Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Síða 24

Læknablaðið - 01.07.2015, Síða 24
364 LÆKNAblaðið 2015/101 araukningu og segulskinsbreytingum í vinstra innhýði (insula) og gráhýði (putamen) (mynd 2). Sama dag var gerð hjartaómun sem var eðlileg. Ítarlegar blóðprufur með tilliti til storkugalla komu allar eðlilega út. Aðfaranótt fjórða dags eftir upphaf veikinda versnuðu ein- kenni aftur með versnandi höfuðverk, helftarlömun og málstoli. Tekin var tölvusneiðmynd af höfði sem sýndi drep í gagnauga- og hvirfilblaði (temporoparietalt) vinstra megin og aftan til í vinstra gráhýði (mynd 3). Daginn eftir var gerð hefðbundin æðarannsókn (cerebral angiog- raphy) af heilaæðum. Var þá lokunin sem hafði sést á TSA horfin en þó sást hægt flæði í undirgreinum aftan til í næringarsvæði vinstri miðlægrar heilaslagæðar og lítil háræðafylling á því svæði (mynd 4). Sama dag var endurtekin segulómun af heila með æða- rannsókn (SÓA) og sáust á henni drepvæði aftantil í gráhýði og í innhýði vinstra megin auk dreps í heilaberki í vinstra gagnauga- blaði (mynd 5). Ekki var óyggjandi sýnt fram á flysjun eða sega en innankúpuhluti miðlægrar heilaslagæðar auk A1 greina voru aðeins mjóslegnar. Stúlkan hafði enga fyrri sögu um mígreni eða aðra taugasjúk- dóma og fjölskyldusaga var einnig neikvæð. Hún hafði engin lyf tekið fyrir upphaf einkenna. Engin saga var um áverka eða mikla áreynslu heldur aðeins væga upphitun við upphaf einkenna. Eins og fyrr sagði var í fyrstu grunur um blóðsega eða flysjun. Ekki sáust þó merki um slíkt á síðari æðarannsókn eða segulómun og einnig hafði þrengingarsvæði breytt um staðsetningu sem mælir gegn flysjun. Vaknaði því grunur um HASH, ekki síst vegna höfuð- og hálsverkja sem stúlkan fann fyrir og versnunar einkenna fjórum dögum eftir upphaf þeirra. Meðferð með létthep- aríni var stöðvuð og þess í stað sett inn asetýlsalicýlsýru. Einnig var hafin meðferð með kalsíumgangahindranum nimodipín. Á þeim fjórum mánuðum sem liðið hafa frá upphafi einkenna hefur verið hægur en stöðugur bati, en eftir sitja væg helftarlömun og málstol. Tafla I. Eldri heiti yfir HASH.10 Isolated benign cerebral vasculitis Acute benign cerebral angiopathy Reversible cerebral segmental vasoconstriction Call-Fleming syndrome Central nervous system pseudovasculitis Benign angiopathy of the central nervous system Post-partum angiopathy Migraine angiitis Migrainous vasospasm Primary thunderclap headache Cerebral vasculopathy Vasospasm in fatal migrainous infarction Mynd 2. Segulóm- mynd (T2 myndaröð) af höfði sem sýnir vægan bjúg í vinstra innhýði og gráhýði. Mynd 3. Tölvu- sneiðmynd af höfði sem sýnir drepsvæði í gagnauga- og hvirfilblaði vinstra megin. Mynd 4. Æðarannsókn af heilaæðum sem sýnir litla háræðafyllingu aftantil á nær- ingarsvæði vinstri miðlægrar heilaslagæðar. S J Ú k R a T i l F E l l i

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.