Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
„SÍF var félag sem skráð var á hlutabréfamarkaði og þar voru fjöldinn
allur af hluthöfum. Í félögum skráðum á markaði verður oftar en ekki
uppstokkun á eignarhaldi og átök um yfirráð sem er í sjálfu sér ekkert
óeðlilegt. Þar var ég að vinna fyrir alla hluthafa og þurfti að hegða
mér með þeim hætti. Í dag er ég að vinna fyrir mig sjálfan og í nánu
samstarfi við félaga minn sem er mun skemmtilegra og meira gefandi.
Fyrir utan það að ég ræð mér sjálfur og það er engin stjórn sem hefur
aðrar skoðanir og áherslur eða segir mér fyrir verkum.“
Þú varst forstjóri SÍF á miklum umrótartímum og einn arkitekt-
anna að sameiningu SÍF og Íslenskra sjávarafurða. Varstu
ánægður með þá sameiningu?
„Sú sameining var ekki auðveld. Á þeim tíma var SÍF með 71% hlut
á móti 29% hlut Íslenskra sjávarafurða. Hluti af starfsemi beggja fyr-
irtækja átti í erfiðleikum og það fór mikil vinna og orka í að koma
fyrirtækjunum saman. Bæði voru þau líka að fara í gegnum miklar
breytingar á mörkuðunum og lentu á milli annars vegar kvótaeigenda
og fiskeldisframleiðenda og hins vegar svonefndra super- og hyper-
markaða. Því voru bæði fyrirtækin í mikilli baráttu og samkeppni við
að ná í hráefni og ná fram framlegð. Staðreyndin er sú að bæði SÍF og
Íslenskar sjávarafurðir áttu alla tíð erfitt með að ná viðunandi fram-
legð og Icelandic Group glímir enn við þann vanda. Auðvitað getur
maður alltaf spurt sig hvort hlutirnir hefðu átt að gerast öðruvísi. En
ég held að allir hjá SÍF og Íslenskum sjávarafurðum hafi lagt sig fram
við að klára þessa sameiningu eins vel og kostur var.“
Hvernig líst þér á stöðu íslensks sjávarútvegs í dag?
„Mér sýnist hún vera nokkuð góð. Þegar ég byrjaði hjá SÍF voru 450
framleiðendur í saltfiski en ætli stórir framleiðendur séu ekki innan
við fimmtán í dag. Það hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun í
þessum iðnaði. Þessi fyrirtæki eru líka með mjög öfluga stjórnendur
og ég er klár á því að þau eru miklu betur rekin en áður fyrr, enda eru
þau nú flest verið rekin með góðum hagnaði.“
Kærður og sýknaður
Á sama tíma og þú varst forstjóri SÍF varstu endurskoðandi trygg-
ingasjóðs lækna. Í kjölfarið varst þú ákærður fyrir vanrækslu á
endurskoðun sjóðsins en hefur núna að fullu verið sýknaður af
þeirri ákæru af dómstólum. En voru það mistök af þinni hálfu
að vera endurskoðandi sjóðsins á sama tíma og þú gegndir svo
umfangsmiklu forstjórastarfi á alþjóðavettvangi?
„Eins og fram hefur komið þá var það útilokað fyrir mig að sjá við
þeim blekkingum og fölsunum sem framkvæmdarstjóri sjóðsins
viðhafði og beitti gagnvart mér og stjórn sjóðsins. Eins og sagt er í
skjölum málsins þá voru þær „bæði fagmannlegar og lævísar“ Það
eru ekki mistök að sinna starfi ef unnið er af samviskusemi og alúð
– en það er og verður alltaf erfitt fyrir endurskoðendur að sjá við
fölsunum og blekkingum þegar þær eru framkvæmdar af fagmanni,
eins og þarna var.
Ég tel hins vegar að þessi ákæra hefði aldrei komið til ef efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar, sem kallaðir voru til,
hefðu unnið betur. Enda segir í dómi Hæstaréttar, þegar hann vísar
málinu frá, að ekki hafi verið grundvöllur fyrir ákærunni á þeim tíma
sem hún var gefin út, þar sem rannsókn málsins var öll í molum. Þar
segir einnig að ákæran hafi einfaldlega ekki uppfyllt lagaskilyrði. Það
er mjög erfitt að þurfa að sætta sig við það að fá á sig ákæru – sem er
grafalvarlegt mál fyrir hvern sem er – þegar í ljós kemur að þeir sem
að rannsókninni komu og áttu að gæta þess að farið væri að lögum
og unnið að heilindum skulu allir sem einn hafa brugðist skyldum
sínum. Þetta á bæði við þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra og þá endurskoðendur sem aðstoðuðu embættið
við rannsókn málsins.“
Í hverju var ákæran gegn þér fólgin?
„Ákæran var fólgin í því að ég hefði ekki sinnt endurskoðunarstarf-
inu. Úr þeim gögnum sem við höfum undir höndum í dag má ráða
að þeir sem komu að rannsókn málsins hafi í upphafi gefið sér það að
ég hafi enga vinnu unnið og skrifað upp á ársreikninga sjóðsins sem
„vinargreiða“ við framkvæmdastjóra hans. Í allri rannsókninni var ég
t.d. aldrei spurður út í þá vinnupappíra eða beðinn um að útskýra þá
vinnu sem ég vann og hægt var að lesa út úr þeim vinnupappírum
sem ég afhenti sjálfur. Ég var ekki einu sinni spurður hvort ég hefði
vinnupappíra undir höndum í upphafi rannsóknar. Vinnupappírar
mínir voru síðan grundvöllur minn til að sýna fram á með hvaða
hætti þær blekkingar og falsanir, sem framkvæmdastjóri sjóðsins við-
hafði, voru framkvæmdar.
Ég spyr mig í dag af hverju þessir sérfræðingar, sem báðir eru
löggiltir endurskoðendur, hafi ekki kallað mig fyrir og farið yfir þessi
gögn til þess að vega og meta hvort ég hefði átt að sjá við þessum
fölsunum.
Ég spyr mig líka af hverju báðir þessir aðilar tóku að sér að vera
tilkvaddir sérfræðingar í málinu en voru báðir frá upphafi vanhæfir
samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar. Annar vann fyrir sjóðinn sem
endurskoðandi á sama tíma og hann átti að rannsaka vinnupapp-
írana. Hinn var tengdur fjölskylduböndum einum af þeim læknum
G U N N A R Ö R N K R I S T J Á N S S O N
„Ég tel hins vegar að þessi
ákæra hefði aldrei komið
til ef efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra hefði unnið sína
vinnu – sem og þeir sérfræðingar
sem kallaðir voru til.“