Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
skiptunum fer hann að eins og skákmaður, skoðar marga leiki fram í
tímann og er alltaf búinn að tefla mörgum fleiri leikjum að aðrir.
Jón Ásgeir er frumkvöðull í útrásinni hér í Bretlandi. Þegar hann
var að byrja að reyna að kaupa Arcadia var Ísland ekki til á viðskipta-
kortinu hér í Bretlandi – og hér er eitt af stærstu hagkerfum heims.
Hann er einstaklega traustur maður og með þykkan skráp. Hann
hefur mætt þvílíkum mótvindi undanfarin ár vegna dómsrannsóknar
og málaferla. Mér hefur þótt pólitískur óþefur af því máli frá fyrsta
degi og það þýðir ekkert fyrir Sjálfstæðisflokkinn að reyna að þvo
hendur sínar af því að þarna voru menn, honum ekki þóknanlegir,
sem komust áfram. Þetta er skömm fyrir flokkinn og ég trúi ekki
öðru en Baugsmenn verð sýknaðir.
Það er ekki alltaf auðvelt að ná í Jón Ásgeir en
við finnum okkur stundum tíma hér, fáum okkur
þá kannski að borða saman og rissum eitthvað
á servíetturnar. Iceland-hugmyndin kom upp á
svona fundi.“
Skoski fjárfestirinn Tom Hunter er annar sem
þú hefur unnið með. Hvernig lýsirðu honum,
kannski engin tilviljun að Skotinn nær vel til
Íslendinganna?
„Ég hef hitt hann nokkrum sinnum og hann
er traustur samstarfsaðili og gífurlega aðlaðandi persóna. Já, hann er
mikill Skoti og það skiptir máli. Hann er mikill Íslandsvinur, með
stóru emmi. Hann á með okkur í Booker-keðjunni, situr í stjórn
Booker. Hann hefur séð hæfileika Jóns Ásgeirs og nýtt sér samstarfið
við hann sér og sínu félagi til framdráttar.“
Þáttur íslensku bankanna í útrásinni vanmetinn
Hvað einkennir íslenska fjárfesta umfram aðra?
„Ég vil trúa því að það ríki vinátta milli þeirra. Þeir geta dáðst að vel-
gengni hver annars án öfundar. Við erum allir Íslendingar í London
þó að við séum að gera ólíka hluti.
Ég held hins vegar að þáttur íslensku bankanna í útrásinni sé
vanmetinn: þeir eru hjartað í þessu öllu saman. Ef ekki eru peningar
kaupir enginn neitt. Ef bankanna hefði ekki notið við hefði útrásin
ekki orðið. Rótin að henni fólst í einkavæðingu bankanna sem leysti
mikinn kraft úr læðingi. Það er ekki langt síðan
og samt er Kaupþing orðinn einn af hundrað
stærstu bönkum í heimi – og þeir eru alls ekki
hættir.
Ef við gefum okkur að einhver íslensku bank-
anna geri mistök og kúrfan snúist við þá hefði
það auðvitað áhrif en ég held samt að þessi hætta
á miklum áhrifum á aðra sé liðin hjá. Hún var
vísast til staðar áður, en tæplega lengur.
Sama er með áhættu fyrirtækjanna við yfir-
tökur. Yfirtökur þeirra voru kannski allar skuld-
settar í byrjun en dæmin hafa gengið upp. Eflaust mun þeim ekki takast
allt, það væri eitthvað undarlegt ef svo væri og einhver mistök hljóta
verða gerð. Þá er bara að vona að tjón verði í lágmarki. Áhættan er ekki
jafnmikil núna og hún var framan af.“
Íslenska útrásin hefur
skapað gríðarlega reynslu
og þekkingu, það felst mikill
mannauður í útrásinni. Það
eru enn miklir möguleikar.
Útrásin hefur alls ekki náð
hámarki, held ég.
Helstu eignir Fons á Íslandi:
Fyrirtæki í eigu Fons:
Skeljungur,
Orkan,
Securitas.
Fyrirtæki að hluta í eigu Fons:
Plastprent (65%),
Stoðir (21%, stærsta fasteignafélag á
Norðurlöndum),
365,
Teymi,
Glitnir.
Helstu eignir Fons erlendis:
Iceland (30%),
Woodward (40%),
Hamleys (35%),
Julian Graves and Whittard
of Chelsea (20%),
Booker (11%).
Northern Travel Holding (42%).
Það félag á danska lággjaldaflugfélagið
Sterling, Iceland Express og Hekla
Travel í Danmörku, 51% í breska leigu-
flugfélaginu Astraeus og 29% hlut í
sænsku ferðaskrifstofunni Ticket.
Pálmi situr í stjórnum margra fyrirtækja
og er meðal annars stjórnarformaður í
Iceland, Sterling og Julian Graves and
Whittard of Chelsea.
VIÐSKIPTAVELDI PÁLMA
Viðskiptaveldi Pálma Haraldssonar, þessa 47
ára Reykvíkings sem ólst upp í Sundahverfinu
í Reykjavík og hefur frá því í bernsku haldið
með Þrótti, er stórt og víðfeðmt. Pálmi situr í
stjórnum margra fyrirtækja.
Hann rekur veldi sitt í gegnum eignarhalds-
félagið Fons sem hann á með viðskiptafélaga
sínum til margra ára, Jóhannesi Kristinssyni
í Lúxemborg. Eignir Fons nema um 100 millj-
örðum króna og eigið fé félagsins er um 50
milljarðar kr.