Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 14

Iðnaðarmál - 01.04.1971, Blaðsíða 14
kostnaður er alltof mikil byrði mið- að við framleiðslumagn. Þörf fyrir leiðbeinendur og ráð- gefandi sérfræðinga er mikil, en hún er ekki einskorðuð við einstakar greinar, svo sem rafsuðu, heldur á mörgum sviðum og einnig á verk- stæðunum sjálfum. En gagnslaust er að koma slíkri starfsemi á, fyrr en framkvæmdastjóri, skrifstofumenn og tæknimenntaðir menn hafa öðlazt betri þekkingu á framleiðslustarfsem- inni. Athugasemdir og tillögur Framleiðslugeta stöðvanna er mið- uð við viðgerðir og smíði fiskibáta, en ætla má, að mikil eftirspurn verði eftir stórum skuttogurum. Stærstu stöðvarnar geta tekið allt að 4000 tonna skip í þurrkví og nýsmíði skipa allt að 800 tonna. Auka má þessi stærðarmörk með lengingu sleðanna. Framleiðni er yfirleitt lág vegna ýmissa ytri aðstæðna. Úr þessu má bæta með gerð framleiðsluáætlana. Engin veruleg vandamál eru varðandi verkkunnáttu. Um 1200 manns starfa í íslenzkum skipasmíðaiðnaði. í jan- úar 1971 voru 26 mismunandi stál- fiskiskip í smíðum. Lagt er til, að komið verði upp tæknilegri og hagfræðilegri þj ónustu- miðstöð fyrir skipasmíðastöðvarnar í Reykjavík, þar sem leyst verði öll helztu vandamál, sem nefnd eru í skýrslunni, og yrði hún jafnframt tengiliður milli skipasmíðastöðva, stálsmiðja, vélsmiðja og annarra fyr- irtækja, sem vinna að viðgerðum og smíði skipa. Viðfangsefni þjónustu- miðstöðvarinnar yrði eftirfarandi: 1. Sérfræðilegar ráðleggingar til fyr- irtækja í iðngreininni og opinberra aðila um stefnu í stofnun nýrra skipasmíðastöðva og endurskipu- Iagningu grundvallarskipulags þeirra. 2. Sérfræðilegar ráðleggingar til op- inherra aðila og fjármálastofnana með tilliti til framleiðni, fram- leiðslukostnaðar, fjárhagsstöðu og þörf fyrir fjármagn. 3. Sérfræðilegar ráðleggingar og að- stoð til fyrirtækja, að því er varð- ar framleiðsluáætlanir, útvegun, hráefnaeftirlit og meðhöndlun, launaörvun, kostnaðareftirlit, fjár- hagsáætlanir og samninga. 4. Sérfræðilegar ráðleggingar og að- stoð til útgerðarmanna og skipa- smíðastöðva m. t. t.: skipateikn- inga, smíða, traustleika og ýmiss útbúnaðar. 5. Sérfræðilegar ráðleggingar og að- stoð við opinbera aðila, stjórn- endur og launþegasamtök varð- andi: vinnuöryggi, sjúkrahjálp og velferð starfsfólks. 6. Veita stjórnendum aðstoð við að velja leiðbeinendur meðal hinna ýmsu hópa iðnaðarmanna. 7. Sérfræðilegar ráðleggingar og að- stoð við Rannsóknastofnun iðnað- arins og ýmsa aðila varðandi markaðsrannsóknir og hagnýtar rannsóknir. 8. Upplýsingabókasafn og miðlun upplýsinga. 9. Sérfræðiaðstoð og ráðleggingar varðandi þjálfun og menntun. Afkastageta núverandi fyrirtaekja Á bls. 106 og 107 eru skrár yfir skipasmíðastöðvar og stál og vél- smiðjur, sem starfa við skipaviðgerð- ir og nýsmíði (merktarx) hér á landi. Ætla má, að um 60% starfsmanna smiðjanna starfi í þágu skipasmíða- iðnaðarins. Ástand fiskniðursuðuiðn- aðar ó íslandi 1969 Uttektar- og morkaðskönnunarskýrsla gerð af Stevenson & Kellogg, Ltd. Núverandi ástand í íslenzkum niðursuðuiðnaði starfa 16 sjálfstæð niðursuðufyrirtæki, aðallega á Vestur- og Norðurlandi, en 5 stærstu fyrirtækin eru allsráð- andi í iðnaðinum. Þau eru K. Jóns- son & Co. á Akureyri með afkasta- getu 110.000 dósir á dag á 10 tíma vakt, Langeyri hf. við ísafjörð með 77.000 dósir og Norðurstjarnan hf. í Ilafnarfirði, Ora hf. í Kópavogi og Haraldur Böðvarsson & Co. hf. á Akranesi með 60.000 dósir hvert. Samanlagt hafa þær 86,9% af heild- arframleiðslunni. Aðeins tvö önnur fyrirtæki, Arctic hf. á Akranesi og Síldarniðurlagningarverksmiðj a rík- isins á Siglufirði með um 20.000 dósa afköst á dag, taka þátt í öflun erlendra markaða fyrir iðnaðinn. Engin hinna verksmiðjanna hafa af- köst yfir 10.000 dósir á dag. Við áætlanir og þróun þessa iðn- aðar er tekið tillit til þess, að 7 fyrir- tæki standa undir 95% allrar fram- leiðslunnar og að aðeins 5 þeirra, Ora hf., Haraldur Böðvarsson, Arc- 108 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.