Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 82
K
YN
N
IN
G
Hótel Rangá er fjögurra stjörnu lúxushótel á Suðurlandi, mitt á
milli Hellu og Hvolsvallar. Hótelið var gagngert byggt með það
markmið að mæta kröfum vandlátra gesta sem sækjast eftir einstakri
gistingu og metnaðarfullum gæðum í þjónustu. Útsýni frá hótelinu
er stórkostlegt þar sem Hekla blasir við til norðurs, fjallahringurinn
til austurs og norð-austurs, í suð-austri trónir Eyjafjallajökull og svo
Vestmannaeyjar í suðri.
Eina 4 stjörnu hótelið á Suðurlandi
Friðrik Pálsson er aðaleigandi Hótels Rangár, sem er byggt í
sjarmerandi bjálkastíl. Að hans sögn hefur orðstír hótelsins aukist
jafnt og þétt vegna hlýlegrar gistiaðstöðu, frábærrar þjónustu og
sælkera-eldhúss:
„Hótel Rangá var boðið að gerast meðlimur í hinum glæsilegu
alþjóðlegu hótelsamtökum The Special Hotels of the World. Samstarf
við þau samtök hefur orðið okkur afar mikilvægt.
Veitingastaðurinn okkar er löngu orðinn landsþekktur fyrir
frábæran mat og gott úrval gæðavína. Öll aðstaða á hótelinu er mjög
góð, setustofur uppi og niðri, glæsilegur bar, tvö nuddherbergi,
leikjaherbergi og heitir útipottar. Yfir vetrartímann er Hótel Rangá
vinsæll áningarstaður þeirra sem vilja njóta norðurljósanna í allri
dýrð sinni.“
Frábær fundaraðstaða
„Hótel Rangá er frábærlega í sveit sett fyrir fundi og ráðstefnur
ýmiss konar. Hér er eftirsótt aðstaða til vinnufunda og sameflingar
starfsfólks fyrirtækja og stofnana. Við höfum um nokkurra ára skeið
lagt aðaláherslu á að selja veturinn. Fjöldi fólks hefur áhuga á að
koma hingað um hávetur og upplifa myrkrið, snjóinn og norður-
ljósin. Ánægja viðskiptavinanna með dvölina er ekki síðri á veturna
en sumrin. Sem dæmi um afþreyingu í boði má nefna jöklagöngur,
sem njóta vaxandi vinsælda, vélsleðaferðir, veiðiferðir, hestaferðir og
fjórhjólaferðir. Margir nýta sér einnig að komast í nudd og slökun
hér í sveitakyrrðinni.
Besta auglýsingin sem við getum fengið er sú að gestir fari héðan
ánægðir með dvölina. Það er okkar meginmarkmið.“
hótel rangá
Frábær fundaraðstaða
82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0