Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2014, Page 38

Læknablaðið - 01.04.2014, Page 38
238 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J ö l l U n O G G R E i n a R haft mest áhrif á sitt fag á síðastliðinni öld, Millard og Buncke voru í þeim hópi og verðskulduðu það fyllilega. Ég hef verið afar heppinn með að komast að hjá góðum og hugmyndaríkum læknum sem fóru ekki troðnar slóðir held- ur fundu nýjar leiðir að góðum lausnum. Meðan ég var í San Diego fór ég til Mexíkó í sjálfboðavinnu að gera aðgerðir á börnum með klofna vör og góm, sem höfðu ekki fengið neina þjónustu og voru sum orðin nokkuð stálpuð þegar þau loksins fengu þessa hjálp. Áður hafði ég farið með vini mínum til Guatemala sömu erinda. Vinur minn er mormóni og það var trúfélag hans sem stóð fyrir ferðinni. Við fórum upp í fjöllin til indíánabyggða, tókum allt sem til þurfti með okkur og gerðum aðgerðir við aðstæður sem oft voru frumstæðar en dugðu til góðra verka. Það er ákaflega gefandi að sjá vör sem hefur verið klofin verða nokkurn veginn eðlilega og missmíði verða að fallegu brosi.“ Allt hefur einhverja áhættu Þú hefur eingöngu sótt sérmenntun þína vestur um haf. „Já, ég var samtals í nær 13 ár í Banda- ríkjunum bæði í námi og starfi. Starfið hér heima var fyrst og fremst spítalastarf en ég hef alla starfsævina líka rekið stofu og verið í 50% starfi á hvorum stað en ég lauk starfsævinni fyrir þremur mánuðum.“ Það hefur væntanlega verið nóg að gera hjá ykkur lýtalæknunum þegar þú varst að byrja þó kannski hafi verið minna pjatt í samfélaginu þá. „Þú segir pjatt. Ég held þú sért að reyna að segja fegrunaraðgerðir. Hvort þær eru þarfar eða óþarfar er alltaf álita- mál. Þær gera heilmikið fyrir suma og eru mjög mismikil inngrip, en allt sem gert er hefur einhverja áhættu. Samfélagið er orðið opnara bæði hér og annars staðar þannig að þessir hlutir eru ekki sömu feimnismál og þau voru. Sumt fólk kemur með óraunverulegar væntingar og oft á erfiðleikatímum lífs síns og þá þarf að fara sér hægt í aðgerðum. Önnur hjálp er þá oft betri. Unglingsárin eru oft erfið félags- lega en sá Gordionshnútur er allajafna ekki leystur með eggvopni. Þetta er alltaf talsvert matsatriði hvað er innan skynsam- legra marka.“ Er þér einhver aðgerð minnisstæðari en önnur á ferlinum? „Ég man eftir vissum verkefnum. Við Rafn Ragnarsson, kollegi minn, gerðum margar aðgerðir sem við kölluðum „tafar- lausa endursköpun“. Þá var hvorttveggja gert í senn, að brjóst var fjarlægt vegna krabbameins og nýtt brjóst endurskapað. Það eru nokkrar mismunandi aðgerðir til að endurskapa brjóst, hver og ein með sínum kostum og sérstöku áhættu. Allar skurðaðgerðir eru áskorun bæði fyrir sjúkling og lækni. Þegar ég lauk störfum á Læknastöðinni og Handlæknastöðinni færðu starfsfélagar mínir mér skúlptúr að gjöf sem er í raun aðgerðalýsing á endur- sköpun brjósts eins og ég hef lýst hér að ofan.“ Kynntist konunni í skóbúð Segðu mér aðeins frá einkahögum þínum. „Mínir einkahagir eru mjög einfaldir. Eftir 4. bekk í Verslunarskólanum fékk ég sumarvinnu í skóversluninni Hvann- bergsbræðrum. Stúlka að nafni Jóna Þorleifsdóttir, sem var einnig í Versló, fékk vinnu þar líka. Þannig hófust okkar kynni. En við urðum ekki par fyrr en ég var nýbyrjaður í læknisfræðinni. Svo varð úr þessu ágætis hjónaband sem á stóraf- mæli um þessar mundir. Við höfum bæði mikinn áhuga á skíðum og ferðalögum til framandi landa. Við eigum þrjú börn, Ingibjörgu sem kennir ensku við Mennta- skólann við Hamrahlíð, Þorvald Egil, raf- magnsverkfræðing sem vinnur hjá Deloitte og Sturlu Þór sem er viðskiptafræðingur og starfar í Osló.“ Öldungadeildin lifandi félagsskapur Sigurður hefur nýlega lokið fjögurra ára setu í stjórn Öldungardeildar lækna sem er opin læknum 60 ára og eldri þó flestir fari ekki að mæta fyrr en þeir hafa lokið störfum. Makar lækna eru mjög virkir þátttak- endur í starfi félagsins að sögn Sigurðar. „Við höfum jú flest fylgst að í gegnum lífið bæði í námi og starfi og þannig skapað sterk vinabönd,“ segir hann. Oftast er árlega farin ein ferð innanlands og önnur út fyrir landsteinana. „Þetta er lif- andi félagsskapur og ég sé eftir að hafa ekki notað fyrsta tækifæri sem gafst til að ganga í félagið. Síðasta ferðin sem við stóðum fyrir var til Ítalíu. Við enduðum í Flórens og fórum mörg á veitingastaðinn Lapi, en flestir kannast við kvæði Davíðs Stefánssonar, Lapi, listamannakrá í Flórens, þar sem síðasta ljóðlínan er „En Lapi er og Lapi verður listamannakrá“ og var jafnan sungin af miklum krafti á stúdentaböllum hér áður. Öldungadeildin gerði nýlega athuga- semd við breytt aldursákvæði heilbrigðis- laga sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. Þar var læknum gert að hætta heilbrigðis- þjónustu á eigin starfsstöð við 70 ára aldur, en hægt var að fá framlengingu tvö ár í senn, þó mest þrisvar sinnum. Læknar urðu því að hætta öllum sjálfstæðum stofurekstri 76 ára. Sigurður segir þetta ákvæði ekki samræmast lögum í lönd- unum kringum okkur. „Við vöktum athygli á þessu í greinum í Læknablaðinu og öðrum fjölmiðlum. Síðan fengum við viðtal við Kristján Júlíusson heilbrigðisráðherra, gerðum honum grein fyrir hvernig þessum málum er háttað í löndunum í kringum okkur og hvaða vandræði hlytust af svona afdráttarlausum takmörkunum á starfi á eigin starfsstöð. Heilbrigðisráðherra tók vel í erindi okkar og hefur lagt fram frumvarp til breytingar á þessu aldursákvæði. Efnislega er tillaga ráðherra sú að læknar geti unnið á eigin starfsstöð til 75 ára aldurs og þá sótt um framlenginu til þriggja ára en eftir það til eins árs í senn. Umsókn læknis þarf að fylgja læknisvottorð og upplýsingar um hvað læknirinn hefur unnið við, hvað hann hyggst vinna við og hvar og hvernig hann hefur haldið menntun sinni við. Þetta er allt af hinu góða að ég tel. Það er gott að finna að kerfið er þó þannig að þegar maður leggur fram eitt- hvað sem rök eru fyrir þá eru ráðamenn tilbúnir til að skoða það og slíkt ber að meta að verðleikum.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.