Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
Hvers vegna að prófa
þennan bíl?
Ég hef löngum haft taugar til
tegundarinnar Ford. Sé hana
sennilega í einhvers konar sakn-
aðarljóma, Ford var jú Bíllinn
(með stórum staf ) hér áður fyrr.
Einnig er ég hallur undir bíla
sem komast fleira en malbikaðar
slóðir. Ég hef reynslu fyrir því
að jepplingar (hábyggðir aldrifs-
bílar án millikassa) geta að lang-
mestu leyti svalað þörf minni
(ímyndaðri eða verulegri) fyrir
akstur um fjallaslóðir og troðn-
inga. Jafnframt kann ég að meta
þægindi og rými – þess vegna
valdi ég að prófa Ford Edge.
Vél- og tæknibúnaður
Vélin í Ford Edge er 265 ha
V6 bensínvél og við hana 6
gíra sjálfskipting. Skiptingin er
ákaflega ljúf og nær ómerkj-
anlegt þegar hún rennir milli
gíra. Eins og gefur að skilja er
aflið nægilegt og alltaf til staðar,
en bíllinn sjálfur er rúmlega
1,8 tonn á þyngd og það þarf
nokkuð til að bifa því hlassi.
Drifið er við allar algengustu
kringumstæður á framhjólunum
en afturhjólin koma sjálfvirkt
með ef mishröðun verður milli
fram- og afturása (bíllinn ætlar
að fara að spóla).
Ford Edge er byggður á
grunnplötu Mazda 6 og deilir
ýmsum búnaði með Mazda
CX-9, þar með talið vélinni.
Þetta er síður en svo eins-
dæmi því Ford á verulegan
hlut í Mazda og svipaðir eða
jafnvel eins bílar hafa löngum
deilt með sér þessum tveimur
framleiðslumerkjum. Hvorum
tveggja til ávinnings.
Vinnuumhverfi
ökumanns
Ekilssætið í reynslubílnum
(SEL+-týpunni) er fjölstill-
anlegt með rafstýringum, nema
bakhallinn sem er handvirkur.
Tvö minni fyrir sætisstillingu
sem í mínu tilviki er óþarfi – við
hjón þurfum ekki annað en
stilla bakhallann hvort fyrir sig.
Úr sætinu er allt við höndina,
aðeins einn sproti út frá stýr-
isstöng og stýrir stefnuljósum
og þurrkum. Stýrishjólið er
svokallað „aðgerðastýri“, með
hnöppum til að stýra skriðstilli,
miðstöð og útvarpi. Útvarpið er
að sjálfsögðu amerískt í amer-
ískum bíl, sem þýðir að aðeins
er hægt að stilla á bylgjulengdir
sem hafa oddatölu fyrir aukastaf.
En það er með 5 diska spilara og
úttak fyrir ípot (tónhlöðu),.
Ford Edge er með upplýs-
ingatölvu, tölvustýrða miðstöð
með loftfrískun (AC), sérstill-
anlega fyrir hvort framsæti, en
aðeins einn miðstöðvarmótor.
Hirslur eru góðar, hanskahólf,
lokuð hirsla milli sæta og hólf
innan á hurðum, vasar aftan á
sætum. Reynslubíllinn er með
gríðarstóra sóllúgu framan og
aðra minni að aftan, sú fremri
opnanleg. Fullt af inniljósum
– sum með töf.
Þrátt fyrir tvískipt mið-
stöðvarkerfi (hægri/vinstri) er
ekki auðvelt að stjórna miðstöð-
inni. Stillingar blástursleiða eru
ekki eins fjölbreyttar og maður
á venjast. Ef hvort miðstöðvar-
kerfi hefði sinn mótor væri þetta
auðveldara viðfangs. Eins og er
verður farþeginn að þola blástur
ef bílstjórinn vill láta blása á sig.
Mælaborðssyllan speglast
óþægilega í framrúðunni og
truflar ökumann. Þetta venst
nokkuð en reynslutíminn dugði
ekki til að sættast fyllilega
við þetta – allra síst þegar
kemur í snöggar og kannski
óvæntar aðstæður, eins og upp
á krappan hrygg á fjallaslóða
þar sem vandséð er hvað tekur
Ford Edge
Gott innanrými
– afar vel búinn
Ford Edge er þykkur bíll og efnismikill og það sést utan á honum. Ekki eru allir
á eitt sáttir hvort sverir, krómaðir listar þvert um framendann séu fegurðarauki.
Fyrst þegar ég tók eftir svona bíl var það
einmitt frá þessu sjónarhorni. Hann var
gullórans á litinn og glæsilegur.
Mikil truflun er af speglun
mælaborðssyllu í framrúðu.
Farangursrými er ágætlega rúmgott eins
og flest annað í þessum bíl. Hagræði að
hægt er með einni snertingu við rofa þarna
aftur í að fella aftursætin, 40 eða 60%
(það er að segja: ef ekkert er í sætunum!)
Lífsstíll
BÍLAR: SIGURÐUR HREIÐAR