Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2014, Qupperneq 40

Læknablaðið - 01.04.2014, Qupperneq 40
240 LÆKNAblaðið 2014/100 Í sextánda sinn halda Skurðlæknafélag Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulækna- félag Íslands vísindaþing að vorlagi og stendur það yfir í Hörpu dagana 4. og 5. apríl næstkomandi. Í ár eins og oft áður tekur Félag íslenskra fæðingar- og kven- sjúkdómalækna þátt í ráðstefnunni. Það hlýtur að teljast merkilegt að í ekki stærri félögum sé hægt að halda úti árlegu vísindaþingi og í ár bárust á fimmta tug ágripa. Það sýnir að talsverð gróska er í vísindastarfi á þessu sviði lækninga hér á landi. Enda var Helgi Kjartan Sigurðsson formaður Skurðlæknafélagsins ánægður með þann árangur. „Auk erinda þar sem vísindamenn kynna niðurstöður úr rannsóknum sínum eru haldin sérstök málþing að morgni 4. og 5. apríl þar sem flutt verða yfirlitser- indi. Oft hafa það verið erlendir fyrirles- arar sem við höfum boðið eins og verður á dagskrá 5. apríl, en að þessu sinni verða eingöngu íslenskir fyrirlesarar á málþingi um aðgerðarþjark þann 4. apríl og það erum við afar ánægð með,“ sagði Helgi Kjartan. Aukin sérhæfing Skurðlæknafélag Íslands er liðlega fimm- tugur félagsskapur, stofnað í mars 1957 af 36 starfandi skurðlæknum. Það hefur allan tímann verið fagfélag en árið 2006 tók það einnig að sér að verða stéttarfélag og sér um samninga um kjör skurðlækna í ís- lenskri heilbrigðisþjónustu. Helgi Kjartan segir að vissulega hafi orðið miklar breytingar á starfi skurðlækna á þessari hálfu öld. „Stærsta breytingin er sú að sérhæfing hefur aukist til mikilla muna. Við stofnun félagsins voru flestir stofnfélagar almennir skurðlæknar. Við sækjum framhalds- menntun okkar til nágrannalandanna, ekki hvað síst Norðurlanda, og þar sem annars staðar hefur átt sér stað mikil sér- hæfing. Sérnám í skurðlækningum hefur breyst þannig að það er verið að draga saman í almennri menntun og sameigin- legum námsþáttum en meiri áhersla lögð á sérhæfinguna sem hefst fyrr.“ Því hefur verið haldið fram að vegna fámennis sé erfitt að halda uppi eðlilegri starfsþjálfun sérhæfðra lækna hér á landi. Stangast það ekki dálítið á við þessa þróun? „Jú, það er að sjálfsögðu mikil ögrun fyrir okkur að útvega nógu marga lækna til þess að sinna öllum þessum sérfögum, ekki síst í því róti sem hér er. Þá reynir á okkur að fá til okkar hæft fólk og halda í það góða fólk sem hér er að störfum,“ segir Helgi Kjartan. Hár meðalaldur sérfræðilækna Hann er þó ekki á því að skurðlækna skorti verkefni til þess að halda sér í þjálfun. „Menn verða sér úti um reynslu með því að vinna mikið, enda er alltaf nóg að gera og skortur á skurðlæknum útbreiddur. Til þess að sinna því sem þarf að gera standa menn strangar vaktir og öðlast við það mikla og góða reynslu. Það sýnir sig líka í árangri skurðlækna. Á sviði krabbameins-, kviðarhols- og hjartaskurð- lækninga er hann fyllilega sambærilegur við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Þróunin hefur líka verið sú að æ fleiri sérhæfðar skurðaðgerðir eru nú gerðar hér á landi sem áður þurfti að láta gera í útlönd- um. Hjartaskurðlækningar eru skýrasta dæmið um þetta. Einnig er farið að græða nýru í sjúklinga hér á landi en aðrir líffæra- flutningar eru ekki gerðir hér, enda fjöldi þeirra svo lítill. Þetta er enn ein ögrunin, að viðhalda og halda í nýja þekkingu. Velflest viljum við vera hér heima, en eftir hrun hefur verið erfitt að fá nýtt fólk til starfa. Prófessorinn okkar, Tómas Guðbjartsson, skrifaði nýlega grein í Læknablaðið þar sem Styrkir til rannsókna vegna eyrnasuðs liljusjóðurinn Rannsóknar- og styrktarsjóður Lilju Guðrúnar Hannesdóttur auglýsir til umsóknar styrki til rannsókna vegna eyrnasuðs (tinnitus) Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á eyrnasuði. Tilgangur rannsókna skal vera að afla vitneskju um ástæður eyrnasuðs (tinnitus) og meðferð við því. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2014. Úthlutað verður úr sjóðnum 14. maí 2014 en Lilja hefði orðið 88 ára þann 24 maí. umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu sjóðsins liljusjodurinn.is eða hjá undirrituðum. Hannes Petersen dósent, yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar Landspítala; hpet@landspitali.is Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöð Íslands; ingibjorg@hti.is – segir Helgi Kjartan Sigurðsson formaður Skurðlæknafélags Íslands sem heldur vísindaþing 4.-5. apríl í samvinnu við félög svæfinga-, gjörgæslu-, fæðingar- og kvensjúkdómalækna „Verðum að halda í fólkið og þekkinguna“ ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson U M F J ö l l U n O G G R E i n a R

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.