Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2015, Side 25

Læknablaðið - 01.07.2015, Side 25
LÆKNAblaðið 2015/101 365 Umræður Ítarlegar rannsóknir leiddu ekki í ljós hvað olli einkennum stúlkunnar. Flysjun var ekki staðfest með myndgreiningu, en sé flysjun til staðar sýnir TSA til dæmis blóðsega eða þykknun í æða- vegg eða einkennandi tvöfalt hol í viðkomandi æð. SÓA getur þá einnig sýnt óregluleika í æðaveggnum eða blæðingu í blóðsega.4 Einnig mælti breytt staðsetning þrengingarsvæða við endurteknar myndrannsóknir gegn flysjun. Blóðsegi þótti ólíkleg skýring þar sem blóðsegi sást ekki á segulómun, stúlkan hefur enga þekkta áhættuþætti fyrir blóðsegamyndun og blóðþynningarmeðferð var hafin þegar versnun átti sér stað. Líklegasta skýringin á einkenn- unum var því talin vera HASH. HASH er samheiti yfir hóp sjúkdóma sem valda samdrætti eða spasma í heilaæðum. Slíkum tilfellum hefur verið lýst frá árinu 1960 undir mörgum mismunandi nöfnum (tafla I).5 Í grein árið 2007 kom heitið reversible cerebral vasoconstriction syndrome fyrst fram.6 Í þeirri grein var einnig lögð fram tillaga að greiningarskilmerkjum (tafla II), en ekki er tekið fram hversu mörg þessara skilyrða þarf að uppfylla fyrir örugga greiningu. Nýgengi heilkennisins er ekki þekkt en margt bendir til þess að það sé vangreint.5 Heilkenninu hefur verið lýst hjá sjúklingum á aldrinum 10-76 ára og er algengara hjá konum.7 Meinalífeðlisfræði heilkennisins er ekki að fullu þekkt, en virð- ist tengjast tímabundinni truflun á stjórn vöðvaspennu í heila- æðum.8 Kenningar um tilurð þessarar truflunar fjalla meðal ann- ars um ofvirkni ósjálfráða taugakerfisins, vanvirkni æðaþels og oxunarálag.5 Þessi truflun getur verið sjálfsprottin eða komin til vegna áreitis, svo sem við eða eftir fæðingu eða inntöku æðavirkra lyfja, svo sem æðaþrengjandi nefúða, mígrenilyfja og kannabis.8 Þessir tveir áhættuþættir finnast hjá um helmingi sjúklinga.5 Hjá stórum hluta sjúklinga koma einkenni fyrst fram við líkamlega áreynslu svo sem hósta, hnerra, samfarir eða höfuðhreyfingar eða við andlegt uppnám.8 Hjá 20-40% sjúklinga er fyrri saga um mígreni, en óljóst er hvort einkenni skýrist af sjálfu mígreninu eða inntöku mígrenilyfja5. Hálsæðaflysjun hefur verið tengd við HASH, en ekki er ljóst hvort hún er orsakaþáttur eða afleiðing sjúkdómsins.5 Algengasta og oft eina einkennið er höfuðverkur, sem oft er skyndilegur og svæsinn og vekur grun um innanskúmsblæð- ingu.7 Höfuðverkurinn er oftast dreifður beggja vegna í höfðinu.5 Verkirnir standa oftast stutt, eða í eina til þrjár klukkustundir, og koma oft í endurteknum köstum á allt að fjórum vikum. Milli kasta er oft stöðugur, vægur höfuðverkur.5 Í sumum tilfellum er höfuðverkurinn þó vægari og jafnvel ekki til staðar í einstaka tilfellum.9 Hjá þeim sjúklingum sem hafa sögu um mígreni er verkurinn ólíkur mígrenihöfuðverknum að gerð, staðsetningu og alvarleika. Höfuðverknum getur fylgt ógleði og viðkvæmni fyrir ljósáreiti.5 Staðbundin brottfallseinkenni, svo sem máttminnkun, minnk- að snertiskyn, þvoglumælgi, sjóntruflanir og málstol, koma fram í 8-43% tilfella.10 Koma þau fram að meðaltali 7,3 dögum eftir fyrsta höfuðverkjakastið.8 Ef þessi einkenni vara í meira en 24 klukku- stundir er ólíklegt að þau gangi yfir og bendir það þá til þess að heiladrep hafi átt sér stað5, en það gerist hjá 7-54% sjúklinga.8 Innankúpublæðing getur komið fram, einkum innanskúmsblæð- ing í 30-34% tilfella.10 Blæðing er algengari fylgikvilli hjá konum, eldri sjúklingum og sjúklingum með fyrri sögu um mígreni.5 Eitt til sautján prósent sjúklinga fá flog.10 Rétt er að taka fram að þar sem heilkennið er líklega vangreint í vægari tilfellum er líklegt að alvarlegir fylgikvillar séu í raun fátíðari en hér kemur fram. Gullstaðall greiningar er hefðbundin æðarannsókn sem sýnir þrengingar á stórum og miðlungsstórum æðum í heila með víkk- uðum köflum á milli, svokallað „perlur á streng“ útlit.8 Einnig má greina þessar breytingar á TSA, SÓA eða dopplerrannsókn í gegn- um höfuðkúpu, og er næmi þeirra rannsókna um 70-80% miðað við hefðbundna æðarannsókn.11 Ef sterkur grunur er um HASH og TSA eða SÓA eru eðlilegar er því mælt með því að fá hefðbundna æðarannsókn. Breytingarnar geta verið mismunandi milli daga og hjá um þriðjungi sjúklinga sjást engar þrengingar fyrstu vikuna eftir upphaf einkenna,11 en hámarksþrengingar sjást á greinum miðlægrar heilaslagæðar um 16 dögum eftir upphaf einkenna.7 Ekki sjást einkennandi breytingar í æðasýnum en sýnataka hefur gildi til útilokunar á æðabólgu.7 Meðferð beinist að því að fjarlægja kveikjur, minnka einkenni og víkka út þrengingar. Fylgjast skal vel með blóðþrýstingi og halda góðri vökvun. Æðavíkkandi lyf, svo sem nimodipín, ver- apamíl og magnesíumsúlfat, hafa verið notuð til að draga úr æðasamdrættinum og er nimódipín þeirra mest notað.7 Sú með- ferð minnkar tíðni og alvarleika höfuðverkja en virðist ekki stytta tímann sem æðasamdrátturinn varir, og hefur ekki verið sýnt Tafla II. Greiningarskilmerki.6 Bráðir, sárir höfuðverkir með eða án annarra taugaeinkenna Einfasa sjúkdómur án nýrra einkenna mánuði eftir upphaf einkenna Engin merki um innanskúmsblæðingu Eðlilegt mænuvökvasýni Dreifðar þrengingar í heilaæðum á hefðbundinni æðarannsókn, TSA eða SÓA Engar þrengingar á heilaæðum við endurtekna myndrannsókn þremur mánuðum eftir upphaf einkenna TSA: Tölvusneiðmynd með æðarannsókn. SÓA: segulómun með æðarannsókn Mynd 5. SÓ (flæði- mynd) af heila sem sýnir takmarkað flæði í litlum punkti í inn- hýði, gráhýði og dreift í gagnaugablaði vinstra heilahvels. S J Ú k R a T i l F E l l i

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.