Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 104

Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 Hvers vegna að prófa þennan bíl? Ég hef löngum haft taugar til tegundarinnar Ford. Sé hana sennilega í einhvers konar sakn- aðarljóma, Ford var jú Bíllinn (með stórum staf ) hér áður fyrr. Einnig er ég hallur undir bíla sem komast fleira en malbikaðar slóðir. Ég hef reynslu fyrir því að jepplingar (hábyggðir aldrifs- bílar án millikassa) geta að lang- mestu leyti svalað þörf minni (ímyndaðri eða verulegri) fyrir akstur um fjallaslóðir og troðn- inga. Jafnframt kann ég að meta þægindi og rými – þess vegna valdi ég að prófa Ford Edge. Vél- og tæknibúnaður Vélin í Ford Edge er 265 ha V6 bensínvél og við hana 6 gíra sjálfskipting. Skiptingin er ákaflega ljúf og nær ómerkj- anlegt þegar hún rennir milli gíra. Eins og gefur að skilja er aflið nægilegt og alltaf til staðar, en bíllinn sjálfur er rúmlega 1,8 tonn á þyngd og það þarf nokkuð til að bifa því hlassi. Drifið er við allar algengustu kringumstæður á framhjólunum en afturhjólin koma sjálfvirkt með ef mishröðun verður milli fram- og afturása (bíllinn ætlar að fara að spóla). Ford Edge er byggður á grunnplötu Mazda 6 og deilir ýmsum búnaði með Mazda CX-9, þar með talið vélinni. Þetta er síður en svo eins- dæmi því Ford á verulegan hlut í Mazda og svipaðir eða jafnvel eins bílar hafa löngum deilt með sér þessum tveimur framleiðslumerkjum. Hvorum tveggja til ávinnings. Vinnuumhverfi ökumanns Ekilssætið í reynslubílnum (SEL+-týpunni) er fjölstill- anlegt með rafstýringum, nema bakhallinn sem er handvirkur. Tvö minni fyrir sætisstillingu sem í mínu tilviki er óþarfi – við hjón þurfum ekki annað en stilla bakhallann hvort fyrir sig. Úr sætinu er allt við höndina, aðeins einn sproti út frá stýr- isstöng og stýrir stefnuljósum og þurrkum. Stýrishjólið er svokallað „aðgerðastýri“, með hnöppum til að stýra skriðstilli, miðstöð og útvarpi. Útvarpið er að sjálfsögðu amerískt í amer- ískum bíl, sem þýðir að aðeins er hægt að stilla á bylgjulengdir sem hafa oddatölu fyrir aukastaf. En það er með 5 diska spilara og úttak fyrir ípot (tónhlöðu),. Ford Edge er með upplýs- ingatölvu, tölvustýrða miðstöð með loftfrískun (AC), sérstill- anlega fyrir hvort framsæti, en aðeins einn miðstöðvarmótor. Hirslur eru góðar, hanskahólf, lokuð hirsla milli sæta og hólf innan á hurðum, vasar aftan á sætum. Reynslubíllinn er með gríðarstóra sóllúgu framan og aðra minni að aftan, sú fremri opnanleg. Fullt af inniljósum – sum með töf. Þrátt fyrir tvískipt mið- stöðvarkerfi (hægri/vinstri) er ekki auðvelt að stjórna miðstöð- inni. Stillingar blástursleiða eru ekki eins fjölbreyttar og maður á venjast. Ef hvort miðstöðvar- kerfi hefði sinn mótor væri þetta auðveldara viðfangs. Eins og er verður farþeginn að þola blástur ef bílstjórinn vill láta blása á sig. Mælaborðssyllan speglast óþægilega í framrúðunni og truflar ökumann. Þetta venst nokkuð en reynslutíminn dugði ekki til að sættast fyllilega við þetta – allra síst þegar kemur í snöggar og kannski óvæntar aðstæður, eins og upp á krappan hrygg á fjallaslóða þar sem vandséð er hvað tekur Ford Edge Gott innanrými – afar vel búinn Ford Edge er þykkur bíll og efnismikill og það sést utan á honum. Ekki eru allir á eitt sáttir hvort sverir, krómaðir listar þvert um framendann séu fegurðarauki. Fyrst þegar ég tók eftir svona bíl var það einmitt frá þessu sjónarhorni. Hann var gullórans á litinn og glæsilegur. Mikil truflun er af speglun mælaborðssyllu í framrúðu. Farangursrými er ágætlega rúmgott eins og flest annað í þessum bíl. Hagræði að hægt er með einni snertingu við rofa þarna aftur í að fella aftursætin, 40 eða 60% (það er að segja: ef ekkert er í sætunum!) Lífsstíll BÍLAR: SIGURÐUR HREIÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.