Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 56

Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 Lisa Johnson, sérfræðingur í neyt-endahegðun og markaðsmálum frá Bandaríkjunum, fjallaði um kaup-hegðun kvenna í fyrirlestri á dög- unum sem var á vegum Samtaka verslunar og þjónustu og Félags kvenna í atvinnu- rekstri. Fyrirlesturinn var haldinn í Salnum í Kópavogi og nefndist Don´t think pink, eða Bleikt er ekki málið. Lisa er með mörg járn í eldinum; hún er frumkvöðull í markaðsrannsóknum, fram- kvæmdastjóri ResearchGroup auk þess sem hún er ráðgjafi hjá ýmsum stórum og smáum fyrirtækjum. Hún er einnig höfundur met- sölubókanna Don´t Think Pink og Mind Your X´s And Y´s. Fyrirlesturinn var ætlaður báðum kynjum úr viðskiptalífinu með það að markmiði að vekja athygli þeirra á því að konur eru langt frá því að vera veikgeðja og máttvana mark- hópur fyrir hvers konar verslun og þjónustu. Lisa Johnson þakkaði fyrir að fá þetta tækifæri til að kynna hugmyndir sínar og rannsóknir fyrir Íslendingum og hóf fyrir- lesturinn á því að blása hressilega á stað- alímyndir kvenna. Konur eru kröfuharðir innkaupastjórar Lisa benti á að „bleikt er ekki málið“ í mark- aðssetningu sem ætlað er að ná sérstaklega til kvenna því konur séu kröfuharðari mark- hópur en svo. Vandinn við slíkar „kvenlægar“ auglýsingar er að þær eru hreinlega hrútleið- inlegar. Og virka þar af leiðandi alls ekki. Lisa færði einnig rök fyrir því að mark- hópurinn sé ekki auðtrúa bleikur kvenna- hópur sem lætur mata sig ógagnrýnið á upplýsingum enda sýna rannsóknir svo ekki verður um villst að konur ráðstafa um 80% af tekjum heimilanna í Evrópu og Bandaríkj- unum. Hún taldi þar af leiðandi að fyrir- lesturinn „Don´t Think Pink“ væri gullið tækifæri til þess að vekja viðskiptalífið til vit- undar um þessa staðreynd og ýmislegt fleira þar að lútandi. En gefum Lisu orðið: „Það fer ekki á milli mála að konur eru oftast í hlutverki innkaupastjóra heimilis- ins, ekki bara hvað varðar matarinnkaup og annað sem snýr að kostnaðarsamari rekstri heimilisins, eins og bílakaup, heldur eiga þær langoftast stærstan þátt í innkaupum á vörum fyrir eiginmennina og börnin. Umtalsverður hluti innkaupa fyrirtækja ræðst að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráða mestu hlutafé á markaði og sem taka sífellt meiri þátt í stjórnun þeirra. Það er því deginum LISA JOHNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI RESEARCHGROUP: M A R K A Ð S M Á L TEXTI: HRUND HAUKSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Fyrirlesturinn um markaðshegðun kvenna fyllti Salinn í Kópavogi. BLEIKT ER EKKI MÁLIÐ Eru konur öðru vísi markhópur en karlar? Flestir telja svo vera. En stöldrum við; konur eru kröfuharðari markhópur en svo að „bleikt sé málið“ í markaðssetningu sem ætlað er að ná til kvenna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.