Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Friðrik Sophusson. „Sýningin í Madrid hefur síðan verið mér áminning um það hvernig tiltölulega fámennur hópur Vesturlandabúa getur haft mikil áhrif með frumlegum aðferðum – stundum til góðs en í þessu tilviki vafalaust til ills.“ Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði og ritskýringu Gamla testamentisins við Háskóla Íslands, tók síðastliðið haust þátt í ráðstefnu í gamlatestamentis- fræðum í háskólabænum Göttingen í Þýskalandi. „Ráðstefnan var á vegum OtSEM sem er samstarfsnet gamlatestamentisfræðinga við flestar guðfræðideildir á Norður- löndum og Göttingen í Þýskalandi. Og að þessu sinni bættist ekki ónýtur liðsauki við, þ.e. gamlatesta- mentisfræðingar frá einum þekkt- asta háskóla heimsins: Oxford. Það var heillandi að koma í þennan forn- fræga háskólabæ, hitta starfssyst- kin frá Norðurlöndum og í sumum tilfellum fólk sem maður var með í doktorsnámi í Svíþjóð fyrir rúmum tveimur áratugum. Ráðstefnur sem þessar eru einstaklega gefandi, EftirminnilEg ráðstEfna: Klappað fyrir Íslandi í fornfrægum háskólabæ Gunnlaugur A. Jónsson í samkunduhúsi Gyðinga í Jerúsalem. „Ráðstefnur sem þessar eru einstaklega gefandi, ekki síst fyrir okkur Íslendinga sem erum jafnan fáir í hverri fræðigrein og landfræðilega einangraðri en flestar Evrópuþjóðir.“ „Snemma á tíunda áratug síðustu aldar sótti ég sem fjármálaráðherra ársfund Alþjóðabankans sem haldinn var í Madrid,“ segir Friðrik Sophusson, formaður stjórnar Íslandsbanka. „Eftir að hafa farið í gegnum öryggiseftirlit með tilheyrandi biðröðum biðu þúsund fundargestir þess að fundurinn hæfist. Ný ráðstefnubyggingin var reist úr stálgrindum og skyndilega birtust nokkrir grænklæddir menn sem með hjálp klifurtækja sinna sveifluðu sér milli stálgrindanna í lofti hússins. Fundargestum þótti þetta að vonum tilkomumikil sýning og það var ekki fyrr en klifrararnir dreifðu miðum yfir mannfjöldann sem mér varð ljóst að þetta var ekki hluti af setningarathöfninni heldur mótmæli umhverfissinna gegn lánum bankans til vatnsaflsvirkjana – einkum Þriggja gljúfra virkjananna í Kína. Allt öryggistilstandið kom ekki í veg fyrir þátttöku óboðnu gestanna með tæki sín og tól. tæpum áratug síðar, þegar ég var í starfi hjá Landsvirkjun, sá ég að Alþjóðabankinn hafði í kjölfar Madrid- fundarins nánast hætt lánveitingum til vatnsaflsvirkjana. tafir urðu því á virkjun vatnsfalla í heiminum en vatnsaflið er ein mikilvægasta sjálfbæra orkan sem mannkynið getur virkjað. Sýningin í Madrid hefur síðan verið mér áminning um það hvernig tiltölulega fámennur hópur Vesturlandabúa getur haft mikil áhrif með frumlegum aðferðum – stundum til góðs en í þessu tilviki vafalaust til ills.“ EftirminnilEgur fundur: Mótmæli umhverfissinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.