Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
Lögfræðistofa Reykjavíkur leggur metnað sinn í að veita framúrskar-
andi lögmannsþjónustu og er vel í stakk búin til að sinna af kostgæfni
þeim flóknu lögmannsstörfum sem fylgja nútímaþjóðfélagi. Jafnframt
rekur Lögfræðistofa Reykjavíkur innheimtuþjónustu undir nafni
Innheimtustofu Reykjavíkur. Þann 24. júlí sl. flutti Lögfræðistofa
Reykjavíkur aðsetur sitt úr Vegmúla 2 í nýtt og glæsilegt húsnæði að
Borgartúni 25, 2. hæð.
Vítt starfssvið
Steinar Þór Guðgeirsson er einn eigenda og faglegur framkvæmda-
stjóri Lögfræðistofu Reykjavíkur: „Það urðu viss tímamót í sögu
fyrirtækisins þegar við fluttum í rúmgott húsnæði að Borgartúni 25
enda mikil stækkun á húsnæði frá því sem var. Það var orðið þröngt
um okkur í Vegmúlanum enda fyrirtækið í miklum vexti og í þessu
húsnæði getum við bætt við okkur mannskap sem er ætlunin enda
mörg stór verkefni í deiglunni. Við gætum ekki verið betur staðsettir,
erum miðsvæðis í vaxandi fjármála- og viðskiptaumhverfi Reykja-
víkur. Mörg stór fyrirtæki sem við þjónum eru á þessu svæði.“
Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur mjög vítt starfssvið. „Mest eru
það fyrirtæki sem við erum að þjóna en einnig veitum við einstakl-
ingum alhliða lögmannsþjónustu,“ segir Steinar. Stofan skiptist í tvö
meginstarfssvið, fyrirtækjasvið og einstaklingssvið. Á fyrirtækjasviði
er unnið að lögfræðilegum verkefnum sem varða rekstur fyrirtækja
og ráðgjöf, á sviði skattaréttar, félagaréttar, samninga og einnig
hugverka- og höfundaréttar. Á einstaklingssviði sinnum við mikið
málflutningi, ráðgjöf og samningum, t.d. á sviði hjúskapar- og erfða-
mála, skaðabótaréttar, auk verjendastarfa í sakamálum. „Við þjónum
einnig sveitarfélögum og er stækkun hjá okkur á því sviði,“ segir
Steinar. „Segja má að þegar á heildina er litið séum við með sér-
fræðinga á flestum sviðum lögmennsku og teljum okkur geta sinnt
hverjum og einum, hverjar sem þarfirnar eru.“
Alþjóðleg starfsemi
Í ört vaxandi alþjóðavæðingu hefur Reykjavík Law Firm lagt sig
fram við að sinna umbjóðendum sínum jafnt hérlendis og erlendis
og í því skyni hefur stofan um langt árabil verið aðili að stærstu
samtökum lögmannsstofa í Evrópu, The Association of European
Lawyers. „Með aðild okkar að AEL tryggjum við umbjóðendum
okkar aðgang að öflugustu lögmannsstofum í Evrópu. Jafnframt er
Innheimtustofa Reykjavíkur aðili að Global Credit Solutions sem
gerir okkur kleift að innheimta kröfur fyrir hönd umbjóðenda okkar
hvar í heiminum sem er,“ segir Steinar.
Lögfræðistofa Reykjavíkur – Reykjavík Law Firm:
Alhliða lögmannsstofa í örum vexti
Lögfræðistofa Reykjavíkur – Reykjavik Law Firm er ein af stærstu lögmannsstofum landsins og veitir alla alhliða
lögmannsþjónustu. Hjá stofunni starfa sjö hæstaréttarlögmenn og fimm héraðsdómslögmenn ásamt öðru starfs-
fólki. Þar má finna sérfræðinga á flestum sviðum lögfræðinnar og sinnir stofan verkefnum fyrir mörg af stærstu og
virtustu fyrirtækjum landsins en jafnframt vinnur stofan að verkefnum fyrir sveitarfélög, stofnanir og einstaklinga.
LJ
Ó
S
M
Y
N
D
IR
:
P
Á
LL
K
JA
R
TA
N
S
S
O
N