Læknablaðið - 01.04.2014, Qupperneq 41
LÆKNAblaðið 2014/100 241
U M F J ö l l U n O G G R E i n a R
hann bendir á að meðalaldur íslenskra sér-
fræðilækna sé orðinn mjög hár og að erfitt
verði að fá nýja lækna í stað þeirra sem
hætta á næstu árum.“
Hvernig er hægt að bregðast við því?
„Það þarf að gerast á ýmsum víg-
stöðvum. Nú eru kjaraviðræður í gangi
og þar þarf að vanda til verka ef við
ætlum okkur að halda þessari þekkingu
í landinu. Margir skurðlæknar starfa
erlendis að hluta til og viðhalda þannig
þekkingu sinni. Atvinnutilboð erlendis frá
streyma inn, enda er alls staðar skortur á
skurðlæknum.“
Helgi Kjartan vinnur sjálfur í Noregi,
nánar tiltekið í Björgvin og Stafangri, og
hefur farið reglulega utan frá því hann
fluttist heim 2007. Hér heima er hann í 75%
vinnu við Landspítalann við kviðarhols-
skurðlækningar, aðallega ristil- og enda-
þarmsskurðlækningar.
Noregsferðir og róbótar
„Svona þing eins og við erum að halda eru
líka liður í því að viðhalda þekkingunni
og laða fólk að starfinu. Mesti þunginn
í erindaflutningnum er á almennum
læknum og þetta er mikilvægur vett-
vangur fyrir unga fólkið til þess að afla
sér reynslu í því að flytja erindi og kynna
starfsemi sína á vísindaráðstefnum.
Skurðlækningar eru krefjandi vinna og
sérnámið langt svo það er ekki sjálfgefið
að fanga ungt fólk í fagið. Það er meðal
annars hlutverk þessara þinga að leyfa
þessum ungu læknum að kynna verkefnin
sín og vekja áhuga þeirra á faginu.“
En hvernig gengur að sameina starfið
hér heima og erlendis lífi fjölskyldunnar?
Fylgir því ekki talsvert álag þegar heim-
ilisfaðirinn er reglulega fjarverandi?
„Jú, auðvitað er það álag, en það eru
ekki bara Noregsferðirnar því í starfi mínu
hér heima er ég á vakt og bakvakt fjórða
hvern sólarhring miðað við fullt stöðugildi
svo starfið krefst mikils af fjölskyldunni.
Noregsferðirnar bætast svo ofan á það.
Auðvitað hefur það verið rætt á heimilinu
hvar okkur er best fyrir komið. Eigum
við að flytja til útlanda eða halda þessu
áfram? Það má vissulega venjast öllu og
kosturinn við þetta er að með þessu móti
held ég þekkingu minni við, auk þess sem
ferðalögin skapa ákveðna tilbreytingu í
starfi og víkka sjóndeildarhringinn.“
Hann vísar aftur til vísindaþingsins en
eins og áður er nefnt hefst það á málþingi
um það sem er nýjast í heimi skurðlækna.
„Þar verða fluttir fyrirlestrar um aðgerðar-
þjarkinn, róbot til skurðlækninga, sem
verið er að safna fyrir. Það er mikilvægt
að fá slíkt tæki hingað til lands og það
er líka liður í því að halda í fólk. Haldin
verða fjögur erindi þar sem farið verður
yfir notkun aðgerðarþjarka við lækningar
á krabbameini í blöðruhálskirtli, ristli
og endaþarmi, leghálsi og við brjósthols-
skurðlækningar. Að erindum loknum
verða pallborðsumræður sem Tómas Guð-
bjartsson, prófessor í skurðlækningum,
stjórnar,“ sagði Helgi Kjartan Sigurðsson
formaður Skurðlæknafélagsins og hlakkar
greinilega til.
Formannafundur
Föstudaginn 11. apríl heldur Læknafélag Íslands árvissan formannafund
sinn. Fyrir hádegi er farið yfir ályktanir aðalfundar 2013 og störf stjórnar LÍ.
jafnframt gefa forystumenn í innra starfi félagsins skýrslur um starfsemi
síðasta árs.
Eftir hádegi er opið málþing undir fyrirsögninni: Heilsa lækna
Fyrirlesarar verða Bjarni Össurarson, Haraldur Erlendsson,
Kristinn Tómasson og Magdalena Ásgeirsdóttir
Helgi Kjartan formaður
skurðlæknafélagsins.
Mynd Védís.