Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 111

Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 111
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 111 HugurAx er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtækið á Íslandi og þar starfa um 140 manns. Ósk Heiða Sveinsdóttir er nýráðin mark- aðsstjóri fyrirtækisins. „HugurAx varð til við sameiningu tveggja hugbúnaðarfyrirtækja á síðasta ári, Hugar, sem stofnað var árið 1986, og Ax hugbúnaðarhús sem stofnað var 1999. Við erum að þjóna fjölmennum og breiðum hópi viðskiptavina úr nánast öllum greinum íslensks atvinnu- lífs.“ Ósk Heiða var viðskiptastjóri hjá Ax hugbúnaðarhúsi við sam- eininguna og tók við stöðu mark- aðsstjóra HugarAx í ágúst sl.: „Starf mitt er mjög fjölbreytt og kem ég nálægt mörgum þáttum í starfsemi fyrirtækisins. Ég sé um markaðs- og kynningarmál þess, bæði þau sem snúa út á við og svo innri mál sem tengjast meðal annars viðburðum fyrir starfsmenn. Verkefnin eru mörg og krefjandi; það er aldrei nein lognmolla í mínu starfi, sem er einmitt það sem gerir það svo spennandi og fjölbreytt. Nú erum við t.d. á fullum krafti að undirbúa Cognos-ráð- stefnu sem verður haldin þann 6. september n.k. og afmæli- sgolfmót sem verður haldið dag- inn eftir. Um er að ræða 10 ára afmælisráðstefnu en Cognos hefur um árabil verið í fremstu röð stjórnendalausna fyrir stærri fyrirtæki, bæði hér heima og erlendis. Þetta er ein stærsta ráðstefna sem HugurAx hefur komið að, en fleiri koma að ráðstefnunni og fáum við m.a. fyrirlesara víðs vegar að úr heim- inum. Einnig er markaðs- og kynningarstarf vetrarins að fara af stað um þessar mundir og þar kennir ýmissa grasa.“ Ósk Heiða lauk prófi í við- skiptafræðum á alþjóðamarkaðs- sviði frá Tækniháskóla Íslands 2004 og lauk meistaraprófi í alþjóðaviðskiptum og markaðs- fræði frá Háskóla Íslands 2005. „Helmingurinn af því námi fór fram í Kaupmannahöfn og á ég góðar minningar frá veru minni þar. Við vorum fjórtán manns frá öllum heimshornum sem bjuggum saman á meðan á dvölinni í Kaupmannahöfn stóð. Þarna myndaðist skemmtilegur fjölþjóðlegur andi og er þessi tími mjög eftirminnilegur. Ég eignaðist þarna marga vini alls staðar að úr heiminum og öðl- aðist dýrmæta reynslu í því að umgangast og vinna með fólki með ólíkan menningararf.“ Helstu áhugamál Ósk Heiðu snúa að ferðalögum, útiveru og útivist. „Ég hef alltaf ferðast nokkuð mikið, bæði hér heima og erlendis. Ég er búin að vera talsvert á ferð um landið í góða veðrinu í sumar en fór einnig í þriggja vikna ferð til útlanda þar sem ég eyddi tveimur vikum í sólinni á Tenerife og var svo eina viku í Kaupmannahöfn þar sem ég endurnýjaði kynni mín af borginni með því að fara meðal annars á þær slóðir þar sem ég dvaldi meðan á náminu stóð.“ markaðsstjóri Hugar/Ax ÓSK HEIÐA SVEINSDÓTTIR Ósk Heiða Sveinsdóttir: „Við vorum fjórtán manns frá öllum heimshornum sem bjuggum saman á meðan á dvölinni í Kaupmannahöfn stóð. Þarna mynd- aðist skemmtilegur fjölþjóðlegur andi og er þessi tími mjög eftirminnilegur.“ Nafn: Ósk Heiða Sveinsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 26. júní 1980. Foreldrar: Sveinn Gunnarsson og Jóna Birna Guðmannsdóttir. Maki: Einhleyp. Börn: Barnlaus. Menntun: Viðskiptafræðingur, BS, af alþjóðamarkaðssviði frá Tækniháskóla Íslands. Meistaragráða, MS, í alþjóðavið- skiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.