Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 61
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 61
skýranlegum leiðum en ég var snemma
ákveðinn í að læra hana ef ég ætlaði á annað
borð að læra eitthvað,” sagði Tryggvi.
Ráðinn sem forstjóri Askar Capital
Í nóvember 2006 höfðu fulltrúar Milestone
samband við Tryggva og sögðust vilja ná tali
af honum og biðja hann að mæta á fund. „Ég
hélt í fyrstu að þetta væri ósköp venjulegur
fundur þar sem biðja ætti Hagfræðistofnun
um ráðgjöf eða að vinna fyrir sig verkefni og
ég mætti á fundinn með því hugafari. Það
fór þó öðruvísi því eftir tveggja tíma fund
í hagfræði. Annar eiginleiki
sem líka hefur reynst honum
vel er hvað hann er viljasterkur
og duglegur. Ef Tryggvi þarf að
gera eitthvað gengur hann með
festu til verks og klárar það
hvort sem það er í starfi eða
heima fyrir.
Eitt af því sem er skemmti-
legt í fari Tryggva er að hann
fær reglulega skemmtilegar
dellur og getur fengið áhuga
á öllum sköpuðum hlutum en
svo er eins og hann klári dell-
una og snúi sér að öðru. Ég
hef sjálfur dellu fyrir góðum
vínum og hef safnað þeim og
smitaði hann af þeim áhuga.
En hann var fljótur að stinga
mig af og áður en ég vissi var
ég orðinn eins og sauðkind
í bílljósum og farinn að flytja
inn heilt bretti af víni eftir
rannsóknarleiðangur Tryggva
erlendis þar sem hann fann
efnilegan vínframleiðanda.
Tryggvi er afskaplega bón-
góður og viljugur þegar kemur
að því að hjálpa vinum sínum.
Ég og bræður mínir settum upp
söngleik þegar mamma var sjö-
tug og þegar það vantaði mann
í mannlegan pýramída þar sem
við röðuðum okkur hver upp
á annan var Tryggvi boðinn og
búinn til að hjálpa okkur. Þarna
stóð hann, þjóðargersemin
og mannvitsbrekkan, rammur
að afli með okkur kjöthleifana
mörg hundruð kíló að þyngd
og blés ekki úr nös. Hann var
reyndar svo skemmtilegur í
veislunni að mamma vildi helst
af öllu ættleiða hann og við
bræðurnir héldum að hann
væri týndi bróðirinn sem for-
eldrar okkar höfðu aldrei sagt
okkur frá,“ sagði Gunnar.
Axel Hall:
Sveigjanlegur
og fastur fyrir
Axel Hall aðjúnkt við Viðskipta-
deild Háskólans í Reykjavík
var samstarfsmaður Tryggva
hjá Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands í tíu ár. ,,Tryggvi er
einn af þeim sem hafa haft
sterk áhrif á mig í lífinu og er
um margt óvenjulegur maður.
Hann er skarpgáfaður, mann-
glöggur og ræðst yfirleitt ekki
á garðinn þar sem hann er
lægstur. Einn af hans sterk-
ustu kostum er hvað hann á
auðvelt með að umgangast
fólk og hann er naskur á að
laða fram hæfileika samstarfs-
fólks í einstökum verkefnum.
Hann gengur hreint til verks og
er óragur að blása í herlúðra ef
þörf krefur en er um leið fljótur
að rétta fram sáttarhönd og
hreinsa loftið þegar mál hafa
verið til lykta leidd. Tryggvi er
hreinskilinn en það er kostur
sem hefur bæði aflað honum
vina óvildarmanna.
Tryggvi er mikill fjölskyldu-
maður og ég hef haft lúmskt
gaman af því í seinni tíð að
sjá Tryggva fást við uppeldi
unglinganna. Þarna er maður
sem sjálfur hefur kynnst svo
mörgu í lífinu og sér í gegnum
allt múður. Tryggvi er óhræddur
við að nota eigin reynslu þegar
kemur að því að vera góður
uppalandi, er bæði sveigjan-
legur og fastur fyrir.
Starfsferill Tryggva sem
hljóðmaður í pönki og rokki,
klippari á Stöð 2, og í fræða-
störfum innan háskóla er ekki
hefðbundinn. Tryggvi sýnir líka
enn í verki að hann ætlar ekki
að staðna í starfi. Það er frekar
fátítt að menn sem hafi náð
hæstu stöðum á akademískum
vettvangi söðli um og varpi sér
í djúpu laugina í viðskiptalíf-
inu líkt og Tryggvi gerði í fyrra.
Karakterinn í Tryggva minnir
mig stundum á ævintýrið um
drenginn sem kunni ekki að
hræðast. Hann glúpnar ekki
fyrir neinu og höfum við margt
brallað saman,“ sagði Axel.
Tryggvi hefur mikla ánægju
af því að ferðast og úthald
hans í því efni er mun meira
en mitt. Við fórum einu sinni til
Úganda til ráðgjafarstarfa fyrir
opinbera stofnun þar. Flogið
var til Afríku yfir nótt og ferðin
tók um hálfan sólarhring.
Við áttum fund með heima-
mönnum stuttu eftir komuna til
Kampala. Mér er sérstaklega
minnisstætt að ég leit út eins
og draugur þegar við komum á
fundinn en Tryggvi var eins og
nýsleginn túskildingur,“ sagði
Axel.
Á unglingsárunum fyrir austan
var Tryggvi fremstur meðal
jafningja hvað almennan
töffaraskap varðaði, hann
hafði sig í frammi og var
áberandi. Þegar pönkið var við
lýði var Tryggvi í ekta svörtum
leðurjakka.
T R Y G G V I Þ Ó R H E R B E R T S S O N Í N Æ R M Y N D