Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 29 Hvaða áhuga hafa almenningur og fagfjárfestar á hlutafé í Högum með Jóhannes og Jón Ásgeir við stýrið? Það er stóra spurningin. Þetta er í raun ekki í fyrsta sinn sem Hagar eru í Kauphöllinni. Baugur, sem rak sömu verslanir, var almenningshlutafélag og allir þekkja þá sögu eftir Baugsmálið. Bónusfjölskyldan tók Baug í skyndi út af markaði. Núna vill hún vera á markaði með Haga. Það sem situr eftir í hugum margra fjárfesta eftir Baugsmálið er að Jón Ásgeir hafi farið með almenningshlutafélagið Baug sem sitt eigið. Þekktir stjórnarmenn í Baugi, eins og Þorgeir Baldursson og Guðfinna Bjarnadóttir, sögðu af sér. Spurningin er: Treysta fjárfestar og fyrrum hluthafar í Baugi Jóni Ásgeir aftur? Sumir þeirra telja sig örugglega hafa verið plataða. Jóhannes er á framhliðinni, en fæstir trúa því að Jón Ásgeir sitji hjá. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, segir að það sé hag bankans fyrir bestu að Jóhannes og núverandi stjórnendur Haga stýri því áfram. Þannig fái bankinn mest fyrir fyrirtækið í Kauphöll- inni, það verði eftirsóknarverðast. Á meðal lykilstjórnenda Haga eru Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss. Vilhjálmur Bjarnason, lektor við HÍ og framkvæmdastjóri Sam- taka fjárfesta, hefur gagnrýnt þessa ákvörðun Arion banka og sagt að hún misbjóði íslensku samfélagi. Vilhjálmur segir að bankinn sé að semja við aðila sem hafi valdið gjaldþrotum annarra félaga upp á 500 til 700 milljarða króna, kannski meira, og þurfi hugsanlega að afskrifa 50 milljarða vegna skulda fjölskyldunnar í tengslum við Haga. Ekki fer á milli mála að Samtök fjárfesta munu láta til sín taka þegar nær dregur skráningu félagsins í Kauphöllinni og gera kröfu um nákvæma skráningarlýsingu. Hvernig tekst til með skráningu Haga? Jóhannes Jónsson nýtur vinsælda en Jón Ásgeir er óvinsæll. Jóns Ásgeirs er hvergi getið í frétta- tilkynningunni og Finnur Sveinbjörnsson hefur haft sérstakt orð á því við fjölmiðla. Hann virðist trúa því að Jón Ásgeir ætli ekki að kaupa í Högum. Enginn trúir því hins vegar að hann sitji hjá. Mikil leynd er í þessu máli. Finnur Sveinbjörnsson hefur ekki viljað upplýsa hversu miklar skuldir bankinn afskrifar hjá Bónusfjöl- skyldunni vegna eignarhaldsins á 1998 ehf. sem átti Haga. Skuldir 1998 ehf., fyrirtækis Bónusfjölskyldunnar, eru um 50 milljarðar króna, samkvæmt fréttum um málið. Það ræðst af verð- inu sem fæst fyrir Haga í Kauphöllinni hversu mikið bankinn þarf að afskrifa. Frjáls verslun hefur haldið því fram að verðmiðinn á Högum sé í kringum 15 til 20 milljarðar króna miðað við afkomu Haga og yfirburðastöðu á markaði matvæla; 60% markaðshlutdeild. Verði sú raunin þarf bankinn að afskrifa 35 milljarða. Finnur Sveinbjörnsson hefur verið ófáanlegur til að gefa upp hvort Bónusfjölskyldan sé í persónulegri ábyrgð. „Það er fyrir öllu að nú hefur óvissu um framtíð Haga verið eytt,“ sagði Jóhannes í sérstakri fréttatilkynningu. Ýmsir spurðu á móti hvort óvissan yrði ekki meiri því ekki liggur fyrir hverjir munu koma inn í fyrirtækið þegar það fer á markað. Það er auðvelt að kaupa upp kennitölur. Flestir telja að Bónusfjölskyldan sleppi ekki takinu úr þessu. „Nú sitja allir við sama borð og söluferlið er eins opið og gegnsætt og hægt er,“ sagði Jóhannes ennfremur í tilkynningunni. jóHannesi Hampað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.