Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.2015, Page 25

Læknablaðið - 01.06.2015, Page 25
LÆKNAblaðið 2015/101 313 Y F i R l i T S G R E i n Inngangur Aðgangur að öruggum matvælum og hreinu vatni er ekki sjálfgefinn. Fjölgun íbúa jarðarinnar er hröð og hefur þeim fjölgað úr þremur milljörðum árið 1960 í rúmlega 7 milljarða í dag. Til að anna eftirspurn eftir matvælum og geta boðið ódýrari matvæli hefur verk- smiðjubúskapur í auknum mæli tekið við af hefð- bundnum búskap. Worldwatch Institute áætlaði að árið 2006 væru 74% kjúklinga, 43% nautgripa, 50% svína og 68% eggja í heiminum framleidd á þann hátt. Kjötfram- leiðsla í heiminum næstum tvöfaldaðist á árunum 1980- 2004 og vöxturinn tengdist aðallega verksmiðjubúskap í þróunarlöndunum þar sem búskapurinn hefur jafn- framt verið að flytjast úr dreifbýli í þéttbýli. Aðstæður á verksmiðjubúum eru ákjósanlegar fyrir útbreiðslu sýkla og getur verið erfitt að koma í veg fyrir þá þróun.1 Verk- smiðjubúskap fylgir einnig verulega aukin mengun umhverfis og til að auka framleiðslugetu og koma í veg fyrir afföll vegna smitsjúkdóma er sýklalyfjum gjarnan bætt í fóður dýranna. Þetta skapar kjöraðstæður fyrir þróun sýklalyfjaónæmis bæði hjá bakteríum í dýrunum sjálfum og í umhverfi þeirra.2 Þéttbýli dýra og manna hefur víða skapað umhverfi þar sem þróast hafa fjöl- ónæmar bakteríur. Hópsýkingar af völdum fjölónæmra baktería verða sífellt algengari um leið og verslun með matvæli á milli landa og heimsálfa vex og gerir erfitt og oft ómögulegt að rekja uppruna matvælanna.3 Þessi vandi hefur því farið vaxandi þrátt fyrir að kröfur um rekjanleika og merkingar hafi aukist. Ef neytandinn veit ekki um uppruna matvælanna er ómögulegt að Aðgangur að öruggum matvælum er hluti af forréttindum Íslendinga. Hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi, sem meðal annars er tengt verksmiðjubúum og mikilli sýklalyfjanotkun í landbúnaði, er ein helsta ógn við lýðheilsu mann- kyns. Vaxandi verslun með matvæli á milli landa og heimsálfa auðveldar dreifingu sýkla og sýklalyfjaónæmis um heiminn. Íslenskur landbúnaður og landbúnaðarafurðir hafa sérstöðu vegna einangrunar landsins og smæðar. Eftir umfangsmiklar aðgerðir til að draga úr útbreiðslu Campylobacter og Salmonella á kjúklingabúum er nýgengi Campylobactersýkinga orðið um 17-43/100.000 íbúa, þar af helmingurinn af innlendum uppruna, og Salmonellusýkinga 10-15/100.000, og þar af smitast flestir í útlöndum. Enterohaemorrhagic E. coli (EHEC) hefur ekki fundist í íslenskum naut- gripum og kemur lágt nýgengi (að jafnaði 0-0,6/100.000) því ekki á óvart. Nýleg hópsýking af völdum fjölónæms EHEC-stofns var rakin til inn- flutts mengaðs salats. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er ein sú lægsta sem þekkist í Evrópu og fágætt er að innlent smit af völdum Salmonella og Campylobacter sé af völdum sýklalyfjaónæmra stofna. Karbapenemasa myndandi Enterobacteriaceae hafa enn ekki fundist á Íslandi. Lítil notkun sýklalyfja í íslenskum landbúnaði ásamt aðhaldsaðgerðum til að draga úr útbreiðslu Campylobacter og Salmonella hafa borið mikinn árangur. Almenningur þarf að vera meðvitaður um mikilvægi uppruna mat- væla og að íslenskar landbúnaðarafurðir hafa enn sérstöðu með tilliti til smithættu. ÁgrIp geta sér til um líkurnar á því hvort þau séu menguð af sýklalyfjum, fjölónæmum bakteríum og/eða sjúkdóms- valdandi örverum. Íslenskur landbúnaður hefur haft sérstöðu vegna einangrunar landsins, veðurfars og smæðar. Á sama hátt er sjúkdómastaða íslenskra búfjárstofna einstök og hefur þess vegna verið lögð áhersla á að flytja sem allra minnst af hráum, ómeðhöndluðum dýraafurðum til landsins. Með lögum nr. 143/2009 var matvælalöggjöf Evrópusambandsins innleidd í íslensk lög (reglugerð 102/2010 um gildistöku reglugerðar (EB) nr. 178/2002). Þrátt fyrir innleiðinguna, sem tók gildi 1. nóvember 2011, er áfram óheimilt að flytja inn lifandi dýr og hráar dýraafurðir til landsins nema með undanþágu ráðherra. Núverandi reglur um innflutning á hráum dýraafurð- um eru í reglugerð nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins, sem byggir á lögunum nr. 25/1993. Undanfarið hefur verið talsverður þrýstingur á íslensk stjórnvöld að rýmka reglurnar og heimila mun meiri innflutning á ferskum matvælum. Samkvæmt Evrópsku löggjöfinni er óheim- ilt að banna innflutning á fersku kjötmeti frá öðrum ríkjum sambandsins nema sýnt sé fram á með vísinda- legum rökum að innfluttar afurðir geti ógnað öryggi neytenda mun meira en sambærilegar innlendar vörur. Getur innflutningur á fersku kjötmeti til Íslands ógnað öryggi neytenda? Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld og íslenskir neytendur geri sér grein fyrir mismunandi áhættu af sýkingum frá hráum matvælum. Markmið Greinin barst 31. desember 2014, samþykkt til birtingar 7. maí 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Innflutt fersk matvæli og sýkingaráhætta fyrir menn Karl G. Kristinsson1,2 læknir, Franklín Georgsson2,3 matvæla- og örverufræðingur 1Sýklafræðideild Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3MATÍS Fyrirspurnir: Karl G. Kristinsson karl@landspitali.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.06.32

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.