Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 69
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 69 Atli og Gísli eru að sjálfsögðu orðnir þekktir fyrir vikið og segir Gísli það ekki leyna sér, bæði í versluninni og víðar á viðbrögðum fólks. Utan land- steinanna koma þeir hins vegar fram undir öðrum nöfnum, sem Henning og Flemming í Danmörku, Arne og Bjarne í Noregi og Hasse og Lasse í Svíþjóð. Þetta eru algeng nöfn í þessum löndum. „Det var dejligt“ Atli segir að þeir Gísli séu ágætis kunningjar og að þeim komi vel saman, en ekki þekktust þeir náið áður en þetta verkefni byrjaði. „Þetta gekk bara ágætlega og við reyndum að lifa okkur inn í hlutverkið samkvæmt fyrirmælum leikstjórans, bæði að dansa mambó og setja í brýrnar. Við skemmtum okkur vel og ég held að hann hafi verið ánægður, hann sagði að minnsta kosti „det var dejligt“ nokkrum sinnum.“ Hugsanlegt er að Atli og Gísli nemi fleiri lönd í hlutverkum sínum, jafnvel í austurhluta Evrópu eða Kína, en ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum, sem komið er. Tekur Atli undir það, að ekki laust við að fólk sé farið að kannast við þá, enda er hann hvorki með húfu né sólgleraugu í hlutverki sínu. „Það er greinilegt að fólk veit hver maður er og rúmlega það. Líklega hef ég fengið að heyra sama brandarann 500 sinnum. En mér finnst eftir þessu tekið á jákvæðan hátt, ég hef að minnsta kosti ekki orðið var við neikvæðni,“ segir Atli. En af hverju skyldi auglýsingaherferðin með Atla og Gísla vekja þessa lukku? „Ég held að það sé fyrst og fremst út af þessum lúmska húmor sem leynist í þeim. Í öðru lagi eru þær ekki langar. Tónlistin er líka grípandi og almennt séð eru þær öðruvísi en gengur og gerist,“ segir Atli. Atli Már Einarsson, verslunarstjóri Flügger-lita í Keflavík, og Gísli Ágústsson, sölu- maður Flügger-lita í Skeifunni, vekja athygli á öllum Norðurlöndum. Utan landsteinanna koma þeir fram undir öðrum nöfnum, sem Henning og Flemming í Danmörku, Arne og Bjarne í Noregi og Hasse og Lasse í Svíþjóð. S A G A N Á B A K V I Ð H E R F E R Ð I N A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.