Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 93

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 93
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 93 Fundir og ráðsteFnur „Ég myndi hiklaust reyna að misnota slíkt tækifæri aftur,“ segir Jón Hákon Magnússon hjá KOM almannatengslum ehf. en hann var í eldlínunni þegar hinn frægi leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs var haldinn í Reykjavík haustið 1986. Með því að tala um „misnotkun“ á hann við að allajafna er það regla að viðburðir eins og leiðtogafundir eru ekki notaðir sérstaklega til landkynningar. Þó fer það alltaf svo að stórum fundum og ráð- stefnum fylgir landkynning. Ríkramannafundurinn í Davos í Sviss hefur til dæmis ekki spillt fyrir ferðaþjónustunni á staðnum – nema síður væri. En það er alltaf spurning hvort nýta eigi slík tækifæri sérstaklega og markvisst til landkynningar í von um fleiri ferðamenn síðar. Svar Jóns Hákons við þeirri spurningu er: Já. Og hann er óþreytandi að minna á að stjórnvöld eiga að leggja í það vinnu að fá stóra fundi og ráðstefnur til landsins, bæði vegna þess að samkomunum fylgja miklar tekjur fyrir ferðaþjónustuna og þær vekja athygli á landinu. Tæknibylting „Þessi staða er alveg sú sama nú og var þegar leiðtogafundurinn var haldinn,“ segir Jón Hákon en bendir á að margt annað hefur breyst og það mjög mikið. Þar munar mestu um að bylting hefur orðið í samskiptatækni. Árið 1986 voru engir raunveru- legir farsímar til, engar fartölvur fyrir blaðamenn og ekkert Internet. Jón Hákon segir að það hafi orðið að fá ritvélar lánaðar í stórum stíl hjá Verslunarskólanum og það varð að taka frá nánast allar símalínur úr landinu. „Jón G. Tómasson, sem þá var póst- og símamálastjóri, sagði mér að það hefði bara verið ein lína eftir opin til útlanda. Þetta eru aðstæður sem í dag er varla hægt að ímynda að hafi verið fyrir bara fáum árum,“ segir Jón Hákon. Erlendar sjónvarpsstöðvar höfðu með sér tæki í tonnatali til að geta sent út beint frá landinu. Allt var stórt og þungt og það þurfti fjölda tæknimanna að baki hverri útsendingu. Þetta hefur einfaldast til mikilla muna. „Það var lán að á þessum tíma var öryggisgæsla ekki eins ströng og hún varð eftir 11. september 2001. Það var rétt litið á tækin sem komu og svo öllu sleppt í gegn,“ segir Jón Hákon. Menn treystu því fullkomlega að sjónvarpsstöð hefði ekki fyllt útbúnað sinn af sprengjum og vopnum. Þannig hefur tæknin einfaldast en öryggisgæslan margfaldast. Mönnum þótti þó á þessum tíma nóg um öryggisgæsluna. Fólkið það sama Jón Hákon bendir líka á að nú sé mun meira hótelrými í Reykjavík en árið 1986. Þá varð að leita til almennings um gistingu fyrir fjöl- miðlafólk – og heppnaðist vel. Það varð einnig frægt að flesta dagana sem fundurinn stóð var ekkert að frétta. Því varð að finna upp á einhverju öðru til að hafa í fréttunum og það var þá sem öll landkynningin kom til sög- unnar. „Fyrir fundinn höfðum við fengið leyfi til að ráða þrjá bandaríska almannatengla til að und- irbúa kynningarefni en þetta var allt fremur smátt í sniðum,“ segir Jón Hákon. Mest af landkynning- unni var því spunnið af fingrum fram meðan beðið var eftir fréttum frá leiðtogunum. „Það gæti alveg gerst aftur; að maður gangi undir manns hönd að hafa ofan af fyrir fjölmiðlafólki meðan beðið er,“ segir Jón Hákon. Og þarna er frægast þegar Steingrímur heitinn Hermannsson for- sætisráðherra synti þrisvar á dag fyrir fjölmiðla í Laugardalslauginni. „Gorbatsjov sagði við mig eftir blaðamannafundinn fræga í Háskólabíói að hann væri mest hissa á hvernig okkur hefði tekist að hafa ofan fyrir öllum þessum fjölda fréttamanna í heila viku fyrir fundinn,“ segir Jón Hákon Magnússon. jón hákon magnússon hjá kom almannatEngslum: hvað ef leiðtogafundurinn yrði endurtekinn? Myndi misnota aðstöðuna aftur „Það gæti alveg gerst aftur; að maður gangi undir manns hönd að hafa ofan af fyrir fjölmiðlafólki meðan beðið er.“ Jón Hákon Magnússon hjá KOM almannatengslum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.