Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2015/101 291 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 katrín agnes klar (f. 1985) hefur verið búsett lengi í Þýskalandi þar sem hún stundaði listnám. Hún lauk námi frá Akademie der bildenden Künste í München og þar áður Hochschule für Gestaltung í Karlsruhe / ZKM. Eftir útskrift árið 2013 hefur hún verið ötul við sýningahald auk þess að gefa út bók um eigin listsköpun og nú starfar hún sem aðstoðarkennari við list- kennslu í Þýskalandi. Katrín Agnes er ein nokkurra listamanna sem tekur þátt í sýningunni Birting í Gerðarsafni um þessar mundir þar sem samtíma- listamenn kallast á við verk Gerðar Helgadóttur. Listamennirnir stilla verkum sínum upp í samtali við glerverk Gerðar sem byggjast einkum á sam- spili ljóss og litar. Þau verk sem Katrín Agnes sýnir í þessu samhengi eru annars vegar ljósmyndir af himinhvolf- inu þar sem við sjáum ólík blæbrigði lita renna saman. Hins vegar eru til sýnis verk unnin í tölvu og með iðnaðarefnum sem bregðast við hreyfingum áhorf- andans þannig að þau sýna ólíka liti eftir því hvar maður stendur fyrir framan þau. Á forsíðu Læknablaðsins er verk af fyrri gerðinni, ljósmynd sem sýnir litbrigði himins í ljósaskiptunum. Þessa mynd geta sýningargestir í Gerðarsafni haft með sér heim því að í safninu er stafli af prentuðum eintökum í plakatastærð á gólfinu. Með þessu vill listakonan dreifa myndinni út fyrir listasafnið og þótti því kærkomið að sýna hana á forsíðu blaðsins þar sem hún myndi með því fara enn víðar. Hún hefur áhuga á því að skoða möguleika nýmiðla í verkum sínum og kanna eðli þeirrar tækni sem umlykur okkur og möguleika hennar í listrænum tilgangi. Tvennt greinir ljósmyndina sem hér um ræðir frá öðrum sambærilegum ljós- myndum sem Katrín Agnes hefur unnið að. Þær eru flestar teknar með ein- földum farsíma en þessi mynd er tekin með venjulegri myndavél. Þá sýnir þessi einungis himin en neðst á hinum myndunum má sjá glitta í sjóndeildar- hringinn. Heiti þessarar verkaraðar er Color Gradients og var hún unnin á árunum 2013-14. Markús Þór andrésson L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur var haldinn 18. maí. Á fundinum var kjörinn nýr ritari stjórnar félagsins til tveggja ára, Þórarinn Guðnason, en Sigurður Ólafsson sem verið hafði ritari undan- farin tvö ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Fyrir í stjórn voru Arna Guðmundsdóttir for- maður, Reynir Arngrímsson varaformaður, Þórdís Anna Oddsdóttir gjaldkeri og Guðmundur Örn Guðmundsson meðstjórnandi. Formaður kynnti skýrslu stjórnar LR fyrir liðið starfsár. Félagsmenn sem greitt höfðu árgjald um áramót voru 751 og 11 félagsmenn létust á starfsárinu og minntist Arna þeirra og vottuðu viðstaddir þessum kollegum virðingu sína. Tveir almennir félagsfundir voru haldnir á starfsárinu og voru vel sóttir. Sá fyrri var haldinn 4. nóvember 2014 þar sem rædd voru tryggingamál lækna. Annar almennur félags- fundur var haldinn 17. mars 2015 þar sem málefni heilsugæslunnar voru rædd, einkum hugsanlegar breytingar á rekstrarformi. Þá ræddi Arna önnur helstu mál starfsársins en kjaramál tóku mikinn tíma. Lagði hún áherslu á að læknar yrðu áfram virkir í þjóðfélagsumræðunni en mikilvægi þess kom glöggt í ljós í kjarabaráttu lækna á liðnu hausti. Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur 2015 PRADAXA® - ÖRYGGISÞÆTTIR OG FORVÖRN GEGN HEILASLAGI ER NÚ EINNIG SKJALFEST Í KLÍNÍSKU STARFI 134.000 65 SJÚKLINGAR: Stór rannsókn frá FDA staðfestir verkun og blæðingaöryggi Pradaxa samanborið við Marevan® (warfarín) í klínísku star ÁRA EÐA ELDRI: Verkun og blæðingaöryggi skjalfest hjá öldruðum einstaklingum FDA MEDICARE RANNSÓKNIN1 NIÐURSTÖÐUR RELY 2 niðurstöðurnar staðfestar í klínísku star PR A -1 5- 01 -0 8 M A R1 5- IS ABCD PRADAXA® (150 mg tvisvar sinnum á sólarhring eða 75 mg tvisvar sinnum á sólarhring) samanborið við Marevan (warfarín)* NIðurstöður í FDA Medicare rannsókn 1 Heilaslag (minnkun) Innankúpublæðingar (minnkun) Dánartíðni (minnkun) Bráð kransæðastía (engin aukin áhætta) Blæðingar frá meltingarvegi (aukin áhætta) Heimild 1: Graham er al. Circulation 2014; 131:157-164 Heimild 2: Connoly SJ, er al. N Engl J Med 2009;361:1139-1151 *Niðurstöðurnar eru byggðar á safngreiningu á bæði Pradaxa® (dabigatran) 150 mg x 2 og 75 mg x 2. Á Íslandi er Pradaxa 75 mg ekki samþykkt ábending sem forvörn gegn heilaslagi og altæku segareki vegna gáttatifs. Sjúklingar 65 ára eða eldri með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum sem tóku þátt í rannsókninni hófu meðferð með Pradaxa® eða Marevan® (warfarín) Í Bandaríkjunum hefur Medicare, sem er ker almannatrygginga undir stjórn alríkisstjórnarinnar, starfað síðan 1966, núna í samvinnu við um 30 einkatryggingafélög um gjörvöll Bandaríkin. Mecicare veitir sjúkratryggingar Bandaríkjamönnum, 65 ára eða eldri, sem hafa unnið og greitt iðgjöld í tryggingakerð. Ábending: Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum (NVAF) ásamt einum eða eiri áhættuþáttum, til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (TIA); aldur ≥ 75 ára; hjartabilun (NYHA okkur ≥ II); sykursýki; háþrýstingur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.