á jafna þjónustu allt árið.“ Einar segir að ferðamannatíminn sé að lengjast, það komi fleiri og fleiri að vetrinum og þá verður að vera hægt að bjóða upp á þjónustu allt árið. Enn vantar meiri aðstöðu eins og til dæmis ódýra og einfalda gistingu fyrir hópa. Síðasta sumar var sérstakt. Margir ferðamenn komu á eigin vegum og ferðamannastraumurinn var meiri en áður. Núna eru bókanir fyrir sumarið fleiri en áður. Flestir sem fara út í Ingólfshöfða er þó fólk sem ekki á pantað, heldur ferðafólk á leið um landið og fer í þær ferðir sem boðið er upp á. „Öræfin draga að fullt af fólki. Það er búið að kynna þetta svæði mjög vel og einnig Ísland, sem nú sé miklu ódýrara en það var,“ segir Einar Rúnar Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.