Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 69
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 69
Atli og Gísli eru að sjálfsögðu orðnir þekktir
fyrir vikið og segir Gísli það ekki leyna sér, bæði í
versluninni og víðar á viðbrögðum fólks. Utan land-
steinanna koma þeir hins vegar fram undir öðrum
nöfnum, sem Henning og Flemming í Danmörku,
Arne og Bjarne í Noregi og Hasse og Lasse í Svíþjóð.
Þetta eru algeng nöfn í þessum löndum.
„Det var dejligt“
Atli segir að þeir Gísli séu ágætis kunningjar og að
þeim komi vel saman, en ekki þekktust þeir náið áður
en þetta verkefni byrjaði. „Þetta gekk bara ágætlega og
við reyndum að lifa okkur inn í hlutverkið samkvæmt
fyrirmælum leikstjórans, bæði að dansa mambó og
setja í brýrnar. Við skemmtum okkur vel og ég held að
hann hafi verið ánægður, hann sagði að minnsta kosti
„det var dejligt“ nokkrum sinnum.“
Hugsanlegt er að Atli og Gísli nemi fleiri lönd í
hlutverkum sínum, jafnvel í austurhluta Evrópu eða
Kína, en ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum,
sem komið er. Tekur Atli undir það, að ekki laust við
að fólk sé farið að kannast við þá, enda er hann hvorki
með húfu né sólgleraugu í hlutverki sínu.
„Það er greinilegt að fólk veit hver maður er og
rúmlega það. Líklega hef ég fengið að heyra sama
brandarann 500 sinnum. En mér finnst eftir þessu
tekið á jákvæðan hátt, ég hef að minnsta kosti ekki
orðið var við neikvæðni,“ segir Atli.
En af hverju skyldi auglýsingaherferðin með Atla
og Gísla vekja þessa lukku?
„Ég held að það sé fyrst og fremst út af þessum
lúmska húmor sem leynist í þeim. Í öðru lagi eru þær
ekki langar. Tónlistin er líka grípandi og almennt séð
eru þær öðruvísi en gengur og gerist,“ segir Atli.
Atli Már Einarsson, verslunarstjóri Flügger-lita í Keflavík, og Gísli Ágústsson, sölu-
maður Flügger-lita í Skeifunni, vekja athygli á öllum Norðurlöndum.
Utan landsteinanna koma
þeir fram undir öðrum
nöfnum, sem Henning og
Flemming í Danmörku,
Arne og Bjarne í Noregi og
Hasse og Lasse í Svíþjóð.
S A G A N Á B A K V I Ð H E R F E R Ð I N A