Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 105

Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 105
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 105 Lífsstíll við hinum megin – og kannski undir sól að sjá. Kannski er þetta betra með dökka mæla- borðssyllu – þó er ég ekki viss. Rými Innanrými er afar gott í þessum bíl, bæði framan og aftan. Fótarými í aftursæti með því mesta sem gerist. Þröskuldar nánast ekki til, mjög auðvelt inn- og útstig. Gott farangurs- rými. Varadekk undir skottgólfi, fullrar stærðar. Aksturseiginleikar Ford Edge er ágætlega kröft- ugur, fjöðrun frekar stíf (þó góð á þvottabretti), léttur í akstri og stöðugur. Fyrst í stað virkar hann nokkuð breiður en það venst á fyrstu kílómetrunum. Mitt val er að sitja fremur hátt við stýri og telst fullkomlega meðalmaður á hæð, en sé þó ekki frá stýri fram á fremri brún vélarhúss. Þetta gerir mat á stöðu framenda nokkru erf- iðara, en má venjast. Edge virkar mjög traustvekjandi í meðförum og fjórhjóladrifið skilar sínu fullkomlega. Hann er kannski í hastara lagi á holóttum eða grýttum slóðum, en á góðum malarvegum og bundnu slitlagi er hann eins og fiskur í vatni og fer vel með þá sem í honum er. Á lengri leiðum er bíllinn eins og hugur manns og alveg þokkalega hljóðlátur. Þó hefði ég vænst meira í því efni, af svona efnismiklum bíl og þetta dýrum. Verð/virði Reynslubíllinn var af gerð- inni SEL+ – dýrasta týpan, öll í leðri, ljósum og topplúgum. Virkilega vel búin og fín. Kostar 4.990.000. Ódýrasta týpan, SE, er aðeins 400 þús. kr. ódýrari. SEL er þarna á milli, 4.790.000. Ef þú hefur efni á bíl upp á 4,5 millur er ekki spurning að taka heldur aðeins lengra skref og skella sér á SEL+ – þú færð mikið fyrir þann mismun. Líklega er Ford Edge með því hagstæðara sem býðst, miðað við búnað og gæði. Eyðsla á reynslutíma: 12,8 – 14,8, eftir notkun. Miðað við stærð, þyngd og vélarstærð má það teljast viðunandi. SHH Edge er einkar auðveldur í umgengni. Engir þröskuldar að fótakefli og gott rými. Hurðir eru breiðar og opnast vel – sem er raunar tvíbentur kostur, t.d. ef lagt er í þröngt stæði. Bakkvörnin lét vita af lúpínubrúskinum! Svo mörg voru þau orð „Nýjar bandarískar athuganir benda til þess að framkvæmdastýrur bandarískra fyrirtækja, sem séu í svokölluðum Fortune 500 hópi, séu nú tæplega 16% stjórnenda og hefur hlutfallið lækkað frá 2005. Konum hefur einnig fækkað í hópi stjórnarformanna og skipa konur aðeins um 15% sæta í stjórnum stórfyrirtækjanna.“ Elva Brá Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur á greiningasviði Rannís. Morgunblaðið, 23. ágúst. „Í ljósi þeirra upplýsinga að einelti sé algengast á meðal yfir- manna er ljóst að margir yfirmenn þurfi á þjálfun að halda varð- andi eineltismál og hvernig taka skuli á þeim. Eineltismálum verður ekki útrýmt fyrr en stjórnendur setja sér stefnu varðandi eineltismál, taki á vandamálinu og ákveði að búa til menningu innan fyrirtækisins þar sem einelti er ekki liðið.“ Sif Sigfúsdóttir, markaðsstjóri viðskipta- og hagfræðideildar HÍ og stundakennari við HÍ. Markaðurinn, 8. ágúst. Æskumyndin er af Sólveigu Eiríksdóttur, eins eigenda Himneskrar hollustu. „Á myndinni er ég fjögurra ára og ekk- ert sérlega brosmild; nýbúin að eignast tví- burabræður. Fyrir átti ég einn eldri bróður og var ég búin að biðja Guð alla meðgönguna hennar mömmu um systur. Svo loksins varð mamma léttari og viti menn: Ég fékk tvo bræður. Ég efaðist alvarlega á þessum tímapunkti að Guð væri til og spurði séra Frank í sunnudagaskólanum hvort það gæti verið að Guð heyrði stundum svolítið illa, það er að segja ef hann væri þá til. Á þessum tíma fannst mér skemmti- legast að vera úti að leika mér, til dæmis í „fallin spýta“ og fót- bolta, með krökkunum í götunni. Einnig var ég mikið á skíðum, enda eyddi ég flestum sumrum uppi í Kerlingarfjöllum þar sem pabbi og félagar hans voru með skíðaskóla. Ég ætlaði líka að verða leikfimikennari á veturna og skíðakennari á sumrin.“ Sólveig Eiríksdóttir Æskumyndin: Kostir: + Rúmgóður + Þægilegur í umgengni + Aðkomuljós + Traustvekjandi Ókostir: - Hvimleiður glampi mæla- borðssyllu í framrúðu - Erfitt að stýra leiðum mið- stöðvar. - Ekki auðvelt að loka aftur- hlera án þess að verða óhreinn – ef hlerinn er óhreinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.