Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 86

Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 K YN N IN G Gert er ráð fyrir því að um þrjú hundruð manns frá yfir þrjátíu löndum taki þátt í alþjóðlegri frumkvöðlaráðstefnu MIT-háskólans í Bandaríkjunum, Háskólans í Reykjavík og Innovit dagana 24. til 26. mars næstkom- andi. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu og hafa þekktir fyrirles- arar boðað komu sína. Í þeim hópi er til dæmis Robin Chase, stofnandi og fyrrver- andi forstjóri Zipcar og GoLoco, en hún var nýlega valin ein af 100 áhrifamestu einstakl- ingum heims af Time Magazine. Þetta er ein stærsta frumkvöðlaráðstefna heims. Allir eru velkomnir. Stökkpallur fyrir íslenska frumkvöðla MIT heldur ráðstefnuna árlega í samstarfi við erlendan háskóla og er ráðstefnan í Reykjavík sú þrettánda í röðinni. Aðalsteinn Leifsson, lektor og forstöðumaður MBA-námsins í Háskólanum í Reykjavík, segir að mikil eftirspurn sé eftir því að fá að halda ráðstefnuna. HR hafi því verið valinn úr hópi fjölmargra erlendra og öflugra háskóla. Meginþemað í ár er hvernig yfirvinna megi efnahagskreppuna með nýsköpun, frumkvöðlastarfi og end- urnýtanlegri orku. Nemendur í MBA-náminu í HR sjá um að skipuleggja ráðstefnuna. „Við sáum þetta sem mikilvægt framlag okkar í HR til þess að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og stuðla að efnahagslegri endurreisn,“ útskýrir Aðalsteinn. „Okkar von er að ráðstefnan nýtist sem stökkpallur fyrir íslenska frumkvöðla og að hún blási þeim baráttu og kraft í brjóst og gefi þeim tengslanet og þekkingu til að ná árangri.“ Hann leggur áherslu á að ráðstefnan snúist ekki bara um fyrirlestra frá þekktum frumkvöðlum heldur einnig um það að gefa frumkvöðlum, fræði- mönnum, nemendum og fjárfestum vettvang til að skiptast á skoð- háskólinn í rEykjavík Alþjóðleg frumkvöðlaráðstefna haldin í Reykjavík á vegum MIT og Háskólans í Reykjavík – Mikilvægt framlag HR til að stuðla að efnahagslegri endurreisn „Í tengslum við ráðstefnuna verður keppni í kynningum á viðskiptahugmyndum og haldnar margvíslegar málstofur þar sem fjallað verður um frumkvöðlastarfsemi og sjálfbærni frá efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum vinkli.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.