Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
Nýir vestrar eru ekki á hverju
strái og gallharðir vestraaðdá-
endur verða yfirleitt að leita í
smiðju John Waynes eða Clint
Eastwoods til að finna vestra við
hæfi. Á undanförnum árum hafa
verið gerðir fáeinir bandarískir
vestrar en þeir hafa ekki náð
hylli almennings. Þeir síðustu
sem einhverja athygli vöktu, án
þess að ná þó mikilli aðsókn,
voru American Outlaws (2001)
og Open Range (2003), sem
Kevin Costner leikstýrði og lék
aðalhlutverkið í. Það var einmitt
Kevin Costner og Clint Eastwood
sem blésu lífi í vestraglæðurnar
sem fyrir voru í upphafi tíunda
áratugarins þegar þeir sendu frá
sér Dances With Wolves (1990) og
Unforgiven (1992), sem margir
eru á að séu með bestu vestrum
sem gerðir hafa verið. Eldurinn
varð samt aldrei að neinu báli
og alvöru vestrar voru fáséðir á
tíunda áratugnum.
Nú gerist það að tveir vestrar
af stærri gerðinni verða frum-
sýndir í Bandaríkjunum í sept-
ember og verður gaman að sjá
hvort kvikni í glæðunum á ný.
Myndirnar eru 3:10 To Yuma og
The Assassination of Jesse James
by the Coward Robert Ford, nafn
sem örugglega á ekki eftir að
verða myndinni til framdráttar.
Eins og nafnið bendir til fjallar
sú mynd um hinn fræga útlaga
Jesse James og endalok hans,
en það gerði American Outlaws
einnig. Það er Brad Pitt sem
leikur Jesse James í þetta skiptið.
Áður en kemur að Jesse James
verður 3:10 to Yuma frumsýnd,
sem ég hef mun meiri trú á en
frumraun Brad Pitts í vestrum.
Útlaginn og bóndinn
Það eru sjálfsagt einhverjir sem
kannast við nafnið 3:10 To Yuma
enda er um endurgerð að ræða.
Forverinn var gerður 1957, fyrir
nákvæmlega fimmtíu árum. Þá
léku Glenn Ford og Van Heflin
aðalhlutverkin en nú eru það
Russell Crowe og Christian Bale
sem bregða sér í hlutverk útlag-
ans og bóndans.
3:10 To Yuma gerist í Arizona
seint á nítjándu öld. Frægur
útlagi, Ben Wade (Russell
Crowe), og glæpagengi hans
LOKS ER VON Á
GÓÐUM VESTRA
3:10 til Yuma með Russell Crowe og
Christian Bale í aðalhlutverkum er endur-
gerð 50 ára gamals vestra.
Veiði:
Er í nokkrum veiðifélögum
Björk Þórarinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Kaupþings, fór í fyrsta skipti
í laxveiði árið 2004. Þá var
maríulaxinn dreginn á land og
í þessari veiðiferð kviknaði
mikill áhugi á laxveiði. Núna
er Björk í þremur veiðifélögum
sem hvert um sig hefur sína
sérstöðu.
„Það sem heillar mig við
laxveiðina er útiveran og
að vera í góðum hópi. Auk
þess gleymir maður stund
og stað og kemst í snertingu
við náttúruna. Þá gildir einu
þótt lítið veiðist og að úti sé
vosbúð og þoka. Það er til að
mynda gaman að stúdera ána
og finna fisk. Veiðimennskan
snýst um glímuna við laxinn
og að hafa betur.“
Björk segir að Laxá í
Aðaldal standi upp úr en þar
segir hún vera væna fiska
og mikla náttúrufegurð. Hún
hefur hins vegar veitt mest í
Langá.
Í sumar fékk Björk
tækifæri til þess að prófa
lundaveiðar sem hún lýsir
sem einstakri upplifun.
Björk segir að laxveiði
sé það skemmtilegasta
sem hún gerir. ,,Sumarið er
tíminn - ég fer inn í veturinn
með þessar skemmtilegu
sumarminningar.“
Björk Þórarinsdóttir: ,,Það sem heillar mig við veiðina er úti-
veran og að vera í góðum hópi. Auk þess gleymir maður stund
og stað og kemst í snertingu við náttúruna.“
Lífsstíll
KVIKMYNDIR: HILMAR KARLSSON