Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 89

Frjáls verslun - 01.02.2007, Side 89
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 89 Stafakubbar í pakkningum utan af andalifur var sá markpóstur sem best þótti heppnast á síð- asta ári, að mati dómnefndar Ímark. Pósturinn var hluti af umfangsmiklu verkefni sem AP almannatengsl og auglýsingastofan ENNEMM unnu saman að og fólst í að finna nýtt merki og nafn fyrir SÍF hf., sem kynnt var snemma á síðasta. Nafnabreytingin þótti nauðsynleg og í samræmi við nýja stefnu. SÍF, sem hafði áður einkum fengist við útflutning á saltfiski, en var nú orðið framleiðandi fullunninna matvæla fyrir neytendamarkað í Evrópu. Nafnið SÍF þótti ekki endurspegla starfsemi og markmið félags- ins og niðurstaðan varð Alfesca. Þegar boðið var til hátíðar þar sem nýtt nafn og merki var kynnt, kom sú hugmynd frá Þór Ingólfssyni, hönnuði hjá ENNEMM, að nýta umbúðir utan um framleiðsluvöru félags- ins í boðskort. „Þetta var í raun sáraeinföld hugmynd. Í lítilli umbúðaöskju frá fyrirtækinu voru kubbar með stöfunum ALFESCA. Fengu boðsgestir þannig tækifæri til að leysa gátuna um hvert hið nýja nafn yrði. Ef ég man rétt þá var enginn sem hitti á rétt nafn. Það dugði ekki einu sinni til þó færustu excel-sérfræðingar fengjust við gátuna og settu þessa stafi saman á allan mögulegan máta. Gátan óleysanlega varð samt til að vekja athygli og forvitni gesta og til þess var leikurinn líka gerður.“ Alfesca-nafnið er sett saman úr tveimur grískum orðum, alfa og esca, og gæti í lauslegri þýðingu þýtt: fæða í fyrsta sæti. „Við kynningu á nýju nafni fyrirtækis þarf að huga að mörgu og var markpósturinn einn af mörgum liðum í þeirri vinnu. Í raun gengur öll auglýsingavinna út á þetta sama; að finna nýjar útfærslur á þekktum viðfangsefnum og þegar starfið heppnast jafn vel og við kynninguna á nafni Alfesca veit maður að til nokkurs hefur verið unnið,“ segir Þór Ingólfsson. Gestaþrautin sló í gegn MARKPÓSTUR Stafakubbar Alfesca voru markpóstur sem virkaði vel. Heiti auglýsingar: Þú fellur í stafi Auglýsandi: Alfesca Framleiðandi: Ennemm Þór Ingólfsson. var hluti af herferð þar sem settar voru fram vangaveltur námsmanna um peninga og lífið með húmor sem sterkan undirtón. Botnað var svo með skilaboðum um betri vaxtakjör, fríar færslur og aðra kosti við Námsmannaþjónustu Glitnis. „Auglýsingin var hluti af stærri herferð þar sem sjónvarp var í aðalhlutverki. Fram- leiddur var fjöldi leikinna sjónvarpsauglýsinga um tvo námsmenn sem leigja saman og þurfa að ráða fram úr ýmsum fjárhagsvandræðum. En allt talar þetta saman. Útvarpið er einn miðill af miðlaflórunni sem er notuð til að ná árangri. Þessa herferð unnum við hjá Glitni með auglýsingastofunni Jónsson og Le’macks og það samstarf var mjög gott. Fólk náði að ganga í takt og skilja strax í upphafi hver markmiðin ættu að vera. Eftir því var hug- myndavinnu og framleiðslunni hagað,“ segir Áki sem bætir við að mikilvægt sé að keyra auglýsingaherferð í mörgum tegundum miðla á sama tíma. „Hugmyndin verður líka að skila sér. Þegar um er að ræða herferð í mörgum miðlum, t.d. dagblöðum, sjónvarpi og útimiðlum, getur oft verið erfitt að gera hugmynd herferðarinnar almennileg skil í útvarpi, sérstaklega ef hug- myndin hreinlega snýst um ákveðið myndefni eða myndmál. Oft getur verið betra að finna nýtt sjónarhorn á hugmyndina fyrir útvarp sem eykur þá á fjölbreytnina án þess þó að skilaboðin missi marks.“ Myndmál í útvarpi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.