Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
Den spektakulære Palmi Haraldsson“ er hann kallaður í danska viðskiptablaðinu Børsen – tónninn er þó ekki alltaf svona vinsamlegur og sjálfum finnst honum Danir hafa verið heldur tregir að viðurkenna árangur íslenskra
fjárfesta í Danmörku.
Pálmi hefur, eins og fleiri íslenskir umsvifamenn, komist að því að
Ísland er of lítið og að nauðsynlegt sé að horfa líka í aðrar áttir eftir
viðskiptatækifærum. Hann hefur keypt fyrirtæki, að hluta eða öllu
leyti, í Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum og í Bretlandi.
Hann skilgreinir sjálfan sig sem „rekstrarfjárfesti“ og finnst gaman
að rýna í tölur til að leita tækifæra og skipta sér af rekstri fyrirtækja
því að hann hefur einlægan áhuga á rekstri.
Eftir að hafa klárað meistarapróf í rekstrarhagfræði í Svíþjóð
lá leiðin heim og 1991 tók hann við rekstri Sölufélags garðyrkju-
manna sem stóð illa. Hann sneri dæminu við. Á þessum tíma var
viðskiptaumhverfið á Íslandi að breytast, Sölufélaginu var breytt í
hlutafélagið Feng.
Eignarhaldsfélagið Fons er kjölfestan í fjármálaveldi Pálma: hagn-
aður í fyrra var 29,9 milljarðar, hreinar eignir þess eru metnar á 100
milljarða króna, þar af helmingur eigið fé.
Fons á hann með Jóhannesi Kristinssyni sem hann hefur starfað
með í mörg ár alveg síðan Fengur keypti Banana hf. af Jóhannesi
og fjölskyldu hans. Jóhannes er stjórnarformaður Fons, Pálmi fram-
kvæmdastjóri. Starfsmenn Fons eru aðeins sex – Pálmi trúir á einfald-
leika í rekstri og kýs frekar að kaupa þjónustu þegar á þarf að halda en
vera með stóran hóp í vinnu.
Pálmi hefur verið með annan fótinn í London undanfarin ár,
leigði í fyrstu en á nú íbúð í Chelsea og ljómar þegar hann er spurður