Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
FKA viðurkenningarnar hafa öðlast fastan
sess í viðskiptalífinu. Mikið var um dýrðir í
Perlunni þegar Félag kvenna í atvinnurekstri
veitti þær að þessu sinni. Hanna Birna
Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík,
flutti ávarp. Hafdís Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri World Classs og formaður
FKA, flutti rökstuðning dómnefndar. Það
voru þau Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Íslandsbanka, og Gylfi Magnússon, efna-
hags- og viðskiptaráðherra sem afhentu
verðlaunin.
Vilborg Einarsdóttir
fékk FKA viðurkenninguna
Stærstu verðlaunin, FKA viðurkenninguna
2010, hlaut Vilborg Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Mentors og einn stofn
enda félagsins. Mentor var stofnað fyrir tíu
árum, árið 2000. Fyrirtækið hefur búið til
mjög þróaðan upplýsingatæknibúnað fyrir
skóla, búnað sem hefur auðveldað til muna
samskipti kennara, foreldra og nemenda.
Mentor hefur hlotið fjölmörg verðlaun
á liðnum árum og nægir þar að nefna
Vaxtarsprotann bæði árin 2008 og 2009.
Fyrirtækið jók veltu sína um 160% árið
2008 og um 30% á síðasta ári.
Árið 2007 urðu straumhvörf í starfsem-
inni þegar Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
keypti 20% hlut í félaginu. Í kjölfarið sam-
einaðist Mentor sænska fyrirtækinu PODB,
sem sérhæfir sig í upplýsingakerfum fyrir
kennara.
Bæði fyrirtækin hafi búið yfir mikilli
þekkingu, hvort á sínu sviði, og við
samrunann hafi starfsemin í báðum löndum
eflst til muna. Mentor hyggur á frekari
landvinninga og nú er stefnan tekin á Sviss
og Þýskaland.
Marín Magnúsdóttir fékk
Hvatningarverðlaunin
Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
Practical, hlaut Hvatningarviðurkenningu
FKA 2010. Practical er svonefnt
viðburðafyrirtæki. Þetta eru önnur
verðlaunin sem Marín fær á skömmum
tíma.
Hún fékk hin virtu og eftirsóttu Crystal
verðlaun sl. haust en þau eru ein eftirsótt-
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika, Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical,
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, Bára Magnúsdóttir danskennari, Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, og Hafdís Jónsdóttir,
formaður FKA og framkvæmdastjóri World Class.
Félag kvenna í atvinnurekstri afhenti sínar árlegu viðurkenningar við hátíðlega athöfn í
Perlunni. Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, hlaut FKA viðurkenninguna,
Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical, hlaut Hvatningarverðlaunin, Bára
Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Jazzballettskóla Báru, JSB, fékk Þakkarviðurkenninguna
og Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika, tók við Gæfusporinu 2010 fyrir hönd Stika.
FKA ViðURKEnningAR