Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
K
Y
N
N
IN
G
Hljóðfærahúsið er þessa dagana að undirbúa flutning verslunar-
innar í Síðumúla 20 en þar mun
stærsta hljóðfæra- og tónlistar-
verslun landsins verða með
aðsetur sitt. Sindri Már Heimis-
son framkvæmdastjóri er sann-
færður um að nýja búðin muni
verða tónlistarunnendum mikið
gleðiefni:
„Við erum að sameina á einn
stað annars vegar Hljóðfæra-
húsið, sem hefur verið til húsa
að Laugavegi 176, og hins vegar
Hljóðfæraverslun Leifs Magn-
ússonar á Suðurlandsbraut sem
sérhæfir sig í sölu píanóa og
flygla. Nýja húsnæðið er tæp-
lega 1200 fermetra rými (með
lager) og við hyggjumst skipta
versluninni í deildir. Einnig
er ætlunin að bæta við okkur
merkjum, auka vöruúrvalið og
líklega fara út í fleiri vörulínur
eins og t.d. ýmislegt sem teng-
ist tölvum, alls kyns aukabúnað
fyrir hljóðfærin, nótur og tónlist-
arefni eins og tónleikamyndbönd
og geisladiska.
Sýn okkar byggir á því að
verslunin verði fjölþættari en
hin hefðbundna hljóðfærabúð.
Grunnhugmyndin er fyrst og
fremst sú að vera með skemmti-
lega og aðlaðandi verslun með
fjölþættri vöru og þjónustu.“
Eigið þið von á að nýjum við-
skiptavinum í kjölfar opnunar
nýju verslunarinnar?
„Vissulega, enda er eitt af meg-
inmarkmiðum okkar að gera
Hljóðfærahúsið aðgengilegra
fyrir allan almenning. Það eru
sífellt meiri kröfur frá viðskipta-
vinum eins og því fólki sem er
að byrja í tónlist, það vill spila
á eitthvert hljóðfæri og komast
í snertingu við tónlistina. Við
viljum leggja okkar af mörkum
til þess að fá fólkið meira inn til
okkar; sumir vilja ekki fara inn
í hljóðfæraverslanir, finnst þeir
ekkert erindi eiga þangað og vita
ekki um hvað þeir eiga að biðja.
Við ætlum að aðstoða þennan
hóp auk þess að bjóða upp á betri
þjónustu við fagfólk og skóla og
vera með meira vöruúrval.
„Konseptið“ er að vera með
allt á einum stað; lager og þjón-
ustu. Ef þú gengur inn í gítar-
deildina sérðu fullt af gíturum
og aukahlutum fyrir þá. Allt er
þetta innan seilingar og ef það er
gítarinn sem heillar þá verða t.d.
nótur, diskar með gítartónlist eða
kennsluefni í þeirri deild.“
Hljóðfærahúsið:
1200 m2 hljóðfæra- og tónlistarverslun
Einnig er ætlunin að bæta
við okkur merkjum, auka
vöruúrvalið og líklega fara
út í fleiri vörulínur eins og
t.d. ýmislegt sem tengist
tölvum, alls kyns auka-
búnað fyrir hljóðfærin,
nótur og tónlistarefni á
borð við tónleikamynd-
bönd og geisladiska.
„Við leggjum metnað okkar í að vera með skemmtilega og aðlaðandi verslun með fjölþætta vöru og
þjónustu,“ segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins.
H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð
Síðumúli 20 • 108 Reykjavík • 591 5350
AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM
Yamaha píanó.
Yamaha píanó og flyglar
með og án SILENT búnaðar.
Veldu gæði – veldu Yamaha!
Samick píanó.
Mest seldu píanó á Íslandi!
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 357.000 kr.
Goodway píanó.
Örfá eintök eftir á sérstöku tilboðsverði!
Verð frá 170.000 kr.
Estonia flyglar.
Handsmíðuð gæðahljóðfæri.
Steinway & Sons
Fyrir þá sem vilja aðeins það besta.
Til sýnis í verslun okkar.
Hver eru helstu merki
Hljóðfærahússins?
„Við erum með mjög stór,
vönduð merki. Í píanóum og
flyglum erum við með flagg-
skipið, Steinway&Sons, og svo
Yamaha og Estonia sem eru
handsmíðaðir flyglar frá Eist-
landi. Í gíturunum erum við að
sjálfsögðu með Fender, sem er
afgerandi stærsti gítarframleið-
andi heims og við bjóðum einnig
upp á mörg stór trommumerki
eins og Yamaha og Premier. Það
má segja með sanni að Hljóð-
færahúsið sé með allt frá klass-
ískum hljóðfærum upp í hljóð-
kerfi, upptökubúnað, rafmagns-
píanó og hljómborð.“