Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 komið yfir 5,0 þannig að þá verðlögðu sumir fjárfestar sparisjóðinn á yfir 100 milljarða króna. Með hluta- félagavæðingunni núna er verið að færa þennan stofnfjár- markað yfir á hlutabréfamarkað. EÐLILEGA hafa talsverðar umræður verið um hin gjörbreyttu skiptihlutföll í Spron í tengslum við hluta- félagavæðinguna og hvers vegna svo mikil áhersla hafi verið lögð á að keyra upp hlut stofnfjáreigenda með auknu stofnfé á undanförnum árum – sem hafa gjör- breytt hlutföllunum og rúmlega það – ekki síst þegar svo góð afkoma hefur verið af sparisjóðnum. ÞAÐ ER ennfremur athyglisvert að skoða hvernig málum væri háttað ef Kaupþing hefði keypt Spron undir lok ársins 2003 eins og búið var að semja um – en Alþingi stöðvaði söluna með sérstökum lögum um sparisjóðina og mátti heyra á þingmönnum á þeim tíma að þeir væru að koma í veg fyrir græðgisvæðingu stofn- fjáreigenda í Spron. KAUPÞING ætlaði að kaupa Spron á 9 milljarða. Þar af áttu stofnfjáreigendur að fá 3 milljarða og sjálfseign- arsjóðurinn 6 milljarða. Kaupþing var því að kaupa bæði hlut stofnfjáreigenda og hlut sjálfseignarsjóðsins og ætl- aði að greiða fyrir með eigin bréfum. Búið var að stofna sérstakan menningarsjóð utan um hlut sjálfseignarsjóðs- ins og átti hann að hafa fyrrnefnda 6 milljarða til umráða í byrjun. Þessi menningarsjóður hefði orðið geysisterkur bakhjarl við menningar- og líknarmál í landinu. MÖNNUM hefur reiknast til, út frá hækkun gengis hlutabréfa í Kaupþingi, að þessi menningarsjóður stæði núna í 25 til 30 milljörðum króna – svona eftir því hversu miklu fé hefði verið veitt úr honum. Sjálfseign- arsjóðurinn fær núna hins vegar 9 milljarða króna í tengslum við hlutafélagavæðingu Spron og ætla verður að það fé renni til menningar- og líknarmála. þessi tala miðast við að markaðsvirði Spron sé 60 milljarðar. EFTIR stendur að alþingismenn hafa hlunnfarið menninguna í landinu um 15 til 20 milljarða króna með því að koma í veg fyrir söluna á Spron til Kaup- þings í lok ársins 2003 – og allt undir formerkjum um að koma í veg fyrir græðgisvæðingu stofnfjáreigenda. Menningin tapaði á þessu inngripi alþingismanna, en stofnfjáreigendur stórgræddu! Jón G. Hauksson STOFNFJÁREIGENDUR í Spron fögnuðu innilega á fundi sínum í Borgarleikhúsinu hinn 21. ágúst sl. þegar þeir samþykktu að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. En í raun voru stofnfjáreigendur í Spron að fagna öðru og meira; þeir voru loksins orðnir eigendur að spari- sjóðnum. Áður áttu þeir ekki sparisjóðinn; núna eiga þeir hann. Sjálfseignarsjóðurinn, sem áður var stærsti eigandi sparisjóðsins, er núna með 15% hlut og í miklum minni- hluta. Sparisjóðirnir hafa verið sjálfseignarstofnanir og eins og nafnið bendir til eiga þær stofnanir sig sjálfar. FUNDURINN í Borgarleikhúsinu markaði fleiri djúp spor; hann var fyrsta stóra skrefið í þá átt að breyta öllum sparisjóðum landsins í hlutafélög. Þannig blasir við að á næstu misserum verða aðeins fjórir sparisjóðir í landinu; Spron, Byr, Sparisjóðurinn í Kefla- vík og Sparisjóður Mýrasýslu. Núna eru 23 sparisjóðir, en sú var tíð að þeir voru yfir 40 talsins. RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ Capacent samdi skýrslu um Spron fyrr á árinu í tengslum við hlutafélagavæðinguna og fann það út að markaðsvirði Spron hinn 31. mars sl. væri um 60 milljarðar króna. Takið eftir að sum- arið 2002 var Spron verðlagður á um 6 millj- arða. Munurinn er tífaldur. Þetta er ótrúlegur munur og skýrist af miklum hagnaði, auknu stofnfé og væntingum um að hlutafélagavæð- ingin skili auknum verðmætum. Í SKÝRSLUNNI komst Capacent að þeirri nið- urstöðu að eignarhlutur stofnfjáreigenda næmi 85% af hlutafénu, eða 51milljarði, en hlutur sjálfseignarsjóðs- ins væri 15%, eða 9 milljarðar. Þetta er byltingarkennd breyting frá árinu 2002 þegar hlutur sjálfseignarsjóðsins var 89% en stofnfjáreigenda 11%. EIN helsta skýringin á þessum gjörbreyttu hlutföllum er að Spron hefur aukið stofnfé sitt á undanförnum árum úr 485 milljónum króna í 20,5 milljarða og hefur þetta aukna stofnfé komið inn í sérstökum stofnfjárútboðum sem efnt hefur verið til. Hinn 31. mars sl. var eigið fé Spron komið í 30,5 milljarða og þar af var stofnféð 20,5 milljarðar og annað fé 10 milljarðar. SPRON hefur rekið sérstakan markað fyrir stofnfé þar sem stofnfjáreigendur hafa getað selt stofnfé sitt. Um tíma í sumar var gengi stofnfjárins á þessum markaði SPRON VERÐUR HLUTAFÉLAG: Stofnfjáreigendur orðnir eigendur RITSTJÓRNARGREIN Var Alþingi að hlunnfara menninguna í landinu um 15 til 20 milljarða króna með því að koma í veg fyrir söluna á Spron til Kaupþings í lok ársins 2003?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.