Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 53
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 53 Samkeppni hefur aukist mjög mikið á raftækja- og heimilistækja- markaði á undanförnum árum. Hvernig hafa Bræðurnir Ormsson mætt henni? „Við tökumst á við hana með mjög þekktum vörumerkjum í bæði hvítum og brúnum vörum. Merkjum eins og Pioneer, Sharp, Samsung og LOEWE sem er hágæðamerki og keppir við merki eins Bang & Olufsen. Í hvítu vörunni erum við líka með AEG, vörumerki sem hefur áunnið sér góða ímynd hér á landi í næstum 80 ár. Allt eru þetta vörumerki sem spjara sig mjög vel. Við erum ekki að keppa við lágvörukeðjur sem bjóða upp á óþekktari merki á lágu verði og oft á tíðum lítil gæði. Við erum að keppa í gæðavöru og leggjum höfuðáherslu á það að þjóna viðskiptavinum okkar þannig að þeir séu ánægðir og komi aftur til okkar.“ Hvaða tæki seljið þið mest af um þessar mundir og á hvaða sviði er samkeppnin mest? „Við erum með mjög sterka markaðshlutdeild í öllum vörum sem snúa að heimilistækjum. Á því sviði hefur markaðshlutdeild okkar vaxið frá ári til árs. Við eigum einnig mjög stóra hlutdeild í sjón- varpsmarkaðnum þar sem við erum aðallega að selja og vinna með þrjú vörumerki sem eru nú meðal þeirra sterkustu í heimi: Samsung, Pioneer og Sharp. Þá hefur okkur gengið mjög vel í sölu á eldhús- og baðinnréttingum og skápum frá HTH. Erum með mjög sterka hlut- deild í bæði verktakamarkaðnum og hjá einstaklingum.“ Hvernig skilgreinir þú fyrirtækið og hvernig lýsir þú ímynd þess? „Bræðurnir Ormsson verður 85 ára þann 1. desember og er því fyrir- tæki sem byggir á gömlum merg. Þegar við keyptum það hafði fyrir- tækið verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Ímynd félagsins hefur verið byggð upp á mörgum áratugum og við finnum að það er mjög þekkt á meðal fólks fyrir gæðavörur og góða þjónustu.“ SÍF og sameiningin Þú varst um árabil forstjóri í stórfyrirtækinu SÍF. Hver er meg- inmunurinn á að stýra því og fyrirtæki eins og Bræðrunum Orms- son? Gunnar Örn Kristjánsson er sestur í forstjórastól Bræðranna Ormsson – en hann er annar tveggja eigenda fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.