Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2014, Page 3

Læknablaðið - 01.04.2014, Page 3
LÆKNAblaðið 2014/100 203 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson (í leyfi) havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1750 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Hvað er í maganum? Stöðugar tækniframfarir og aukin menntun síðastliðinna 200 ára hafa gert líf okkar að flestu leyti auðveldara og betra. Eitt skýrasta dæmið um þetta er læknisfræðin sem hefur gjörbreytt lífi fólks. Sjúkrahúsin í dag eru búin öflugum tæknibúnaði sem gerir læknum kleift að greina sjúkdóma og lækna fólk sem ekki var nokkur kostur að gera áður en þessi tæki komu til sögunnar. Sumir hafa talað með neikvæðum hætti um nýyrðið hátæknisjúkrahús og þessa dularfullu og óskilgreindu hátækni sem stundum er leidd fram sem illvígur og tilfinningalaus andstæðingur hins mannlega í umönnun sjúkra. Tæknin er þó auðvitað ekkert annað en tól í hendi kunnáttufólks sem leitar allra leiða til að verða að liði í þjónustu við sjúka. Sjúkrahús var fyrst stofnað á Akureyri 1873 og þar er elsta samfellda saga sjúkrahúss á Íslandi. Árið 1953 var byggt nýtt sjúkrahús og var nafni þess breytt í fjórðungs- sjúkrahús en í því fólst meðal annars aukin ábyrgð og stærra þjónustusvæði. Þessu fylgdi einnig aukið framlag ríkisins til tækjakaupa og á skömmum tíma var byggt upp hátæknisjúkrahús á Akureyri. Á myndinni er Sigurður Ólason röntgenlæknir (1918- 1996) að sýna notkun á nýju tæki sem sjúkrahúsið fékk í nóvember 1962. Tegundarheiti tækisins er ekki þekkt en þetta mun vera dæmigert röntgen- og gegnumlýsingar- tæki sem notað var til að leita að berklum og til að skoða innyfli, maga og ristil. Tækið þótti einkar hentugt þar sem hægt var að snúa því á alla kanta með sjúklingum en bæði var hægt að skoða og taka myndir. Sigurður er hér að sýna notkunina og „sjúklingurinn“ er Árni Ólafs- son kórstjóri og skrifstofumaður hjá KEA en myndina tók Gunnlaugur P. Kristinsson fræðslustjóri KEA og áhuga- ljósmyndari, en hann tók fjölmargar myndir fyrir sjúkra- húsið. Myndin er birt með leyfi Minjasafns Akureyrar. Jón Ólafur Ísberg Nýtt tæki Mynd frá árinu 1941, breskir hermenn að marsera í Ingólfsstræti beint á móti húsi Guðmundar Hannessonar, Hverfisgötu 12, þar sem Gunnlaugur Claessen hafði aðstöðu sína. Ofar í götunni er Vísir til húsa og Félagsprentsmiðjan, en þar var Læknablaðið prentað áratugum saman. Ljósmyndari: Skafti Guðjónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Ný meðferð fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 2 Ný leið til að lækka umframmagn af glúkósa - fjarlægir hann1 Eina meðferðin sem fjarlægir umframmagn af glúkósa um nýrun1 FJARLÆGIR um 70 g af glúkósa daglega. Getur leitt til þyngdartaps1 1 Heimild: Sérlyfjaskrártexti Forxiga (dapagliflozin), apríl 2013. LÆKKAR BLÓÐSYKUR HbA1C1 Nýtt! 03 -2 01 4- 01 „Engin rafstöð var komin upp í Reykja- vík, ef frá er talinn gufudrifinn rafall í eigu timburverkstæðis Völundar, en það var staðsett um 300 metrum austan við hús Guðmundar Hannessonar. Claes- sen náði samkomulagi við frændur sína á þeim bæ og rafstrengur var lagður frá Völundi að Hverfisgötu 12. Þetta var hinsvegar mjög léleg lausn. Óviðunandi sveiflur voru á straumi og spennu, en úr því ekki var í önnur hús að venda, varð að reyna að not aðstöðuna. Því var gert samkomulag um að verkstæðið skyldi stöðva vinnuvélar sínar, þegar læknirinn hringdi og byggist við að þurfa á hámarksorku að halda.“ Brekkan Á. Upphaf röntgenlækninga á Íslandi. Brautryðjandinn. Læknablaðið 1995; 81: 783-9. Brjóstmynd af Gunnlaugi Claessen (1881-1948) sem sett var utan á hlaðinn grunn hússins á Hverfisgötu 12 að tilstuðlan dætra hans árið 1994. Tilefnið var að liðin voru 80 ár frá því Gunnlaugur setti fyrsta röntgengeislann í loftið á Íslandi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.