Læknablaðið - 01.04.2014, Qupperneq 36
236 LÆKNAblaðið 2014/100
■ ■ ■ Gunnþóra Gunnarsdóttir
U M F J ö l l U n O G G R E i n a R
„Áhugi minn á lýtalækningum byrjaði
eiginlega þegar ég var stúdent á vakt á
slysavarðstofunni, sem þá var í Heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstíg.
Karlmaður sem hafði orðið fyrir áverka
á andliti leitaði á slysadeildina, annað
eyrað hafði nærri rifnað af en hékk þó á
örlitlum þræði. Ég hringdi í Árna Björns-
son lýtalækni og lýsti málinu fyrir honum
og niðurstaðan varð sú að ég mundi ekki
gera neinn skaða með því að sauma eyrað
á, sem ég gerði og eyrað lifði. Svona er
tilviljanakennt hvert lífið leiðir mann.
Ég hafði engin stór plön í upphafi heldur
leiddi eitt af öðru,“ segir Sigurður sem er
fæddur 1936 í Vesturbænum í Reykjavík.
„Sem Vesturbæingur fór ég á alla leiki
með KR og það var voðalega erfitt að
fara austur fyrir Læk að hitta stúlku. En
það fór þó svo,“ segir hann glettnislega.
Kveðst hafa gengið í Miðbæjarskólann þar
til Melaskólinn var opnaður. Þá var hann
sendur þangað og það þótti honum ergi-
legt því félagarnir voru flestir áfram í Mið-
bæjarskólanum. „Það skiptist akkúrat um
götuna sem ég átti heima við,“ segir hann.
„Síðan fór ég í Verslunarskólann sem var
við Grundarstíg í þá daga.“
Ætlaðir þú að verða kaupsýslumaður?
„Það var nú kannski ekki hugsunin
en Verslunarskólinn bauð upp á fjögurra
vetra nám til verslunarprófs sem var gagn-
leg menntun. Tveggja vetra viðbótarnám
bauðst til stúdentspróf sem ég lauk 1956.
Eftir stúdentspróf var ég erlendis til ára-
móta. Þegar ég kom heim var hugmyndin
að fara í tannlæknadeild, en þar var ekki
hægt að hefja nám á miðjum vetri, mér
var þá sagt að ég gæti byrjað í læknadeild
því þar væri kennd sama efnafræði. Mér
líkaði svo vel við félagana í læknadeild að
ég ákvað að vera þar áfram og námið gekk
ágætlega.“
Féll vel á Landakoti
Á kandídatsárinu var Sigurður á Landa-
kotsspítala og fann strax að þar mundi
hann vilja starfa ef kostur yrði á að sér-
fræðinámi loknu. „Á Landakoti var hugur
í læknum að gera vel, sérlega góð sam-
skipti lyflækna og skurðlækna og mér féll
vel við systurnar.
Ég fékk styrk hjá American Scandinavi-
an Foundation til að fara á Mayo Clinic í
Rochester, Minnesota, til eins árs. Að yfir-
veguðu máli fór ég í lyflækningar því ég
taldi þær góða undirstöðu fyrir öll læknis-
störf. En mig langaði í skurðlækningar,
fékk framlengda dvölina um fjögur ár og
lauk námi í almennum skurðlækningum á
Mayo Clinic og MS-prófi frá University of
Minnesota.
Þegar við komum til Rochester voru
fjórir íslenskir læknar þar fyrir í fram-
haldsnámi en flest vorum við 8 um tíma,
öll í mismunandi greinum. Það var eftir
því tekið hvað við vorum mörg frá þessu
litla landi. Þarna var allt í fremur föstum
skorðum. Námslæknar voru yfirleitt þrjá
mánuði í senn á hverri deild. Vaktaálag
var mikið. Fyrstu tvö árin var ég á vakt
aðra hverja nótt og daginn eftir vaktina
þurfti ég að vinna venjulega dagvinnu
fram að kvöldmat. Svo þegar heim kom
þurfti að undirbúa kynningu fyrir næsta
morgun. Það tók örlítið betra við á þriðja
ári og á fjórða ári þurfti ég ekki að sofa
inni á spítala en var á stöðugri bakvakt
með kalltæki. Flestir sem hafa lært í
Bandaríkjunum kannast við þetta vakta-
álag.
Dr. Oliver Beahrs var sá læknir sem
mér fannst mest til um, hann hafði unnið
fyrir sér í læknaskóla með því að sýna
töfrabrögð við ýmis tækifæri, ég sá hann
hins vegar aldrei í því hlutverki en inni á
skurðstofu var hann einnig algjör galdra-
maður. Hann var skipulagður og kom vel
fram við námslækna.
Ég fór síðan til Ann Arbor í Michigan
í lýtalækningar. Það var gaman að vera í
Ann Arbor sem er háskólabær með öllu
því lífi sem því fylgir. Yfirlæknir deildar-
innar var Dr. Reed Dingman. Mér er
minnistætt þegar ég kom í starfsviðtalið til
hans að sækja um námsstöðu.
Þegar öllum venjulegum spurningum
hafði verið svarað og umræðuefnið tæmt
sá ég kunnuglegt landslag á málverki á
skrifstofunni. Þetta reyndist vera málverk
frá Þingvöllum og nú gafst tækifæri til að
slaka aðeins á og ræða málverkið. Mál-
verkið var eftir Dr. Harold Gillies, sem
var brautryðjandi í lýtalækningum í og
eftir fyrra stríð. Hann var Ný-Sjálendingur
að uppruna, en starfaði í Bretlandi. Gillies
var mikill áhugamaður um laxveiði og
kom oft til Íslands í þeim erindum, en
hann var jafnframt nokkuð slyngur list-
málari og málaði íslenskt landslag. Síðar
fékk ég þetta málverk að gjöf frá syni
Dingmans að honum látnum og á nú
sjálfur sumarbústað þar sem þetta lands-
lag blasir við.“
Hjartað sló annars staðar
Eftir nám í lýtalækningum vildi Sigurður
bæta við sig frekari reynslu í sumum
greinum sem hann taldi að hér heima yrðu
augljós verkefni lýtalæknis, eins og bruna-
meðferð og meðferð á krabbameini
í munni og á hálsi.
„Ég vann í hálft ár á brunadeild Mic-
higan-háskóla. Þetta var afar stór deild
og tók við öllum stærri brunum frá nær-
liggjandi ríkjum. Mér fannst það erfitt
starf að leggja sig allan fram dag og nótt
vitandi það að líklega mundu flestir deyja
eftir nokkra daga eða verða afskræmdir
Eyra á örlitlum
þræði var örlagavaldur
– segir Sigurður E. Þorvaldsson lýtalæknir sem lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla
Íslands og hugðist fara í tannlækningar. Sigurður hefur nýlega látið af störfum og fer
hér lauslega yfir lífsgönguna.