Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 13
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 13
Fjöldi gesta fagnaði með
starfsmönnum Saga Capital
við opnunina og komu hundruð
gesta hvaðanæva af landinu til
að taka þátt í vígsluhátíðinni
á föstudagskvöldið – en henni
lauk með veglegri flugeldasýn-
ingu á Drottningarbrautinni, fyrir
framan húsakynni Saga Capital.
Daginn eftir, laugardagin n
25. ágúst, var svo haldin
sögusýning í húsinu í
tengslum við menningardag-
skrá Akureyrarvöku. Mörg
hundruð manns lögðu þá leið
sína í Gamla barnaskólann til
að hlýða á leiðsögn Harðar
Geirssonar hjá Minjasafninu á
Akureyri og skoða ljósmynda-
sýningu um sögu hússins.
Saga Capital fjárfestingar-
banki er með höfuðstöðvar
sínar á Akureyri en einnig starfs-
stöð í Reykjavík. Starfsmenn
eru 30 talsins. Það er mikil
lyftistöng fyrir Akureyri að Saga
Capital hafi ákveðið að hafa höf-
uðstöðvar sínar í bænum.
Nokkrir af lykilstarfs-
mönnum félagsins eru ættaðir
þaðan, m.a. Þorvaldur Lúðvík
Sigurjónsson, framkvæmda-
stjóri bankans, en hann var
áður framkvæmdastjóri hjá
Kaupþingi.
Þorvaldur er jafnframt
stærsti hluthafinn í bankanum
með 11,3% hlut. Hlutafjáreign
í bankanum er fremur dreifð
og á enginn einstakur hluthafi
yfir 12% hlutafjár. Sandhóll hf.
og Sundagarðar hf. eru næst-
stærstu hluthafarnir, en bæði
félögin eru með 10,4% hlut.
Eigið fé bankans nemur tæpum
11 milljörðum króna.
Þráinn Karlsson leikari
ólst upp í hinu sögufræga
húsi sem núna hýsir Saga
Capital. Davíð Stefánsson
skáld bjó einnig um tíma
í húsinu. Húsið er við hlið
Samkomuhússins þar
sem Leikfélag Akureyrar
er til húsa.
Kristján
Þorsteinsson
hjá Marel, Rakel
Guðnadóttir
og Valgerður
Einarsdóttir, báðar
hjá Hugmynd og
hönnun.
Ár og öld – og annar bragur. Svona lítur þetta fallega hús út núna.Gamli barnaskólinn á Akureyri fánum prýddur í upphafi síðustu
aldar, þegar hann var vígður árið 1900 – og stærsta og dýrasta fyrir-
tæki sem Akureyrarbær hafði þá ráðist í.
Lagið tekið á vígsluathöfninni. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri Saga Capital, er fyrir miðri mynd.
Frá vinstri: Hlynur Jónsson hjá Hótel KEA, Guðríður Jónasdóttir,
kona Hlyns, Jóna Jónsdóttir, hjá Háskólanum á Akureyri, Svanfríður
Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Jóhann Antonsson, stjórn-
arformaður Sparisjóðs Svarfdæla og stjórnarmaður í Saga Capital,
og Þórleifur Stefán Björnsson, starfsmaður Saga Capital.