Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2014, Síða 36

Læknablaðið - 01.06.2014, Síða 36
356 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Ráðstefna brjóstaskurðlækna sem haldin var í Hörpu 8. og 9. maí síðastliðinn verður lengi í minnum höfð og hefur ef til vill sett nýjan tón. Yfirskriftin var RRS, Risk Reducing Strategies, eða áhættuminnkandi meðferð- ir hjá einstaklingum í aukinni áhættu á að fá brjósta- eða eggjastokkakrabbamein, annaðhvort vegna ættgengra stökkbreyt- inga eða vegna mikillar fjölskyldusögu. Aukin áhætta vegna BRCA-stökkbreytinga var að sjálfsögðu í brennidepli. Hug- myndin að ráðstefnunni og aðalskipu- leggjandinn var Kristján Skúli Ásgeirsson en hann naut stuðnings félags norrænna brjóstaskurðlækna (nORBS-Nordic group of Oncoplastic and Reconstructive Breast Surgeons) og samskonar samtaka breskra skurðlækna (ORBS). Skurðaðgerðir í beinni Eitt af því sem gerði þessa ráðstefnu svo eftirminnilega voru tvær skurðaðgerðir sem framkvæmdar voru í beinni útsend- ingu. Kristján Skúli Ásgeirsson skurð- læknir hafði undirbúið skurðaðgerðirnar og myndatöku sem var varpað frá skurð- stofu Landspítala yfir í Hörpu. Hann lýsti því sem gert var jafnharðan og þáði góð ráð og uppástungur frá fundargestum ásamt því að spjalla við þá um það sem upp á kom í skurðaðgerðunum. Í annarri skurðaðgerðinni var skurðlæknir frá Há- skólasjúkrahúsinu í Helsinki, Susanna Kauhanen, með Kristjáni Skúla í aðgerð- inni. Hlé var gert á útsendingu á meðan fyrirlestrar voru fluttir. Annað sem vakti athygli var að tekin höfðu verið viðtöl við nokkrar konur sem gengið hafa gegnum áhættumat og tekið ákvörðun um brjóstnám með eða án þess að hafa fengið brjóstakrabbamein. Kostir og gallar voru ræddir, ferlið að ákvörðunartöku rakið, líðan fyrir og eftir aðgerð og ýmislegt fleira. Viðtölin voru að hluta bundin í ramma með ákveðnum spurningum en viðmælandi hafði möguleika á að ræða nær hvað sem henni þótti þurfa. Bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar fjölluðu ítarlega í erindum sínum um aðrar leiðir en skurðaðgerð til áhættuminnkun- ar. Laufey Tryggvadóttir hóf þá umræðu, Anne Irene Hagan frá Noregi fór yfir það hvernig BRCA-arfberum sem ekki fara í aðgerð farnast og Lovise Mæhle, einnig frá Noregi, ræddi um segulómskoðun og aukið eftirlit sem mótvægi við aðgerð. Vigdís Stefánsdóttir kynnti svo krabba- meinserfðaráðgjöf á Landspítala. Stöðugar framfarir eru í lyfjameðferð þeirra BRCA-arfbera sem fá brjóstakrabba- mein en nýlegar rannsóknir benda til þess að í sumum tilfellum kunni að vera rétt að meðhöndla þessar konur með sérhæfðum lyfjum, jafnvel öðrum lyfjum en gefin eru þegar ekki er um BRCA-arfbera að ræða. Niklas Loman frá Svíþjóð fór ítarlega yfir rannsóknir á þessu efni í sínum fyrirlestri. Steven Narod frá Toronto, Kanada, hefur verið í forsvari fjölmargra merkra rannsókna á BRCA-arfberum sem hafa víða vakið athygli. Hann fór ítarlega yfir niðurstöður nýjustu rannsókna sinna og lýsti því yfir að hann teldi áhættuminnk- andi meðferð vera þá meðferð sem hefði hvað mest áhrif á að bæta horfur arfbera, þegar til lengri tíma (20 ára eftirfylgni- tíma) væri litið. Uppbygging og áhrif brottnáms Brjóstauppbyggingar voru líka mikið til umræðu á ráðstefnunni en flestar konur sem fara í brjóstnám í fyrirbyggjandi eða áhættuminnkandi skyni fara samtímis í brjóstauppbyggingu. Ræddar voru ýmsar nýjar leiðir til að bæta árangurinn, bæði til skemmri og lengri tíma, en einnig var til umræðu ný tækni af ýmsum toga sem nú er víða notuð til að gera aðgerðirnar öruggari og útkomuna fyrirsjáanlegri. Um þessi efni fjölluðu sérfræðingar frá Vigdís Stefánsdóttir vigdisst@landspitali.is RRS Iceland - norræn ráðstefna brjóstaskurðlækna

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.