Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
Lisa Johnson, sérfræðingur í neyt-endahegðun og markaðsmálum frá Bandaríkjunum, fjallaði um kaup-hegðun kvenna í fyrirlestri á dög-
unum sem var á vegum Samtaka verslunar
og þjónustu og Félags kvenna í atvinnu-
rekstri. Fyrirlesturinn var haldinn í Salnum í
Kópavogi og nefndist Don´t think pink, eða
Bleikt er ekki málið.
Lisa er með mörg járn í eldinum; hún er
frumkvöðull í markaðsrannsóknum, fram-
kvæmdastjóri ResearchGroup auk þess sem
hún er ráðgjafi hjá ýmsum stórum og smáum
fyrirtækjum. Hún er einnig höfundur met-
sölubókanna Don´t Think Pink og Mind
Your X´s And Y´s.
Fyrirlesturinn var ætlaður báðum kynjum
úr viðskiptalífinu með það að markmiði að
vekja athygli þeirra á því að konur eru langt
frá því að vera veikgeðja og máttvana mark-
hópur fyrir hvers konar verslun og þjónustu.
Lisa Johnson þakkaði fyrir að fá þetta
tækifæri til að kynna hugmyndir sínar og
rannsóknir fyrir Íslendingum og hóf fyrir-
lesturinn á því að blása hressilega á stað-
alímyndir kvenna.
Konur eru kröfuharðir innkaupastjórar
Lisa benti á að „bleikt er ekki málið“ í mark-
aðssetningu sem ætlað er að ná sérstaklega
til kvenna því konur séu kröfuharðari mark-
hópur en svo. Vandinn við slíkar „kvenlægar“
auglýsingar er að þær eru hreinlega hrútleið-
inlegar. Og virka þar af leiðandi alls ekki.
Lisa færði einnig rök fyrir því að mark-
hópurinn sé ekki auðtrúa bleikur kvenna-
hópur sem lætur mata sig ógagnrýnið á
upplýsingum enda sýna rannsóknir svo ekki
verður um villst að konur ráðstafa um 80%
af tekjum heimilanna í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Hún taldi þar af leiðandi að fyrir-
lesturinn „Don´t Think Pink“ væri gullið
tækifæri til þess að vekja viðskiptalífið til vit-
undar um þessa staðreynd og ýmislegt fleira
þar að lútandi. En gefum Lisu orðið:
„Það fer ekki á milli mála að konur eru
oftast í hlutverki innkaupastjóra heimilis-
ins, ekki bara hvað varðar matarinnkaup og
annað sem snýr að kostnaðarsamari rekstri
heimilisins, eins og bílakaup, heldur eiga þær
langoftast stærstan þátt í innkaupum á vörum
fyrir eiginmennina og börnin. Umtalsverður
hluti innkaupa fyrirtækja ræðst að miklu
leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráða mestu
hlutafé á markaði og sem taka sífellt meiri
þátt í stjórnun þeirra. Það er því deginum
LISA JOHNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI RESEARCHGROUP:
M A R K A Ð S M Á L
TEXTI: HRUND HAUKSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Fyrirlesturinn um markaðshegðun kvenna fyllti Salinn í Kópavogi.
BLEIKT
ER EKKI MÁLIÐ
Eru konur öðru vísi markhópur en karlar? Flestir telja svo vera.
En stöldrum við; konur eru kröfuharðari markhópur en svo að
„bleikt sé málið“ í markaðssetningu sem ætlað er að ná til kvenna.