Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 80
Dögg segir að verkefnin séu mjög fjölbreytileg. „Einn viðskiptavinur vildi til dæmis fara með alla fjölskyldu sína, fimmtíu manns, í tveggja vikna ferð um heiminn. Annar við- skiptavinur sem hafði fengið okkur til að hanna snekkjuna sína að innan var svo ánægður að hann bað okkur að yfirfara eitt af hótelunum sínum. Þá unnum við í nokkrar vikur við að gera nákvæma skýrslu um öll smáatriði á hótelinu og komum með tillögur um hverju mætti breyta til að bæta hótelið. Eftir breyt- ingarnar jókst ánægja viðskiptavinanna úr 78% í 97%.“ Fjölbreytni og nýjar hugmyndir eru lykilorð í þessum geira og það gildir um bæði fyrirtæki Daggar. Þannig sá hún um að skipuleggja nokkurra daga veislu og uppákomur á eyju í Indlandshafi þar sem þurfti að byggja húsin til að hýsa gestina. Hvert hús hafði verið innréttað með þá í huga sem áttu að búa þar. Á hverjum degi voru mismunandi veislur, ferðir og skemmtiatriði. „Þetta snýst um að veita óaðfinn- anlega þjónustu og vita hvað gestirnir vilja áður en þeir vita það sjálfir. Ég þrífst á að koma fólki á óvart og gera meira en viðskiptavinurinn býst við að fá þegar hann skrifar undir samninginn.“ Best að slappa af á Íslandi Dögg segist mjög ánægð með lífið í London enda búin að koma sér vel fyrir í Chelsea-hverfinu. Margir viðskiptavina hennar eru með skrifstofur í London. „Ég er á ferðalagi um 250 daga ársins og því hentugt að búa í London upp á flug um allan heim.“ Ferðalögin eru óhjákvæmileg af því verkefnin eru víða og eins skiptir máli að safna ferskum hugmyndum. Sum verkefnin eru ár eða meir í undirbúningi svo það stendur mikið til þegar stóra stundin rennur upp. „Þetta er tímafrek vinna en það er uppörv- andi að ánægðir viðskiptavinir koma til okkar aftur og aftur.“ Frístundirnar eru ekki margar en Dögg segist reyna að taka sér vikufrí á hverju ári, og fara þá gjarnan til Maldives eyja. Þess á milli reynir hún að eiga nokkra daga á ári í sumarbústað sínum á Íslandi. „Mér finnst ekkert mjög auðvelt að gleyma vinnunni og slappa af en ég get það hvergi betur en þarna. Það er mikilvægt að gefa sér tíma til þess að hlaða batteríin og vera ekki alveg heltekin af því að vera að koma frá Kína í gær og fara til Parísar á morgun.“ „Ég er á ferðalagi um 250 daga ársins og því hentugt að búa í London upp á flug um allan heim.“ 80 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.