Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 44
244 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Nú er ljóst að töluverð umskipti verða í stjórn Læknafélags Reykjavíkur á aðal- fundi sem haldinn verður 20. maí næst- komandi. Þá láta bæði formaður og varaformaður af störfum, auk tveggja meðstjórnenda. Læknablaðið hitti formann- inn, Stein Jónsson, að máli og innti hann eftir því hvernig formannstíð hans hefði verið. „Ég tók við formennsku í félaginu vorið 2010 svo ég er búinn að gegna embættinu í fjögur ár. Þetta voru um margt erfiðir tímar, heilbrigðiskerfið í landinu sætti miklum niðurskurði og uppsögnum starfs- fólks sem bitnuðu hvað harðast á Land- spítalanum. Auk þess voru sérfræðilæknar án samnings við Sjúkratryggingar ríkisins í þrjú ár af þessum fjórum sem er mjög óvenjulegt, reyndar einsdæmi,“ sagði Steinn. Tvö meginverkefni Eins og lesendur Læknablaðsins vita er Læknafélag Reykjavíkur stærsta aðildar- félag Læknafélags Íslands með um 70% stéttarinnar innan sinna vébanda. Steinn segir að helstu verkefni félagsins séu tvö. „Annars vegar semur félagið við Sjúkra- tryggingar ríkisins um kjör sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna og hins vegar stendur það vörð um vöxt og viðgang heilbrigðis- þjónustunnar í landinu. Ég hef reynt að vekja athygli á því ástandi sem ríkt hefur með greinaskrifum í Læknablaðið og aðra fjölmiðla. Samningamálin voru í sérstæðu fari lengst af minni formennskutíð eins og ég nefndi. Samningurinn við SR rann út snemma árs 2011 og við það hefðu að öllu óbreyttu fallið niður allar endurgreiðslur hins opinbera á kostnaði sjúklinga við þjónustu sérfræðilækna. Þáverandi stjórn- völd komu þó í veg fyrir að neyðarástand skapaðist með því að setja reglugerð sem tryggði endurgreiðslur á sama einingar- verði og gamli samningurinn kvað á um. En lög gera ráð fyrir því að samningur sé í gildi. Því var gengið í það að semja við SR síðastliðið haust og nýr samningur tók gildi um síðustu áramót. Það urðu því engin veruleg áföll þótt vitaskuld væri þetta bagalegt,“ sagði Steinn. Árshátíð og safnamál Auk þessara tveggja meginþátta í starf- semi LR leggur félagið drjúgan skerf til félagsstarfa lækna og ekki bara í Reykja- vík. Árshátíðir félagsins sem haldnar eru í lok Læknadaga í janúar eru rómaðar og þar lætur enginn íslenskur læknir sig vanta, eigi hann heimangengt. Annað mál sem hefur verið á borði stjórnar undanfar- in ár er uppbygging Lækningaminjasafn sem hefur gengið upp og ofan. „LÍ og LR lögðu hvort um sig 25 millj- ónir króna í uppbyggingu lækningaminja- safns á Seltjarnarnesi og gerðu samning um safnið við bæjarstjórn Seltjarnarness og menntamálaráðuneytið árið 2006. Við höfum reynt að stuðla að því að þetta mál fái framgang en Seltjarnarnesbær sagði samningnum upp í fyrra og skilaði safninu til ráðuneytisins,“ segir Steinn. Nú er alls óvíst hver framtíðin verður en hug- myndir hafa verið uppi um að skrifstofur læknasamtakanna verði fluttar í safnhúsið. En hvernig líst Steini á framtíð félagsins? „Nú er nýbúið að gera samning við SR til næstu 5 ára. Samkvæmt honum verður forminu á samningagerðinni breytt þannig að hér eftir mun hver læknir semja fyrir sig. Ég hef ekki trú á að það breyti miklu fyrir kjör lækna en það boðar vænt- anlega að kjarabarátta félagsins er komin á lygnari sjó, í bili að minnsta kosti. Það þarf þó áfram að halda vöku sinni enda mikil- vægt að standa vörð um hagsmuni félags- manna. Þeirri baráttu lýkur aldrei,“ segir Steinn Jónsson. ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Steinn Jónsson lætur af störfum sem formaður Læknafélags Reykjavíkur á aðalfundi í vor Samningslausir læknar í þrjú ár Steinn Jónsson á skrifstofu sinni á E7 á gamla Borgarspítalanum. Mynd: Védís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.