Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 K Y N N IN G N ú styttist í opnun nýs og glæsi-legs veitingasalar Bláa Lónsins sem tekinn verður í notkun snemma í haust. Salurinn er afar sérstakur en hann er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa lónið. Náttúrulegur klettaveggur, mikil loft- hæð og útsýni yfir sjálft lónið veita salnum skemmtilegan blæ. Veitingastaðurinn sem starfræktur verður í salnum mun bera nafnið Lava restaurant og óhætt er að segja að hann muni bera nafn með rentu. Árshátíðir og annar mannfagnaður Sveinn Sveinsson, sviðsstjóri veitingasviðs Bláa Lónsins hf., segir salinn rúma 300 gesti í sæti og bjóða upp á mikla mögleika. „Sérhönnuð tjöld eru í salnum og með þeim er hægt að skipta salnum í 2-3 hluta. Einnig er hægt að myrkva salinn með því að draga tjöld fyrir gluggana.“ Sveinn segir lýsingu salarins bjóða upp á fjölbreytta möguleika: „Klettaveggurinn er eitt megineinkenni salarins og getur t.d. skipt litum með því að breyta lýsingu á vegg- inn. Þau fyrirtæki sem kjósa að halda sam- kvæmi hjá okkur geta því með auðveldum hætti ljáð samkvæmunum persónulegt and- rúmsloft með því að hafa vegginn í þeim lit sem er mest einkennandi fyrir viðkomandi fyrirtæki og starfsfólk þess,“ segir Sveinn og brosir. „Í loftinu verða einnig flekar sem geta breytt um lit; burðarvirki í lofti valda mikilli þyngd og möguleiki er á að fara með fyrirferðarmikinn tækjabúnað eins og t.d. bíl inn í salinn.“ Matreiðslumenn Bláa Lónsins hafa unnið að þróun nýrra a la carte og hópmatseðla þar sem ferskt íslenskt hráefni er í fyrirrúmi. „Nýtt eldhús verður jafnframt tekið í notkun í haust þar sem öll aðstaða er sérhönnuð fyrir starfsemi okkar. Mikill metnaður hefur verið lagður í verkefnið og höfum við unnið með innlendum og erlendum sérfræðingum í að finna lausnir sem henta starfsemi okkar,“ segir Sveinn. Koníaksstofa og útsýnispallur Koníaksstofa og bar er á annarri hæð salarins þar sem tilvalið er að slaka á fyrir eða eftir góða máltíð. „Rýmið er skemmtilega hannað og gefur mikla möguleika fyrir minni sem og stærri hópa. Á góðviðrisdögum má einnig fara upp á þak byggingarinnar, sem jafn- framt er útsýnispallur, og njóta útsýnis yfir einstakt umhverfi Bláa lónsins,“ segir Sveinn að lokum. Bláa Lónið Nýr veitinga- og veislusalur Sveinn Sveinsson, sviðsstjóri veitingasviðs Bláa Lónsins, er stoltur af glæsilega, nýja salnum. Góð hugmynd – til að endurnýja lífsorkuna Frjó hugsun nærist best með góðri slökun í kraftmiklu umhverfi. Kynntu þér frábæra aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur í nærandi andrúmslofti Bláa lónsins. Nánari upplýsingar í síma 420 8806 og á radstefnur@bluelagoon.is www.bluelagoon.is Veitingastaðurinn sem starfræktur verður í salnum mun bera nafnið Lava restaurant og óhætt er að segja að hann muni bera nafn með rentu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.