Iðnaðarmál - 01.02.1969, Page 22

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Page 22
Nýjungar i húsbúnaöi Þessi leðursekkur vakti mesta at- hygli á síðustu alþjóða húsgagna- sýningunni, sem haldin var í París. Hann er fylltur með 12 milljónum plastperlna. Sekkinn er hægt að nota sem stól, legubekk, koll og jafnvel borð. Það er mjög gott að sitja í honum, af því að hægt er að ákveða sjálfur lögun hans. Hann lagar sig eftir líkamanum og styður við þar, sem óskað er. Það er hægt að bera sekkinn á bakinu, hann vegur aðeins 314 kg. Sekkinn hönnuðu ítölsku inn- anhússarkitektarnir Gatti, Paolini og Teodoro. Mobilia, jan./febr. 1969. Hér er önnur ítölsk hugmynd, sem gæti verið góð lausn, þar sem hús- rými er lítið, t. d. í sumarbústöðum. Annað rúmið er lagt ofan á hitt. Þeg- ar nota á rúmin, er auðvelt að flytja þau út á gólfið. Hægt er að stafla þeim eins hátt upp og hver vill. Þriðja ítalska hugmyndin krefst heldur ekki mikils húsrýmis. Þegar ekki er verið að nota snyrtiborðið, er hægt að leggja stólinn, borðið og spegilinn alveg saman og rúlla því til hliðar eða burtu. Mobilia, jan./febr. 1969. 16 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.