Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2015, Síða 34

Læknablaðið - 01.07.2015, Síða 34
374 LÆKNAblaðið 2015/101 Samtök norrænna svæfinga- og gjör- gæslulækna héldu stórt þing í Hörpu um miðjan júnímánuð. Um 1000 gestir frá nær 40 löndum sóttu þingið sem stóð í þrjá daga með viðamikilli dagskrá í mörgum sölum samtímis. Vísindatímarit samtakanna Acta Anaesthesiologica Scandinavica veitti vegleg verðlaun fyrir besta frjálsa erindið, 25.000 D.kr., og var það vísindanefnd samtakanna sem valdi, en einnig voru veitt fern önnur verðlaun, 15.000 D.kr. hver. Martin Ingi Sigurðsson, sem nú stundar sérnám í svæfinga- og gjör- gæslulækningum við Brigham og Women ś sjúkrahúsið í Boston, hlaut fyrstu verðlaun fyrir rannsókn sína "Familiarity and Genetic Risk Factors of Acute Kidney Injury". Læknablaðið óskar honum til hamingju. Sérstakur gestur þingsins var Jean- Louis Vincent, prófessor í gjörgæslu- lækningum við læknadeild Háskólans í Brussel og yfirlæknir gjörgæsludeildar Erasmusar-háskólasjúkrahússins. Vincent flutti opnunarfyrirlestur þingsins sem kenndur er við Asmund Laerdal og hlaut við það sama tækifæri Laerdal-viðurkenninguna sem hann sagði að sér þætti sérstaklega vænt um og mikill heiður að þiggja. Alma D. Möller var forseti þings Sam- taka norrænna gjörgæslu- og svæfinga- lækna og hún sagði þingið hafa verið vel heppnað og vel sótt. „Samtökin halda slíkt þing annað hvert ár, til skiptis á Norður- löndunum fimm. Þetta var gríðarlegt verkefni fyrir okkur þar sem við erum einungis 46 félagar í Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Íslands. Þingið var mjög viðamikið, og 8-9 salir í gangi samtímis. Auk fyrirlestra voru haldnar vinnubúðir og fullkomin hermiþjálfun en til þess fengum við aðstoð frá fremstu hermisetrum í Noregi og Danmörku. Það er tilfinnanlegt hvað okkur vantar hermi- og þjálfunarsetur á Íslandi en unnið er að því að koma slíku á laggirnar. Við fram- kvæmd þingsins gekk allt upp og menn eru yfir sig ánægðir með hvernig til tókst og nú rignir þakkarbréfunum yfir okkur og ráðstefnuskrifstofuna, Athygli ráð- stefnur. Einnig var mönnum tíðrætt um hve aðstaðan í Hörpu er frábær.“ gjörgæslusjúklingar ólíkir innbyrðis Jean-Louis Vincent hefur um árabil verið einn virtasti sérfræðingur á sínu sviði og hlotið fjölda viðurkenninga og gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum á glæsilegum ferli sem spannar 40 ár. Hann er höfundur um 800 fræðigreina og hefur ritstýrt 86 bókum um sérgrein sína. Hann er nú- verandi ritstjóri tímaritsins Critical Care, Current opinion in Critical Care and ICU Management. Vincent flutti þrjá fyrirlestra á þinginu og ræddi meðal annars árangur klínískra rannsókna og hvernig bæta mætti öryggi og gæði lækninga í gjörgæslu. „Fyrirlestur minn í dag snerist aðallega um klínískar rannsóknir í gjörgæslulækn- ingum og hvort við séum á réttri leið í slíkum rannsóknum, þar sem sjónum er fyrst og fremst beint að dánartíðni sjúk- linga. Það hefur hingað til verið talin rétta leiðin að horfa til dánartíðninnar í rann- sóknum á árangri í gjörgæslulækningum en það má vel vera að það sé ekki rétta nálgunin. Gjörgæslusjúklingar eru mjög ólíkir innbyrðis og við teljum núna að rétt- ara sé að velja sjúklingahópa til rannsókna útfrá lífsmörkum, tilteknum sjúkdómum og með því að horfa á aðra þætti en einungis lífslíkur. Hindrun líffærabilunar gæti, til dæmis, verið betri viðmiðun en dánartíðni. Við sjáum líka viðleitni til að staðla meðhöndlun en það getur verið vandkvæðum bundið þar sem sjúklingar okkar þurfa ólíka meðferð. Við þurfum ennþá góða lækna við rúmstokkinn sem geta metið ástand sjúklingsins. Í erindi mínu í gær lagði ég einmitt áherslu á einstaklingsbundnar lækningar og ég tel það skipta miklu máli að átta sig á því að fólkið sjálft getur haft veruleg áhrif á árangur lækninganna. Þar skipta öryggi og gæði þjónustunnar höfuðmáli. Tölvukerfi og tæknibúnaður koma ekki í stað fólksins en geta sannarlega stuðlað að betri þjónustu. Við munum því ekki vera meðhöndluð af vélum í framtíðinni, að minnsta kosti ekki í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Teymisvinna og samskipti „Öryggi og gæði eru lykilatriði í nútíma lækningum og styðja hvort annað,“ segir Vincent. „Læknisfræðin hefur tileinkað sér aðferðir og staðla við mat á öryggi úr farþegaflugi en sú grein hefur verið í fararbroddi hvað öryggi varðar. En þegar eitthvað fer úrskeiðis er ekki leitað að sökudólgi heldur farið í saumana á því hvað gerðist og reynt að skoða og ræða mistökin af hreinskilni og endur- skipuleggja í kjölfarið verklagsreglur svo mistökin endurtaki sig ekki. Í okkar sér- grein þurfum við að hafa tékklista yfir grundvallaratriði en um leið að gæta að því að slíkir listar verði ekki of langir eða smámunasamir. Þá hætta þeir að þjóna tilgangi sínum. Ekki er síður mikilvægt að halda opnum samskiptum á milli okkar sem vinnum að lækningum rétt eins og flugstjóri og flugmaður vinna saman og gæta hvor að öðrum. Hjúkrunarfræðingur er í mínum huga mjög mikilvægur hluti teymisins og ég kann sannarlega vel að „Þurfum að efla teymisvinnu“ Segir Jean-Louis Vincent heiðursgestur á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.