Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 82

Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 82
K YN N IN G Hótel Rangá er fjögurra stjörnu lúxushótel á Suðurlandi, mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Hótelið var gagngert byggt með það markmið að mæta kröfum vandlátra gesta sem sækjast eftir einstakri gistingu og metnaðarfullum gæðum í þjónustu. Útsýni frá hótelinu er stórkostlegt þar sem Hekla blasir við til norðurs, fjallahringurinn til austurs og norð-austurs, í suð-austri trónir Eyjafjallajökull og svo Vestmannaeyjar í suðri. Eina 4 stjörnu hótelið á Suðurlandi Friðrik Pálsson er aðaleigandi Hótels Rangár, sem er byggt í sjarmerandi bjálkastíl. Að hans sögn hefur orðstír hótelsins aukist jafnt og þétt vegna hlýlegrar gistiaðstöðu, frábærrar þjónustu og sælkera-eldhúss: „Hótel Rangá var boðið að gerast meðlimur í hinum glæsilegu alþjóðlegu hótelsamtökum The Special Hotels of the World. Samstarf við þau samtök hefur orðið okkur afar mikilvægt. Veitingastaðurinn okkar er löngu orðinn landsþekktur fyrir frábæran mat og gott úrval gæðavína. Öll aðstaða á hótelinu er mjög góð, setustofur uppi og niðri, glæsilegur bar, tvö nuddherbergi, leikjaherbergi og heitir útipottar. Yfir vetrartímann er Hótel Rangá vinsæll áningarstaður þeirra sem vilja njóta norðurljósanna í allri dýrð sinni.“ Frábær fundaraðstaða „Hótel Rangá er frábærlega í sveit sett fyrir fundi og ráðstefnur ýmiss konar. Hér er eftirsótt aðstaða til vinnufunda og sameflingar starfsfólks fyrirtækja og stofnana. Við höfum um nokkurra ára skeið lagt aðaláherslu á að selja veturinn. Fjöldi fólks hefur áhuga á að koma hingað um hávetur og upplifa myrkrið, snjóinn og norður- ljósin. Ánægja viðskiptavinanna með dvölina er ekki síðri á veturna en sumrin. Sem dæmi um afþreyingu í boði má nefna jöklagöngur, sem njóta vaxandi vinsælda, vélsleðaferðir, veiðiferðir, hestaferðir og fjórhjólaferðir. Margir nýta sér einnig að komast í nudd og slökun hér í sveitakyrrðinni. Besta auglýsingin sem við getum fengið er sú að gestir fari héðan ánægðir með dvölina. Það er okkar meginmarkmið.“ hótel rangá Frábær fundaraðstaða 82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.