Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 85

Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 85
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 85 BG er ekkert óvið-komandi þegar kemur að fyrir- tækjaræstingum. Á hverjum degi ræstir BG tugi fyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu af öllum hugsanlegum stærðum og gerðum. Lögð er áhersla á per- sónulega og trausta þjónustu sem viðskiptavinurinn getur treyst. Hverjir eru helstu viðskiptavinir BG? Sherry Ruth E. Buot, fram- kvæmdarstjóri ræstingasviðs, hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 2001: „Fyrirtækið hefur verið í hreingerningaþjónustu í 12 ár eða síðan 1995 og mörg stærstu fyrirtæki landsins eru meðal viðskiptavina okkar. Um er að ræða bæði einkareknar sem og opinberar stofnanir, trygg- ingafélög, stórmarkaði og félög sem þjóna flug- og skipafélögum, svo dæmi séu tekin um umfang starfseminnar. Við bjóðum upp á mikla breidd í hreingerningalausnum og sjáum um allt frá daglegum ræstingum til sértækrar hrein- gerningaþjónustu, eins og t.d. í viðhaldi gólfa og teppa auk flugvélahreingerninga. Þess utan erum við líka samstarfsaðilar vátryggingafélaga í hreingern- ingum eftir bruna.“ Hvaða sérstöðu hefur BG fram yfir sambærileg fyrirtæki? „Stolt okkar og sómi er hið trausta og áreiðanlega starfsfólk sem vinnur hjá okkur. Það er í raun mesta verðmæti fyrirtæk- isins. Viðskiptavinir okkar geta reitt sig á mjög hæft starfsfólk BG til að viðhalda hreinu og heilsusam- legu umhverfi þeirra sem einnig leiðir til betri heilsu og meiri afkasta á vinnustaðnum. Ein af höfuðáherslunum er skilyrðislaus trúnaður og traust starfsfólks í öllum störfum þeirra. BG leggur aðaláhersluna á trúnað gagnvart viðskiptavin- unum og vökula eftirfylgni með vinnu- og öryggisreglum.“ Eru nýjungar í sjónmáli? „BG vinnur stöðugt að því að þróa gæði og fjölbreytni þjón- ustu sinnar í samræmi við þarfir viðskiptavinanna. Það þýðir að við fylgjumst mjög vel með öllum tækninýjungum í hrein- gerningabransanum. Þá bættum við einnig við nýjum þjónustulið í fyrra, hófum þá að sjá um að halda lóðum og umhverfi fyrirtækja hreinu. Þá voru keyptir litlir bílastæðasópar og stór götusópur. Má því segja að BG geti séð um öll hreingern- ingamál fyrirtækja, jafnt innan dyra sem utan. Það er staðföst trú okkar að fyrirtæki, sem byggja á heil- indum og er annt um verðmæti sín, ættu að vera í samvinnu við önnur fyrirtæki sem hafa sömu gildi og skuldbindingar í hávegum. Þar sem umhverfi fyrirtækja einkennist oft af óöryggi nú á dögum, samhliða því sem kröfur um siðræna ábyrgð aukast stöð- ugt, getur BG verið ákjósanleg- asti viðskiptafélaginn.“ BG: Starfsfólkið er stolt okkar og sómi „Viðskiptavinir okkar geta reitt sig á mjög hæft starfsfólk BG til að viðhalda hreinu og heilsusamlegu umhverfi þeirra sem einnig leiðir til betri heilsu og meiri afkasta á vinnustaðnum.“ Sherry Ruth E. Buot, framkvæmdastjóri ræstingasviðs, segir að mörg stærstu fyrirtæki landsins séu meðal viðskiptavina BG.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.