Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2014, Page 48

Læknablaðið - 01.04.2014, Page 48
248 LÆKNAblaðið 2014/100 L J Ó Ð LÍKN muggan hylur landið hvíta í afkima orða leitar lækna- jurta allra meina smyrslum smurður þú NÁTTBÓL í gömlu túni marglitra grasa náttból bý þér vallgresið varðveitir hugsun þína heim GJAFIR á þoku- heiði huldufólks lyfja grasið grær gefur þér mjöðinn eina af askinum eilífa aftur GALDUR magna seið úr fléttum fornaldar fjöllin heima gefa ægistyrk útveðra í urðinni okkur gangan léttist GRJÓT klappar gráu grjóti steindepill syngur í endalausri urð yfir birtir okkar fugl vakir von- glaður Ferdinand Jónsson geðlæknir í London er höfundur þessara ljóða en hann gaf út ljóðabókina Innsævi árið 2013 sem fjallað var um í júníblaðinu. Ferdinand kom á ritstjórnarskrifstofu Læknablaðsins núna í janúarbyrjun og af- henti þessi fimm glóðvolgu ljóð, blaðinu og lesendum þess til gagns og gamans. Ljóðin bera höfundi sínum fagurt vitni. Hann fer um rammíslenskan efniviðinn lærðum læknishöndum, meitlar og tálgar og eftir stendur eitt orð í hverri línu, hreinn tregi, sterkur lífsvilji, auðmjúk samlíðan og svo einn fugl. Fimm ljóð frá Ferdinand

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.