Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 105
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 105
Lífsstíll
við hinum megin – og kannski
undir sól að sjá. Kannski er
þetta betra með dökka mæla-
borðssyllu – þó er ég ekki viss.
Rými
Innanrými er afar gott í þessum
bíl, bæði framan og aftan.
Fótarými í aftursæti með því
mesta sem gerist. Þröskuldar
nánast ekki til, mjög auðvelt
inn- og útstig. Gott farangurs-
rými. Varadekk undir skottgólfi,
fullrar stærðar.
Aksturseiginleikar
Ford Edge er ágætlega kröft-
ugur, fjöðrun frekar stíf (þó góð
á þvottabretti), léttur í akstri
og stöðugur. Fyrst í stað virkar
hann nokkuð breiður en það
venst á fyrstu kílómetrunum.
Mitt val er að sitja fremur hátt
við stýri og telst fullkomlega
meðalmaður á hæð, en sé þó
ekki frá stýri fram á fremri
brún vélarhúss. Þetta gerir mat
á stöðu framenda nokkru erf-
iðara, en má venjast. Edge virkar
mjög traustvekjandi í meðförum
og fjórhjóladrifið skilar sínu
fullkomlega. Hann er kannski
í hastara lagi á holóttum eða
grýttum slóðum, en á góðum
malarvegum og bundnu slitlagi
er hann eins og fiskur í vatni
og fer vel með þá sem í honum
er. Á lengri leiðum er bíllinn
eins og hugur manns og alveg
þokkalega hljóðlátur. Þó hefði ég
vænst meira í því efni, af svona
efnismiklum bíl og þetta dýrum.
Verð/virði
Reynslubíllinn var af gerð-
inni SEL+ – dýrasta týpan, öll
í leðri, ljósum og topplúgum.
Virkilega vel búin og fín. Kostar
4.990.000. Ódýrasta týpan, SE,
er aðeins 400 þús. kr. ódýrari.
SEL er þarna á milli, 4.790.000.
Ef þú hefur efni á bíl upp á
4,5 millur er ekki spurning að
taka heldur aðeins lengra skref
og skella sér á SEL+ – þú færð
mikið fyrir þann mismun.
Líklega er Ford Edge með því
hagstæðara sem býðst, miðað
við búnað og gæði.
Eyðsla á reynslutíma: 12,8
– 14,8, eftir notkun. Miðað við
stærð, þyngd og vélarstærð má
það teljast viðunandi.
SHH
Edge er einkar auðveldur í umgengni. Engir þröskuldar að fótakefli
og gott rými. Hurðir eru breiðar og opnast vel – sem er raunar
tvíbentur kostur, t.d. ef lagt er í þröngt stæði. Bakkvörnin lét vita af
lúpínubrúskinum!
Svo mörg voru þau orð
„Nýjar bandarískar athuganir benda til þess að framkvæmdastýrur
bandarískra fyrirtækja, sem séu í svokölluðum Fortune 500 hópi,
séu nú tæplega 16% stjórnenda og hefur hlutfallið lækkað frá
2005. Konum hefur einnig fækkað í hópi stjórnarformanna og
skipa konur aðeins um 15% sæta í stjórnum stórfyrirtækjanna.“
Elva Brá Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur á greiningasviði Rannís.
Morgunblaðið, 23. ágúst.
„Í ljósi þeirra upplýsinga að einelti sé algengast á meðal yfir-
manna er ljóst að margir yfirmenn þurfi á þjálfun að halda varð-
andi eineltismál og hvernig taka skuli á þeim. Eineltismálum
verður ekki útrýmt fyrr en stjórnendur setja sér stefnu varðandi
eineltismál, taki á vandamálinu og ákveði að búa til menningu
innan fyrirtækisins þar sem einelti er ekki liðið.“
Sif Sigfúsdóttir, markaðsstjóri viðskipta- og hagfræðideildar HÍ
og stundakennari við HÍ. Markaðurinn, 8. ágúst.
Æskumyndin er af
Sólveigu Eiríksdóttur,
eins eigenda
Himneskrar hollustu.
„Á myndinni er ég
fjögurra ára og ekk-
ert sérlega brosmild;
nýbúin að eignast tví-
burabræður. Fyrir átti
ég einn eldri bróður
og var ég búin að biðja Guð alla
meðgönguna hennar mömmu
um systur. Svo loksins varð
mamma léttari og viti menn:
Ég fékk tvo bræður. Ég efaðist
alvarlega á þessum tímapunkti
að Guð væri til og spurði séra
Frank í sunnudagaskólanum
hvort það gæti
verið að Guð heyrði
stundum svolítið illa,
það er að segja ef
hann væri þá til.
Á þessum tíma
fannst mér skemmti-
legast að vera úti að
leika mér, til dæmis í
„fallin spýta“ og fót-
bolta, með krökkunum í götunni.
Einnig var ég mikið á skíðum,
enda eyddi ég flestum sumrum
uppi í Kerlingarfjöllum þar sem
pabbi og félagar hans voru með
skíðaskóla. Ég ætlaði líka að
verða leikfimikennari á veturna
og skíðakennari á sumrin.“
Sólveig
Eiríksdóttir
Æskumyndin:
Kostir:
+ Rúmgóður
+ Þægilegur í umgengni
+ Aðkomuljós
+ Traustvekjandi
Ókostir:
- Hvimleiður glampi mæla-
borðssyllu í framrúðu
- Erfitt að stýra leiðum mið-
stöðvar.
- Ekki auðvelt að loka aftur-
hlera án þess að verða
óhreinn – ef hlerinn er
óhreinn.