Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2014/100 221 Opið kviðarhol Við vissar aðstæður getur verið ómögulegt eða óráðlegt að loka kviðarholi, eins og eftir stórar kviðarholsaðgerðir þegar mikill bjúgur hefur myndast í kviðarholslíffærum. Við alvarlega áverka, sýkingar, blóðþurrð og fyrirferðir í kviðarholi eða aftanskinu (retroperitoneal) getur þrýstingur í kviðarholi einnig hækkað það mikið að blóðflæði til líffæra skerðist. Þetta kallast kviðarhols- þrýstingsheilkenni (abdominal compartment syndrome) og er lífs- hættulegt ástand.41 Við slíkar aðstæður er oft gripið til þess að opna kviðarholið og skilja það eftir opið. Sárasogsmeðferð hefur gefist vel hjá þessum sjúklingum og þá í stað blautra saltvatns- grisja sem skipta þarf um daglega.42,43 Þessir sjúklingar eru oft mjög veikir, fylgikvillar eru algengir og tíðni fylgikvilla há.44,45 Í afturskyggnri rannsókn DeFranzo og félaga voru fylgikvillar marktækt færri eftir sárasogsmeðferð en hefðbundna meðferð og tíðni sýkinga í kviðarholi lægri.9 Einnig hefur verið sýnt fram á að auðveldara er að loka kviðarholi sjúklinga sem fengu sárasogmeð- ferð í stað hefðbundinnar meðferðar og tíðni kviðslita, sem annars er mjög há, er lægri.44,45 Húðágræðslur og flipaaðgerðir Sárasogsmeðferð hefur verið beitt við lýtalækningar, til dæmis við undirbúning sára fyrir húðágræðslu, við flipaaðgerðir og til að styðja við húðágræði.6,46 Í slembaðri rannsókn Llanos og félaga var þörf á endurteknum húðágræðum eftir brunasár marktækt lægri, eða 17% (5 af 30 sjúklingum) borið saman við 40% í viðmið- unarhópi (12/30), auk þess sem legutími styttist um fjóra daga.6 Í annarri slembaðri rannsókn sást aukinn þekjuvefur hjá þeim sem fengu sárasogsmeðferð og gæði húðágræðanna voru oftast meiri.46 Langvinn sár Stórar slembaðar rannsóknir hafa sýnt að sárasogsmeðferð reynist vel á ýmsar tegundir langvinnra sára.5,7 Í rannsókn Vuerstaek og félaga gréru langvinn fótasár að meðaltali á 29 dögum borið saman við 45 daga með hefðbundinni sárameðferð.7 Langvinn sár sykur- sýkissjúklinga gróa oft illa en þessi sár gróa hraðar með sárasogs- meðferð og sérstaklega hjá þeim sem þurfa aflimun.5 Í rannsókn Blume og félaga gréru 43% (79/169) sára hjá sykursýkissjúklingum með sárasogsmeðferð en 29% (48/166) eftir hefðbundna sárameð- ferð. Auk þess voru aflimanir rúmlega helmingi færri í sárasogs- hópnum, eða 4% (7/169) samanborið við 10% (17/166).4 Sárasogs- meðferð hefur einnig gagnast vel hjá sjúklingum með þrýstingssár (pressure ulcers). Í rannsókn De Laat og félaga gréru þessi sár marktækt hraðar (p=0,001) og náðist að minnka sárin um helming á tveimur vikum í sárasogmeðferð borið saman við þrjár vikur í samanburðarhópi.47 Aðrar ábendingar Sárasogsmeðferð hefur verið notuð við ýmsa sjaldgæfa sjúkdóma og eftir áverka. Oftast er þá um flókin tilfelli að ræða þar sem önnur meðferð hefur ekki dugað til. Til dæmis hefur leki frá sam- tengingu eftir vélindabrottnám verið meðhöndlaður með sárasogi sem komið var fyrir með speglunartæki í gegnum vélindað.48,49 Svipaðri aðferð var beitt við leka eftir hlutabrottnám á endaþarmi þar sem einnig var notast við sérhannaða sárasugu.50 Þá hefur sárasogsmeðferð reynst vel við opna háorkuáverka, eins og eftir sprengjuárásir á stríðssvæðum í Írak og Afganistan.51 Hér á landi hefur sárasogsmeðferð verið beitt með góðum árangri við alvarlega áverka, til dæmis eftir skotáverka á brjóst- og kviðarhol52 (mynd 4). Sárasogsmeðferð hefur einnig verið notuð hjá börnum, til dæmis Mynd 3. Djúp sýking í bringubeinsskurði eftir hjartaaðgerð sem meðhöndluð var með sárasogsmeðferð. Sárið er sýnt áður en meðferð var hafin með sárasogsmeðferð (a), meðan á meðferð stóð (b), og eftir tveggja vikna meðferð (c). Myndir: Tómas Guðbjartsson. a b c Y F I R L I T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.