Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.2015, Page 11

Læknablaðið - 01.07.2015, Page 11
Strattera er nú samþykkt til að hefja meðferð við ADHD hjá fullorðnum Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20. 3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50. 5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53. 7. Wehmeier et al. Child Adolesc Phsychiatry Mental Health 2009; 3(1): 5. – Eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem tilheyrir ekki flokki örvandi lyfja1 – Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-7 – Tekið einu sinni á dag1 – Staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sýna að Strattera er góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni og áfengissýki1 Stöðug stjórn á einkennum beinir athyglinni frá ADHD Strattera LIL141201 LÆKNAblaðið 2015/101 351 Inngangur Pancoast-æxli eru sjaldgæf tegund af lungnakrabba- meinum og í flestum rannsóknum eru þau í kringum 5% þeirra.8, 11, 26 Þau eru nefnd eftir röntgenlækninum Henry Pancoast sem lýsti þeim fyrstur árið 1924.15 Pan- coast-krabbamein eru upprunnin í efsta hluta lungans og vaxa með ífarandi hætti í efsta hluta brjóstveggj- arins og aðlæg líffæri.21 Þannig eru þau skilgreind í nýjasta TNM-stigunarkerfinu (útgáfa 7) sem T3 eða T4 æxli, en undir þá skilgreiningu falla þau lungnaæxli sem vaxið hafa í nálæg líffæri eins og brjóstvegg, þind eða meginberkju lungans.4 Vegna staðsetningar valda Pancoast-æxli oft verk í öxl eða baki vegna ífarandi vaxtar í fleiðru á innan- verðu brjóstholi eða taugar í armflækju.3 Æxlin geta einnig valdið Horner ś heilkenni vegna vaxtar í drif- kerfistaugahnoð (sympatic ganglia) brjóstkassans sömu megin og einkennin eru. Þau geta einnig valdið rýrn- un á handarvöðvum og bjúg á griplim ef æxlið vex inn í armflækju og neðanviðbeinsbláæð.3 Þessi einkenni kallast einu nafni Pancoast-heilkenni. Meðferð Pancoast-æxla er flókin vegna stað- setningar þeirra í brjóstholinu og klínískrar hegð- unar. Brottnám æxlis með skurðaðgerð getur verið tæknilega krefjandi, bæði vegna nærliggjandi tauga til griplims og hættu á blæðingu frá æðum í inntaki brjósthols (thoracic inlet).16 Áður fyrr fólst læknandi meðferð við Pancoast-krabbameini í geislameðferð og síðar skurðaðgerð, en fimm ára lifun sjúkdómsins var þá aðeins í kringum 30%.19 Í dag er mælt með sam- tvinnaðari geisla- og lyfjameðferð fyrir skurðaðgerð,21 og er fimm ára lifun sjúkdómsins allt að 50% á stærri sjúkrahúsum.12, 18 Sterkustu forspárþættir lifunar eru 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2lungnadeild, 3meinafræðideild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. inngangur: Pancoast-æxli eru lungnakrabbamein sem vaxa út frá lungnatoppi í þak fleiðruhols og valda einkennum frá ífarandi vexti í aðlæg líffæri. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurðmeð- ferðar við Pancoast-æxlum á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerð við Pancoast-krabbameini í læknandi tilgangi á Landspítala á árunum 1991-2010. Skráð voru einkenni sjúklinga, fylgi- kvillar meðferðar og endurkomutíðni. Æxlin voru stiguð samkvæmt nýju TNM-stigunarkerfi. niðurstöður: Tólf sjúklingar gengust undir aðgerð á þeim 20 árum sem rannsóknin náði til, þar af 7 á hægra lunga. Algengustu einkenni voru verkur í herðablaði eða öxl (n=5) og/eða brjóstverkur (n=3), hósti (n=6) og meg run (n=5). Flest æxlanna voru af kirtilfrumugerð (n=5) eða flöguþekju- gerð (n=4). Meðalstærð æxlanna var 5,9 cm (bil: 2,8-15) og voru 5 á stigi IIB og 7 á stigi IIIA. Æxlin voru fjarlægð með hreinum skurðbrúnum í 10 tilfellum (83%). Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af en einn sjúklingur varð fyrir alvarlegum fylgikvilla sem var mikil blæðing í aðgerð. Einn sjúklingur fékk geisla- og lyfjameðferð fyrir aðgerð en 8 fengu geislameðferð eftir aðgerð. Níu sjúklingar greindust síðar með endurkomu sjúkdóms; fjórir með staðbundna endurkomu, fjórir með útbreiddan sjúkdóm og einn með hvort tveggja. Heildarlifun eftir 5 ár var 33% en miðgildi lifunar var 27,5 mánuðir (bil: 4-181). Ályktanir: Árangur skurðaðgerða og skammtímahorfur sjúklinga með Pancoast-krabbamein hafa verið góðar hérlendis. Langtímahorfur í þess- arri rannsókn voru hins vegar lakari en í nýlegum erlendum rannsóknum og tíðni staðbundinnar endurkomu há. Hugsanleg skýring gæti verið ófull- nægjandi stigun fyrir aðgerð og lítil notkun á samþættri geisla- og lyfja- meðferð fyrir aðgerð hjá sjúklingum í þessarri rannsókn. ÁgrIp Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is Greinin barst 29. mars 2015, samþykkt til birtingar 16. júní 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Árangur skurðmeðferðar við Pancoast-lungnakrabbameini á Íslandi Björn Már Friðriksson1 læknanemi, Steinn Jónsson2 læknir, Guðrún Nína Óskarsdóttir1 læknir, Andri Wilberg Orrason1 læknir, Helgi J. Ísaksson3 læknir, Tómas Guðbjartsson1,4 læknir T-stig æxlis, svörun við geisla- og lyfjameðferð og hrein- ar skurðbrúnir eftir aðgerð.1, 9, 12, 18 Um helmingur sjúk- linga greinist með endurtekið krabbamein sem oftast eru fjarmeinvörp fremur en staðbundið krabbamein.25 Í Læknablaðinu hafa áður birst greinar um árangur blaðnáms, lungnabrottnáms og fleygskurða við lungna- krabbameini hér á landi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurðmeðferðar við Pancoast- æxlum með sérstakri áherslu á skammtímafylgikvilla og langtímalifun sjúklinga. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem greindust með Pancoast-krabbamein í lungum og gengust undir skurðaðgerð á Landspítala frá 1. janúar 1991 til 31. desember 2010. Aðeins voru tekin með tilfelli þar sem skurðaðgerð var beitt í læknandi tilgangi en könnunaraðgerðum (explorative thoracotomy) var sleppt. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, frá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Pancoast-æxli voru skilgreind sem lungnakrabba- mein af ekki smáfrumugerð (non small-cell lung cancer, NSCLC) sem uxu út frá lungnatoppi eða efra lungnablaði og þaðan út í innri fleiðru (pleura parietale) brjóstkassa eða dýpra í brjóstkassa/aðlæg líffæri, í hæð við fyrsta rif eða ofar.5, 21 Einkenni Pancoast-heilkennis voru ekki forsenda fyrir greiningu Pancoast-lungnakrabbameins. Sjúklingar voru fundnir með leit í tveimur að- skildum skrám, annars vegar úr rafrænni aðgerðar- og greiningarskrá Landspítala og hins vegar úr gagna- R a n n S Ó k nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.06.35

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.