Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 85
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 85
BG er ekkert óvið-komandi þegar kemur að fyrir-
tækjaræstingum. Á hverjum
degi ræstir BG tugi fyrirtækja
á Reykjavíkursvæðinu af öllum
hugsanlegum stærðum og
gerðum. Lögð er áhersla á per-
sónulega og trausta þjónustu sem
viðskiptavinurinn getur treyst.
Hverjir eru helstu viðskiptavinir
BG?
Sherry Ruth E. Buot, fram-
kvæmdarstjóri ræstingasviðs,
hefur unnið hjá fyrirtækinu frá
árinu 2001: „Fyrirtækið hefur
verið í hreingerningaþjónustu í
12 ár eða síðan 1995 og mörg
stærstu fyrirtæki landsins eru
meðal viðskiptavina okkar. Um
er að ræða bæði einkareknar sem
og opinberar stofnanir, trygg-
ingafélög, stórmarkaði og félög
sem þjóna flug- og skipafélögum,
svo dæmi séu tekin um umfang
starfseminnar.
Við bjóðum upp á mikla
breidd í hreingerningalausnum
og sjáum um allt frá daglegum
ræstingum til sértækrar hrein-
gerningaþjónustu, eins og t.d.
í viðhaldi gólfa og teppa auk
flugvélahreingerninga. Þess utan
erum við líka samstarfsaðilar
vátryggingafélaga í hreingern-
ingum eftir bruna.“
Hvaða sérstöðu hefur BG fram
yfir sambærileg fyrirtæki?
„Stolt okkar og sómi er hið
trausta og áreiðanlega starfsfólk
sem vinnur hjá okkur. Það er í
raun mesta verðmæti fyrirtæk-
isins.
Viðskiptavinir okkar geta reitt
sig á mjög hæft starfsfólk BG til
að viðhalda hreinu og heilsusam-
legu umhverfi þeirra sem einnig
leiðir til betri heilsu og meiri
afkasta á vinnustaðnum. Ein af
höfuðáherslunum er skilyrðislaus
trúnaður og traust starfsfólks í
öllum störfum þeirra.
BG leggur aðaláhersluna á
trúnað gagnvart viðskiptavin-
unum og vökula eftirfylgni með
vinnu- og öryggisreglum.“
Eru nýjungar í sjónmáli?
„BG vinnur stöðugt að því að
þróa gæði og fjölbreytni þjón-
ustu sinnar í samræmi við þarfir
viðskiptavinanna. Það þýðir
að við fylgjumst mjög vel með
öllum tækninýjungum í hrein-
gerningabransanum.
Þá bættum við einnig við
nýjum þjónustulið í fyrra, hófum
þá að sjá um að halda lóðum og
umhverfi fyrirtækja hreinu. Þá
voru keyptir litlir bílastæðasópar
og stór götusópur. Má því segja
að BG geti séð um öll hreingern-
ingamál fyrirtækja, jafnt innan
dyra sem utan.
Það er staðföst trú okkar að
fyrirtæki, sem byggja á heil-
indum og er annt um verðmæti
sín, ættu að vera í samvinnu
við önnur fyrirtæki sem hafa
sömu gildi og skuldbindingar í
hávegum.
Þar sem umhverfi fyrirtækja
einkennist oft af óöryggi nú á
dögum, samhliða því sem kröfur
um siðræna ábyrgð aukast stöð-
ugt, getur BG verið ákjósanleg-
asti viðskiptafélaginn.“
BG:
Starfsfólkið er stolt okkar og sómi
„Viðskiptavinir okkar geta reitt sig á
mjög hæft starfsfólk BG til að viðhalda
hreinu og heilsusamlegu umhverfi
þeirra sem einnig leiðir til betri heilsu
og meiri afkasta á vinnustaðnum.“
Sherry Ruth E. Buot,
framkvæmdastjóri
ræstingasviðs, segir að
mörg stærstu fyrirtæki
landsins séu meðal
viðskiptavina BG.