Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
K
Y
N
N
IN
G
R agnar Ólafur Magnússon er umsvifa-mikill ungur maður í veitingarekstri Reykjavíkur. Auk þess að vera eig-
andi og framkvæmdastjóri Iðusala á hann
einnig og rekur Kaffi Ólíver, Barinn og
Qbar.
Iðusalir eru í miðju
hjarta borgarinnar við Lækj-
argötu og hafa verið afar
vinsælir undir hvers kyns
mannfagnaði og veisluhöld.
Ragnar telur notkun sal-
anna nokkuð jafna yfir allt
árið en á haustin eru oft
og tíðum haldnir þar ýmsir fundir, starfs-
mannateiti, afmælisveislur og haustfagnaðir
ýmiss konar: „Við gerum miklar kröfur um
ferskt hráefni og bestu mögulegar matvörur.
Á boðstólum í veisluþjónustu okkar er úrval
af framandi réttum auk hinna ljúffengu
smárétta sem hafa notið mikilla vinsælda,“
segir Ragnar.
„Það er einnig mikið um svokölluð
„standandi partí“ en þá er fólk t.d. að kynna
tónlist eða bækur. Þá er
gjarnan pinnamatur á boð-
stólum og gott léttvín með.
Iðusalir eru eftirsóttir þegar
góða veislu gjöra skal enda
húsakynnin glæsileg og veit-
ingarnar framúrskarandi.
Staðsetningin er líka frábær
- með tilkomumiklu útsýni
yfir borgina.
Salurinn Nýja bíó, sem er á 4. hæð, er með
mikla lofthæð og er sérlega hentugur undir
ráðstefnur og kynningar. Hann tekur um
150 manns í sæti en um 200 í kokteilboð.
Tunglið nefnist salurinn á 3. hæð en hann
tekur allt að 120 manns í sitjandi borðhald
en allt að 150 manns í kokteilboð. Út frá
salnum er svo mjög skemmtilegt útisvæði á
svölunum, alls 200 fermetra, og þar er fjör að
hafa t.d. grillveislur. Svalirnar eru nýttar allan
ársins hring.
Auk Iðusala erum við einnig með á okkar
vegum salinn Lídó sem er á horni Ingólfs-
strætis og Hallveigarstígs. Það eru stór og
vegleg salarkynni sem taka um 480 manns
í sæti en Lídó er einmitt eftirsóttur undir
stærri samkvæmi eins og árshátíðir, brúð-
kaup, fermingar, jólahlaðborð og þess háttar.
Við hjá Iðusölum rekum líka fullkomna
veisluþjónustu þar sem hægt er að panta
ótrúlegt úrval rétta, hreinlega allt á milli
himins og jarðar!“ segir Ragnar brosandi að
lokum.
Iðusalir:
Glæsilegir salir
og framúrskarandi veitingar
Iðusalir eru eftirsóttir
þegar góða veislu gjöra
skal enda húsakynnin
glæsileg og veitingarnar
framúrskarandi.
Ragnar Ólafur
Magnússon,
eigandi Iðusala,
rekur einnig Kaffi
Ólíver, Barinn
og Qbar.