Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Síða 18

Læknablaðið - 01.07.2015, Síða 18
358 LÆKNAblaðið 2015/101 eru taldar gegna lykilhlutverki í meingerð BVLLT eins og nánar verður rætt um síðar. Áhættuþættir Fjöldamargir áhættuþættir versnana eru þekktir eins og sjá má í töflu I.1-3,8 Nýleg rannsókn frá Bergen í Noregi sýndi að meðal áhættuþátta var kvenkyn, aldur, alvarlegri sjúkdómur, lang- vinnur hósti, notkun innúðastera og fyrri versnanir.9 Lýst hefur verið svipgerð sjúklinga með LLT sem hafa tíðar versnanir. Meðal áhættuþátta eru aldur, fyrri versnanir og vaxandi lungnateppa.8,10 Áhrif hjásjúkdóma Erfitt getur verið að greina á milli kerfiseinkenna LLT og hjá- sjúkdóma (comorbidities).11,12 Hjásjúkdómar hafa því verið skil- greindir sem sjúkdómar sem eru til staðar á sama tíma og BVLLT með hærri tíðni en í almennu þýði og hafa áhrif á framvindu og meðferð BVLLT. Nokkrir þessara hjásjúkdóma eru sýndir í töflu II.3 Hvort hjásjúkdómar valda bráðum versnunum, líkjast þeim, eða stuðla að svæsnari versnunum eða sambland af þessu öllu er ekki alltaf vitað og oft erfitt að átta sig á. Það er hins vegar ljóst að hjásjúkdómar stuðla að sjúkrahúsinnlögnum, lengja þær og auka dánartíðni innlagðra sjúklinga.13 Orsakir Algengt er að sýkingar valdi versnunum.14,15 Margar rannsóknir sýna að allt að 70% versnana séu vegna sýkinga. Þær skiptast svo til helminga í bakteríusýkingar og veirusýkingar. Nokkrar algeng- ar gerðir eru sýndar í töflu III.3 Einnig getur verið um blandaða mynd veiru og bakteríusýkingar að ræða. Loftmengun er talin önnur algeng orsök.1,3,15 Safngreiningar hafa sýnt að loftmengun bæði innanhús og utan geta stuðlað að bráðum versnunum.15 Rannsókn frá Reykjavík sýndi að bráðainn- lagnir á Landspítala vegna hjarta- og lungnasjúkdóma tengdust ósongildum í andrúmslofti.16 Önnur rannsókn sýndi að aukinni utanhússloftmengun fylgdi aukin notkun á innúðalyfjum.17 Í mörgum tilfellum er orsök versnunar óþekkt, sem mætti einnig líta á sem áskorun um að þörf sé á meiri vísindarannsóknum sem leitast við að skilja orsakir BVLLT betur.14 Mismunagreiningar Lungnasegarek getur verið með svipuðum einkennum og BVLLT, sérstaklega mæði.3 Rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni lungnasega- reks hjá sjúklingum með BVLLT.19 Vegna þessa er mikilvægt að hafa lungnasegarek í huga hjá þessum sjúklingum. Mikilvægt er að kanna áhættuþætti lungnasegareks með Wellsskori og skoða sjúkling með tilliti til bláæðasega í ganglimum. Ef klínískur grun- ur er sterkur ætti að gera tölvusneiðmynd af lungnaæðum.20 Hjartabilun getur einnig verið með svipuðum einkennum og BVLLT og er þá einkum átt við mæði. Mikilvægt er að skoða sjúk- linga með BVLLT vel og þannig þarf að athuga með nýlega aukn- ingu á líkamsþyngd, athuga með brakhljóð við lungnahlustun og meta útlægan bjúg og þenslu á bláæðum á hálsi. Þá getur mæling á BNP einnig verið hjálpleg.21 Loftbrjóst getur lýst sér með skyndilegri mæði og brjóstverk og er hægt að rugla saman við BVLLT.1,2,3 Loftbrjóst er algengt í sjúklingum með LLT. Lungnaskoðun getur vakið grun um loft- brjóst og hægt er að staðfesta greiningu með röntgenmynd af lungum, ómskoðun af brjóstkassa og í stöku tilfellum þarf tölvu- sneiðmynd, sérstaklega hjá sjúklingum með stórar loftblöðrur af völdum lungnaþembu. Astmi getur verið til staðar samhliða langvinnri lungnateppu. Astmi byrjar yfirleitt fyrr á lífsleiðinni, tengist ofnæmi og ein- kenni eru meira á kvöldin og að næturlagi. Þá er meiri breytileiki í einkennum og þau geta horfið inn á milli.2 rannsóknir Blóðrannsóknir Algengt er að rannsaka blóðhag til að útiloka blóðleysi og meta hækkun á hvítum blóðkornum til að segja til um sýkingu. Reynt hefur verið að nota mælingu á C-reactive protein (CRP) til að meta hvort um sýkingu sé að ræða og greina á milli bakteríu og veiru- sýkinga. Ekki hefur fundist fylgni þar á milli og er því ekki hægt að nota CRP-hækkun sem mælikvarða á sýkingu. Brain natriuretic peptide (BNP) getur hjálpað til að greina hvort aukin mæði stafi af hjarta- eða lungnavandamáli.21 Y F i R l i T S G R E i n Tafla I. Áhættuþættir bráðra versnana. Hækkandi aldur Lengd sögu um langvinna lungnateppu Alvarleiki loftvegateppu Sýklun á loftvegum Fyrri saga um notkun innöndunarlyfja Hjásjúkdómar Langvinnur berkjuslímuppgangur Léleg lífsgæði Blautur hósti og surg Fyrri saga um versnanir Sýklalyfja- eða steranotkun um munn Tafla II. Nokkrir hjásjúkdómar langvinnrar lungnateppu Hjarta- og æðasjúkdómar Þunglyndi Hjartabilun Kvíði Lungnaháþrýstingur Vélindabakflæði Lungnasegarek Sykursýki Beinþynning Svefntruflanir Tafla III. Sýkingavaldar í BVLLT. Bakteríur Tíðni % Hemofilus influenzae 20-30 Streptokokkus pneumoniae 10-15 Moraxella cataralis 10-15 Pseudomonas aeruginosa 5-10 Veirur Rhinoveira 10-25 Parainflúensuveira 5-10 Inflúensuveira 5-10 Respiratory syncytial veira 5-10

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.